Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring30 Maí 2018European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion3 min read

Hvað gerir „góðan atvinnuveitanda“?

Margar kannanir geta sagt þér hver stærstu fyrirtækin eru, og hver hefur flesta starfsmenn. En fyrir atvinnuleitendur er stærð ekki allt. „Bestu“ atvinnuveitendurnir eru þeir sem gefa starfsfólki það sem það vill.

What makes a “good employer”?
EURES

Flestum atvinnuveitendum þætti æðislegt að komast að því að þeir höfða til mögulegra starfsmanna, en hvað er það við atvinnuveitanda sem liggur að baka starfsvali einstaklingsins? Hvað er það sem gerir atvinnuveitanda eftirsóknarverðan?

Árið 2015 birti Cedefop - Evrópumiðstöð fyrir þróun starfsmenntunar - Evrópsk hæfni og störf (ESJ) könnun. Sem hluta af könnuninni, sem einbeitti sér að vandamálinu við ósamræmi í hæfni, spurði Cedefop 49.000 fullorðna launþega í ESB frá öllum 28 aðildarríkjunum um hvað það var sem hafði áhrif á ákvörðun þeirra um að taka núverandi starfi

Niðurstöðurnar sýndu að launþegar lögðu í raun og veru ekki áherslu á að finna starf sem passaði við hæfni þeirra. Þess í stað, var það mikilvægasta að eðli starfsins væri áhugavert og ánægjulegt, næst þar á eftir var starfsöryggi og gott jafnvægi á milli starfs og einkalífs.

Greinilega væri gott fyrir atvinnuveitendur að reyna að endurspegla þetta. Mikilvægt er að fyrirtæki auglýsi ekki bara starfshlutverk, heldur koma á framfæri til umsækjenda hvernig þú skilur mikilvægi þessara óska og hvernig þú getur uppfyllt þær.

Atvinnuveitenda vörumerkjasérfræðingur Universum hefur reynt að svara spurningunni um „hvað sé eftirsóknarvert“ í árlegri Hæfileikakönnun sinni, sem gerði í ár könnun hjá 198.500 námsmönnum í viðskiptafræði og verkfræði/UT frá tólf stærstu hagkerfum Evrópu.

Það kemur víst lítið á óvart að Google - sem er alþekkt fyrir vinnustaðamenningu sem ýtir undir sköpunargáfu og mikið af fríðindum - var efst á lista Universum fyrir uppáhalds atvinnuveitendur hjá bæði viðskiptafræði- og verkfræði-/UT-stúdentum. Aðeins eitt annað fyrirtæki birtist á báðum listum, en það var tæknirisinn Microsoft, sem var númer tvö hjá verkfræði-/UT-stúdentum og númer þrjú hjá viðskiptafræðistúdentum.

Þessi tvö fyrirtæki eru einnig efst á Global 2000 lista Forbes á þessu ári (sem raðar fyrirtækjum eftir sölu, hagnaði, eignum og markaðsvirði), þannig að kannski er stærð mikilvæg fyrir einhverja. En burtséð frá aðdráttarafli þess að bæta stóru vörumerki á ferilskránna, af hverju dragast nemar að þessum atvinnuveitendum?

Könnun Universum komst að því að viðskiptafræðinemar leita að möguleikanum á háum framtíðartekjum, faglegri þjálfun og góðum meðmælum upp á framtíðina að gera. UT- og verkfræðinemar settu nýsköpun í forgang, en leituðu einnig að faglegri þjálfun og þróun í starfi, háum framtíðartekjum - og skapandi og virku vinnuumhverfi, sem Google býður augljóslega upp á.

Hvað sýna svo niðurstöður þessara tveggja kannana okkur? Í fyrsta lagi, er augljóst að það var mismunur á milli núverandi starfsmanna sem Cedefop kannaði og nemanna sem tóku þátt í könnun Universum. Meðfram þessu, sýna niðurstöður Universum að sumir nemar forgangsraða öðrum hlutum í starfsferli sínum en aðrir, en það fer eftir geiranum sem þeir hugðu á vinnu í.

Með það í huga er skýrt að hver atvinnuveitandi þarf að sérsníða og aðlaga atvinnuveitandavörumerki sitt, eftir því hverskonar starfsmönnum þeir eru að leita að. Atvinnuveitendur þurfa ekki að vera Google til að fá til sín hæfileikaríkt og hæft starfsfólk, en þeir þurfa að hugsa um hvernig þeir staðsetja sig og vekja athygli á sér - með því að skapa rétta vinnuumhverfið og jákvæða vinnustaðamenningu, og skuldbinda sig til að þjálfa og veita öllum starfsmönnum möguleika á þróun í starfi.

 

Tengdir hlekkir:

Cedefop Evrópsk hæfni og störf (ESJ) könnun

Hæfileikakönnun Universum

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finndu EURES ráðgjafa

Vinnu- og lífsskilyrði í EURES löndum

EURES Starfatorg

Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur

EURES Atburðadagatal

Komandi Atburðir á netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

Viðfangsefni
  • Viðskipti /Frumkvöðlastarf
  • Ábendingar og ráð
  • Nýliðunarstraumar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.