Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring16 Febrúar 2017European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion2 min read

Frá starfsnámi til ráðningar – Verkefnið ‘Atvinna fyrir ungt fólk’ hjálpar ungri konu að finna starf á sérsviði hennar.

Eftir 10 ára nám í hagfræði, bjóst Theodora Dobreva við því að ganga beint inn í starf sem tengdist náminu hennar. En eftir að hafa útskrifast með B.A. gráðu í hagfræði og fjármálastjórnun, fékk hún aðeins tvö atvinnutilboð sem tengdust námi hennar ekki neitt.

From trainee to employee – Youth Guarantee helps young Bulgarian woman find work in her field
EC

Þegar félagi hennar segði henni frá verkefninu ‘Atvinna fyrir ungt fólk’, ákvað Theodora að hafna báðum atvinnutilboðunum og öðlast þess í stað verklega reynslu á því sviði sem hún hafði kosið sér. "Í fyrstu var ég ég efins, en svo fékk ég nánari upplýsingar um verkefnið og það kom mér ánægjulega á óvart, þar sem það tengir saman atvinnuleitendur og vinnuveitendur í leit að starfsfólki," segir hún.

Theodora hóf sex mánaða starfsnám hjá bókhaldsfyrirtæki í heimabæ sínum. Hún hafði smá áhyggjur að henni tækist ekki að finna sambærilegt starf að starfsnáminu loknu, svo hún var ánægð þegar framkvæmdastjórinn kom að máli við hana varðandi framtíðarstarf. "Ég ræddi við framkvæmdastjórann og við komum okkur saman um að ég skyldi byrja að starfa á föstum samningi," segir hún.

Ef ekki hefði verið fyrir verkefnið ‘Atvinna fyrir ungt fólk’, er Theodora ekki viss hvar hún hefði endað. En þökk sé verkefninu, þá fann hún ekki einungis fullt starf á sínu sérsviði; hún segir að það hafi einnig hjálpað sér að öðlast aukið sjálfstæði og ábyrgð. "Ég er afar ánægður að hafa fengið tækifæri að taka þátt í verkefninu," segir hún.

Hvað er Youth Guarantee?

Youth Guarantee býður upp á nýja nálgun við að draga úr atvinnuleysi ungmenna með því að tryggja að ungt fólk yngri en 25 ára fái raunhæf starfstilboð, starfsnám, starfsþjálfun eða símenntun á sínu sviði. Verkefnið gerir ráð fyrir því að þessi tilboð séu til staðar innan 4 mánaða frá því að ungir starfsmenn ljúki námi eða skrái sig atvinnulausa. Hér er hægt að finna algengar spurningar varðandi verkefnið ‘Atvinna fyrir ungt fólk’.

 

Tengdir hlekkir

Video um Youth Guarantee og verkefnið ‘Atvinna fyrir ungt fólk’.

Spurningar og svör varðandi Youth Guarantee

Verkefnið atvinna fyrir ungt fólk

 

Nánari upplýsingar:

Finna Eures-ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures löndum

Vinnugagnagrunnur Eures

Þjónusta Eures fyrir atvinnurekendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Eures á Google+

Upplýsingar

Viðfangsefni
  • Verkfærakista ESB fyrir hreyfanleika
  • EURES bestu starfsvenjur
  • Árangurssögur
  • Ungmenni
Tengdir hlutar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.