
Af hverju ættirðu að taka þátt í YfEJ áætluninni?
YfEJ verkefnið er tilvalið fyrir ungt fólk sem á erfitt með að finna starf í heimalandinu sínu og er tilbúið að leita að nýjum tækifærum erlendis. Verkefnið nær til allra 28 aðildarríkja Evrópusambandsins, Íslands og Noregs og er opið fyrir alla umsækjendur óháð menntunarstigi þeirra eða starfsreynslu. Tækifærin sem eru í boði innihalda m.a. störf og starfsþjálfun sem varir a.m.k. sex mánuði, sem og starfsþjálfun (a.m.k. þrjá mánuði).
Hverjir eru helstu kostir YfEJ?
- Þú færð send atvinnutilboð sem eru sérsniðin fyrir þig auk þess sem þú færð aðstoð við atvinnuleit, sem á að hjálpa þér að finna rétta tækifærið;
- Þú gætir átt rétt á fjárhagslegum stuðningi til þess að greiða ákveðin útgjöld sem myndast þegar verið er að leita að starfi í öðru Evrópusambandslandi (t.d. atvinnuviðtal á staðnum, flutningskostnað, kostnað við tungumálanám);
- Þú nýtur góðs af ókeypis stuðningsþjónustu eins og þjálfun fyrir og/eða eftir ráðningu (tungumálanám o.s.frv.), handleiðslu og móttökustuðning í nýja landinu.
Hver getur tekið þátt í YfEJ verkefninu?
Til þess að geta tekið þátt í YfEJ áætluninni verðurðu að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
- vera 18-35 ára;
- vera ríkisborgari í eða með lagalalega búsetu í ESB-ríki, Noregi eða á Íslandi;
- vera í vandræðum með að finna starf eða starfsnám í þínu landi;
- vera tilbúin(n) til í að flytjast til annars ESB-ríkis, Noregs eða Íslands vegna starfs, starfsþjálfunar eða námssamnings;
Hvernig get ég tekið þátt í YfEJ verkefninu?
Opinberu vinnumálastofnanirnar, sem taka þátt í EURES samstarfsnetinu, sjá um framkvæmd Fyrsta EURES starfsins. Allt sem þú þarft að gera til að taka þátt í verkefninu er að skrá þig hjá þessum opinberu vinnumálastofnunum (yfirleitt er það gert með því að fylla út umsóknareyðublað og senda upplýsingar um þig í gegnum vefsíðu eða með tölvupósti á netfang tengiliðs).
Ef ekki er í boði YfEJ þjónustu í heimalandi þínu, geturðu haft samband við hvaða aðila sem er á þessum lista. Við mælum með að þú hafir samband við leiðandi atvinnuþjónustur á Ítalíu, Svíþjóð, Frakklandi eða Þýskalandi.
Hvar get ég fundið frekari upplýsingar?
Vefsíðan Fyrsta EURES starfið þitt á vefsvæði EURES er frábær staður til að byrja að leita ef þú vilt fá að vita meira um verkefnið. Þar er einnig hægt að finna frekari upplýsingar og fjöldann allan af nytsamlegu kynningarefni, eins og Leiðbeiningarbæklingur fyrir fyrsta EURES starfið þitt, sem er fáanlegur á DG EMPL vefsíðunni.
Tengdir hlekkir:
Nánari upplýsingar:
Finna EURES-ráðgjafa
Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum
Vinnugagnagrunnur Eures
Þjónusta Eures fyrir atvinnurekendur
Viðburðadagatal Eures
Næstu viðburðir á Netinu
Eures á Facebook
Eures á Twitter
Eures á LinkedIn
Eures á Google+
Upplýsingar
- Útgáfudagsetning
- 12 September 2017
- Höfundar
- European Labour Authority | Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
- Viðfangsefni
- Ungmenni
- Tengdir hlutar
- Hjálp og aðstoð
- Geirinn
- Accomodation and food service activitiesActivities of extraterritorial organisations and bodiesActivities of households as employers, undifferentiated goods- and servicesAdministrative and support service activitiesAgriculture, forestry and fishingArts, entertainment and recreationConstructionEducationElectricity, gas, steam and air conditioning supplyFinancial and insurance activitiesHuman health and social work activitiesInformation and communicationManufacturingMining and quarryingOther service activitiesProfessional, scientific and technical activitiesPublic administration and defence; compulsory social securityReal estate activitiesTransportation and storageWater supply, sewerage, waste management and remediation activitiesWholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles