Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring11 Febrúar 2018European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion4 min read

#YourCareerMove könnunin hjálpar frönskum námsmanni að koma sér af stað í átt að ferli erlendis í akstursíþróttum

Florian Henault frá Lillebonne, Normandy hefur haft áhuga á starfi erlendis alveg síðan hann heyrði fyrst um möguleikann á því í gegnum næstu upplýsingamiðstöð ungmenna.

#YourCareerMove

Florian, 21, er námsmaður á lokaári í BTS [Brevet de technicien supérieur – frönsk háskólagráða] í ökutækjaviðhaldi, og hann hefur þegar fengið nokkra reynslu í gegnum lærlingsstöðu sem bifvélavirki.

Hann hefur líka stundað árstíðabundna vinnu sem garðyrkjumaður í ráðhúsi Bolbec og sem sjálfboðaliði á farfuglaheimili í Belgíu, en hann hefur aldrei farið lengra vegna vinnu. Hann hefur, engu að síður, vissa útþrá og er hrifinn af möguleikanum á að vinna í mismunandi löndum.

„Draumastarfið mitt væri starf sem biði upp á tækifæri til að ferðast um heiminn, þar sem það myndi gera mér kleift að auðga fagreynslu mína,“ segir Florian. „Mig langar [að vinna í] Stóra-Bretlandi, Írlandi, Belgíu, Hollandi, Skandinavíu, Þýskalandi eða Austurríki.“

Þegar Florian rakst á #YourCareerMove könnunina á Facebook síða EURES, gerði hann sér grein fyrir að þetta væri ekki aðeins gott tækifæri til að sjá hvort honum hentaði líf erlendis, heldur líka raunverulegt tækifæri á að fá lærlingsstöðu erlendis. Til að hafa möguleika á að vinna, þurfti Florian bara að svara nokkrum spurningum og tryggja að hann væri með atvinnuleitanda prófíl á starfagátt EURES.

Hann hafði ekki hugmynd um að brátt yrði hann valinn af handahófi sem vinningshafi könnunarinnar og hafa þar með tækifæri til að elda draumastarfið sitt erlendis.

„Ég átti alls ekki von á að vinna,“ viðurkennir Florian. „Ég vissi að hellingur af fólki myndi taka þátt í könnuninni [meira en 5.000 ungmenni, raunar]. En þegar ég komst að því að ég hefði unnið samkeppnina, sagði ég sjálfum mér að ég þyrfti að gera jafn mikið úr þessu tækifæri og hægt væri og tryggja að það nýttist mér.“

Í verðlaun verður ferilskrá Florian kynnt af EURES í landi að hans vali. Auk frönsku sem er móðurmál hans, talar hann sæmilega ensku og spænsku, og það er mikilvægt að hverskonar flutningur erlendis gefi honum tækifæri á að bæta tungumálakunnáttu sína.

„Stóra-Bretland, helst, eða Írland myndi gera mér kleift að æfa enskuna mína daglega,“ segir hann. „Belgía (Flæmingjaland), Holland eða eitt af Norðurlöndunum myndi einnig gefa mér tækifæri til að æfa þó nokkur tungumál auk enskunnar.“

Florian er líka meðvitaður um að flutningur erlendis myndi hjálpa honum að komast hraðar áfram í draumastarfi sínu í akstursíþróttum. „Ég hef gríðarmikinn áhuga á akstursíþróttum og vonast til að geta starfað við þær, helst sem bifvélavirki,“ útskýrir hann. „Engu að síður, er ég viljugur til að starfa við annað innan akstursíþrótta ef mér tekst ekki finna viðskipta- eða þjálfunartækifæri í vélaverkfræði.“

Florian dreymir um starf í svo kölluðum akstursíþróttadal í Stóra-Bretlandi, sem er þekktur sem „heimili Formúlu 1“ þar sem hann er aðsetur svo margra af efstu keppnisliðum íþróttarinnar. Þetta, ásamt löngun til að bæta enskukunnáttu sína, hefur leitt hann til þess að velja bæinn Banbury í Oxfordshire sem æskilegan áfangastað.

Florian verður núna með ferilskránna til sýnis hjá EURES í Stóra-Bretlandi, þar sem hann vonar að ofgnótt akstursíþróttafyrirtækja sem eru mjög nálægt hinni frægu Silverstone kappakstursbraut gætu leitt til draumatækifæris hans.

Núna tekur hann samt eitt skref í einu. „Næsta skref hjá mér er að klára gráðuna mína og síðan halda annað hvort áfram með námið hér í Frakklandi, eða hefja lærlingsstöðu erlendis ef þetta leiðir til tilboðs frá fyrirtæki,“ segir hann.

Þrátt fyrir að Florian hafi báða fætur á jörðinni, vonar hann að velgengni hans í EURES könnuninni hafi komið honum skrefi nær draumi sínum um starf við Formúla 1.

#YourCareerMove var fjöltyngd könnun, á Facebook síðu EURES árið 2017, sem miðaði að því að auka vitund um samstarfsnet EURES og þjónustu þess. Þó nokkrir sigurvegarar fengu ‚nammipoka‘ í verðlaun, en aðal vinningshafinn vann tækifæri á að ferilskrá þeirra væri kynnt í ESB-landi að þeirra vali. Hafðu augun opin fyrir frekari tækifærum á Facebook og settu upp prófíl á EURES gáttinni til að hefja starfsleit þína í dag.

 

Tengdir hlekkir:

Formúla 1

Facebook síða EURES

EURES gáttin

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna EURES ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum

Vinnugagnagrunnur Eures

Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Eures á Google+

 

Upplýsingar

Viðfangsefni
  • Viðskipti /Frumkvöðlastarf
  • Verkfærakista ESB fyrir hreyfanleika
  • EURES bestu starfsvenjur
  • EURES þjálfun
  • Ytri EURES fréttir
  • Vinnumarkaðsfréttir/hreyfanleikafréttir
  • Nýliðunarstraumar
  • Árangurssögur
  • Ungmenni
Tengdir hlutar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.