Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring7 Febrúar 2019European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion5 min read

Hvaða færni leita fyrirtæki að árið 2019?

Nýtt ár getur verið frábært tækifæri til að gera breytingar, takast á við nýjar áskoranir eða víkka út sjóndeildarhringinn. Þegar kemur að atvinnu, gæti það þýtt að fara inn í nýja atvinnugrein eða jafnvel hefja glænýjan starfsferil. En hvernig er hægt að hámarka möguleika þína á árangri á erfiðum vinnumarkaði?

What skills are companies looking for in 2019?
EURES

Hvað með að einbeita sér að færni sem fyrirtæki eru að leita að? Á síðustu árum hefur LinkedIn fylgst með færni sem fyrirtæki þurfa mest á að halda á ársgrundvelli og fyrirtækið gaf nýlega út niðurstöður sínar fyrir 2019. LinkedIn notaði gögn sem þeir söfnuðu í gegnum vefsíðu sína til að finna út hvaða færni er mest eftirspurn eftir miðað við framboð og þrengdi lista af um 50.000 tegundum færni niður í þá 30 sem er mest eftirspurn eftir (5 „mjúkar“ og 25 „harðar“).

Sjáðu hvaða færni komst á listann hér að neðan...

Mjúk færni

Mjúk færni sem fyrirtæki leita að er gjörn á að vera nokkuð samkvæm sjálfri sér frá ári til árs, en mikilvægi hennar fer þó vaxandi eftir því sem heimurinn verður stafrænni.

  1. Sköpunargáfa: Þó að tölvur og gervigreind geti gert margt er sköpunargáfa enn mikils metinn mannlegur eiginleiki.
  2. Fortöluhæfni: Fáar vörur selja sig sjálfar, þær treysta á að fyrirtæki ráði starfsfólk sem hefur getu til að sannfæra viðskiptavini um að kaupa vörurnar.
  3. Samvinna: Samvinna liggur í hjarta allra góðra fyrirtækja og í sívaxandi mæli krefjast háþróuð verkefni sífellt hæfari liðsmanna.
  4. Aðlögunarhæfni: Heimurinn breytist hratt og þeir sem geta hratt nýju umhverfi, verklögum og tækni munu dafna.
  5. Tímastjórnun: Hæfileikinn til að geta stjórnað tíma sínum á skilvirkan hátt er færni sem er gagnleg í gegnum allan starfsferil þinn.

Hörð færni

Það kemur ekki á óvart að færni sem tengist tækni og stafrænum vettvangi er yfirgnæfandi á listanum, en einnig hefur eitthvað af hefðbundnari færni slæðst með:

  1. Skýjavinnsla: Þessa dagana virðist allt tengjast skýi, sem þýðir að tengd færni er sérstaklega eftirsóknarverð meðal atvinnurekenda.
  2. Gervigreind: Frá Alexa til Siri hefur gervigreind orðið stór hluti af lífi okkar og það lítur út fyrir að það eigi bara eftir að stækka.
  3. Greinandi hugsun: Það er mikið af gögnum þarna úti. Getan til að sjá yfir þessi gögn og nota þau til að taka upplýstar ákvarðanir er mjög mikils metið hjá fyrirtækjum.
  4. Mannauðsstjórnun: Það að geta stjórnað fólki og laða fram það besta hjá því er gömul færni, en mikilvæg.
  5. Hönnun notendaupplifunar (UX): Nú þegar væntingar neytenda og magn samkeppni vex er mikil eftirspurn eftir þeim sem geta aukið ánægju notenda af vöru.
  6. Þróun farsímaappa: Öpp eru áfram í miklum uppgangi í sífellt tæknivæddari heimi.
  7. Myndbandsframleiðsla: Myndbandsframleiðsluiðnaðurinn er í miklum blóma og fyrirtæki leita að starfsfólki sem hefur þekkingu á nýjustu tækni.
  8. Söluforysta: Sala gefur hagnað, sem gerir þetta að lífsnauðsynlegri færni fyrir öll fyrirtæki í verslunarrekstri.
  9. Þýðingar: Þökk sé tækni geta fyrirtæki auðveldlega náð til áhorfenda um allan heim. Skilvirk samskipti við þá krefst þó hæfileika þýðenda.
  10. Hljóðframleiðsla: Auknar vinsældir hlaðvarpa, hljóðbóka og annarra sniða hljóðsamskipta hefur leitt til aukinnar eftirspurnar eftir þeim sem geta framleitt þau.
  11. Málgreining: Þó að tölvur séu alltaf að verða háþróaðri þurfa þær ennþá hjálp við að skilja mannleg tungumál. Þar kemur málgreiningarhæfni inn.
  12. Vísindaleg tölvuvinnsla: Ef þú getur leyst vandamál sem fela í sér mikið gagnamagn á skilvirkan hátt, munu fyrirtæki taka þér fagnandi.
  13. Leikjaþróun: Á síðustu áratugum hefur leikjafræði orðið sífellt stærri iðnaður sem færir með sér ný tækifæri.
  14. Markaðssetning á samfélagsmiðlum: Eins lengi og samfélagsmiðlar halda áfram að vera vinsæl leið fyrir fyrirtæki til að ná til áhorfenda verða þeir sem búa yfir tengdri hæfni eftirsóttir.
  15. Kvikun: Vinsældir myndbanda og endurvakning GIF hefur fært kvikunarhæfni upp í topp 25.
  16. Viðskiptagreining: Greinendur eru sífellt að verða verðmætari fyrirtækjum sem leitast eftir að bæta kerfi sín og auka hagnað.
  17. Blaðamennska: Sífellt fleiri fyrirtæki leita að hæfileikaríkum skrifurum sem geta búið til sannfærandi efni.
  18. Stafræn markaðssetning: Uppgangi stafræns efnis hefur fylgt uppgangur stafrænnar markaðssetningar - og eftirspurnar eftir tengdri hæfni.
  19. Iðnhönnun: Áratugum saman hefur verið eftirspurn eftir fágaðri, áhrifamikilli og hagnýtri hönnun.
  20. Samkeppnishæf stefnumörkun: Augliti til auglitis við vaxandi samkeppni þurfa fyrirtæki fólk sem hjálpa þeim að vera skrefinu framar en samkeppnisaðilar.
  21. Viðskiptavinaþjónustukerfi: Þó nokkur viðskiptavinaþjónustustórslys sem vöktu mikla athygli á árinu 2018 hafa ýtt undir mikilvægi sterks kerfis sem snýr að viðskiptavinum.
  22. Hugbúnaðarprófanir: Það er ekkert verra fyrir fyrirtæki heldur en að gefa út nýja vöru sem er full af villum. Þar kemur hugbúnaðarprófari sterkur inn!
  23. Gagnavísindi: Gríðarlegt magnið af upplýsingum sem er tiltækt í dag og þörfin á að túlka það hefur leitt til þess að færni eins og gagnavísindi komst á þennan lista.
  24. Tölvugrafík: Nútíma neytendur búast við tölvugrafík í fremstu röð, sem gerir það að verkum að starfsfólk með þessa hæfni er mikilvægt fyrir alla vinnuveitendur.
  25. Fyrirtækjasamskipti: Eins og á við um viðskiptavinaþjónustukerfi hafa PR-stórslys ársins 2018 sýnt hversu mikilvægt það er fyrir fyrirtæki að hafa starfsfólk sem getur tjáð sig skilvirkt.

 

Tengdir hlekkir:

LinkedIn: Hæfnin sem fyrirtæki þarfnast mest 2019

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna EURES-ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum

Vinnugagnagrunnur EURES

Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal EURES

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

Upplýsingar

Viðfangsefni
  • Viðskipti /Frumkvöðlastarf
  • Ytri EURES fréttir
  • Ytri hagsmunaaðilar
  • Ábendingar og ráð
  • Vinnumarkaðsfréttir/hreyfanleikafréttir
  • Fréttir/skýrslur/tölfræði
  • Nýliðunarstraumar
  • Samfélagsmiðlar
  • Ungmenni
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.