Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)

Europass

Hvað getur nýi Europass gert fyrir þig?

Europass er ókeypis sett af verkfærum og upplýsingum á netinu til að hjálpa þér á öllum stigum náms og þroska.

Þú getur notað Europass sem persónulegt verkfærasett til að skrá niður allt nám, vinnu eða persónulega reynslu og árangur á einum stað. Þú getur búið til ýmiss konar ferilskrár og umsóknarbréf, áttað þig á því hvernig þú eigir að setja fram færni þína og menntun og haldið utan um öll tengd skjöl.

Kynntu þér öll verkfærin sem Europass býður upp á, eins og:

  • Europass reikninginn>:> þar sem þú getur lýst færni þinni, fundið áhugaverð tækifæri til náms og frekari þróunar, haldið utan um umsóknirnar þínar og búið til mismunandi ferilskrár og umsóknarbréf.
  • Stafræn skilríki Europass:> gera þér kleift að fá og miðla stafrænum gráðum, námsskírteinum og vottorðum frá mennta- og fræðslustofnunum. Þetta er ókeypis og öruggt netkerfi;
  • Auðveldan flutning á upplýsingum> frá EURES til að búa til Europass reikning eða öfugt svo þú getir skoðað störf í boði hjá EURES;
  • Gagnlegar upplýsingar> og tengla á þjónustu Evrópusambandsins og aðildarríkjanna sem geta hjálpað þér við framþróun þína og nám.

Menntastofnanir, ungir launþegar, stefnumótendur, starfsráðgjafar og vinnuveitendur geta einnig fundið Europass-þjónustu við sitt hæfi.

Kynntu þér Europass til að koma starfsferlinu þínum í gang!

Taktu næsta skref og búðu til Europass reikning til að fá sem mest út úr Europass þjónustunni.