Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring6 Desember 2019European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion3 min read

Ungt slóvakískt par finnur tækifæri í Hollandi

Veitandi aðgang að þjálfunarstörfum, iðnnámi og fullu starfi um alla Evrópu, hjálpar Eures ungu fólki að finna tækifæri. Eftir erfiðleika við að finna starf gegnum vinnumiðlanir á netinu, snéru Petra og Martin sér að Eures fyrir aðstoð.

Young Slovakian couple find opportunity in the Netherlands
© Martin Zabojnik, 2019

„Kærastinn minn og ég elskum að ferðast,“ útskýrir Petra. „Í maí [2019], urðum við sammála um að við vildum vinna við „lausamennsku“ í nokkur ár. Til að ferðast, vinna okkur inn pening og njóta lífsins. Þannig að við fórum að leita að árstíðabundinni vinnu í ESB löndum.“

Í leit sinni, urðu á vegi Petru og kærasta hennar Martin tækifæri í boði ýmissa miðlana, en þau voru ekki ánægð með gjöldin sem fylgdu þeim. Svo rákust þau á árstíðabundið starf í Hollandi. „Ég sá enga miðlun í auglýsingunni, aðeins tengiliðsupplýsingar fyrir frú Kubovičová frá Eures í Slóvakíu,“ útskýrir Petra. „Hún var mjög indæl og útskýrði allt fyrir okkur. Við sendum henni ferilskrárnar okkar og nauðsynlegar upplýsingar."

Zuzana Kubovičová hefur verið starfsmaður Eures frá árinu 2006 og ber ábyrgð á samskiptum, samstarfi og upplýsingaskipti varðandi Holland. „Ég er mestmegnis í samstarfi við hollenska vinnuveitendur og birti upplýsingar um laus störf þeirra á Eures vefinn í Slóvakíu,” deilir hún með okkur. „Ég uppfæri líka og þýði upplýsingar um líf í Hollandi og vinnuaðstæður yfir á slóvakísku og veiti atvinnuleitendum.”

Eftir að hafa tekið á móti atvinnuumsókn Petru og Martin, áframsendi Zuzana ferilskrárnar þeirra beint til vinnuveitandans, bjartsýn á að parið hefði góða mögulega á að fá starfið. Það leið ekki á löngu áður en Petra fékk starfið.

„Okkur að óvörum, innan tveggja til þriggja daga, var haft samband við okkur af forstöðumanni Gebr. P&M Hermans,” segir hún. Forstöðumaðurinn veitti parinu starf við að blómauppskeru fyrir uppskerutímabilið, sem þau þáðu glaðlega. Í júní, eftir að Petra hafði lokið við fjórða árið sitt við skólann, fóru þau til Suður-Hollands í Hollandi.

Forstöðumaðurinn bauðst til að sækja Petru og Martin á flugvöllinn þegar þau lentu, en þau ákváðu að skoða sitt nýja umhverfi og koma sér á vinnustaðinn á eigin vegum. Það var spennandi, en þau voru einnig taugaóstyrk yfir því hvort þeirra nýju störf myndu uppfylla væntingar þeirra.

Til allrar hamingju gerðu þau það og parið dafnaði við hlið 20 annarra starfsmanna. „Vinnan var erfið, en ekki slæm,” rifjar Petra upp. „Við unnum í þrjá mánuði um sumarið, við öfluðum tekna, við hittum mikið af frábæru fólki og öðluðumst reynslu. Allir voru indælir og hjálpsamir, og eigendurnir voru mjög umhyggjusamir og höfðu áhuga á sínu starfsfólki.”

Petra og Martin dvöldu lengur í Hollandi eftir uppskerutíðina og hafa þegar í hyggju að fara þangað aftur næsta sumar. „Frú Kubovičová opnaði dyrnar að heiminum fyrir okkur,” segir Petra með hrifningu. „Miklar þakkir til hennar og Eures.”

„Eftir sumarið,fékk ég tölvupóst þar sem þau sögðust vera mjög ánægð með starfið og að þau myndu nýta sér þjónustu Eures aftur í framtíðinni,” útskýrir Zuzana.

„Ég er mjög ánægð þegar ég fæ þess háttar endurgjöf frá atvinnuleitanda,” bætir hún við. „Það fær mig alltaf til að finna eins og ég sé einhverjum til góðs og það er alltaf indælt að vita að þú hefur hjálpað við að gera líf einhvers betra.”

 

Tengdir hlekkir:

Eures vefinn í Slóvakíu

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finndu Eures-starfsfólk

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum

Vinnugagnagrunnur Eures

Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Upplýsingar

Viðfangsefni
  • Árangurssögur
  • Ungmenni
Tengdir hlutar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.