Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring5 Nóvember 2020European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion4 min read

Ráð til að finna störf erlendis á tímum COVID-19 takmarkana

Það eru óvenjulegir tíma nú til að leita sér að starfi þar sem fjarvinna og ferðatakmarkanir eru áfram í víða við lýði vegna COVID-19. En vinnuveitendur í Evrópu eru enn að ráða fólk og það eru margar leiðir fyrir þig til að bæta leitina til að finna starf við þitt hæfi.

Tips for finding jobs abroad during the COVID-19 restrictions
EURES

Í þessari grein munum við bjóða þér fimm góð ráð til að hjálpa þér við að finna starf erlendis á þessum erfiðu tímum.

Vertu skipulögð/lagður í leitinni

COVID-19 hefur haft veruleg áhrif á atvinnumarkað Evrópu en enn er nóg af lausum störfum – þú þarft kannski bara að leita í öðrum geirum eða svæðum til að finna þau. Vertu skipulögð/lagður. Hvaða geirar standa sig betur en aðrir? Það eru einnig líklega þeir sem eru að leita að fólki. Stafrænn iðnaður eins og upplýsingatækni og netsala verður sífellt mikilvægari og sama á við um vísindi, heilbrigðisþjónustu, kennslu, umönnun og almannaþjónustu. Hafðu í huga að geirar eins og ferðamennska og hótel- og veitingageirinn hafa orðið fyrir verulegum búsifjum af völdum heimsfaraldursins en þeir geta enn verið á höttunum eftir árstíðabundnum starfsmönnum til að hjálpa þeim við að ná sér aftur á strik á háannatímum.

Vertu opin/n fyrir mismunandi tækifærum

Ef þú hefur enn ekki fundið rétta starfið skaltu reyna að halda opnum huga. Það getur verið að þú þurfir að leita víðar en venjulega en tækifærin munu birtast. Þó að flest okkar vilji stöðuga vinnu til langframa geta ráðningarsamningar til skamms tíma verið leið að viðvarandi starfi. Ef þú sýnir vinnuveitandanum þínum fram á að þú búir yfir dýrmætri færni getur þú fljótt orðið mikilvægur hluti af starfseminni. Haltu líka opnum huga fyrir tækifærum í öðrum löndum. Jafnvel þó að tiltekið land búi nú um stundir við ferðatakmarkanir getur slíkt tekið hröðum breytingum. Helsta ráð okkar er að nota Re-open EU til að fylgjast með nýjustu ferðatilmælum.

Sýndu fram á sveigjanleika

Leggðu áherslu í umsókninni á mjúka, yfirfæranlega færni eins og sköpunargáfu, samskiptahæfni og lausn vandamála, einkum ef þú býrð ekki yfir beinni reynslu af hlutverkinu. Leggðu áherslu á yfirfæranlega færni úr öðrum störfum og leggðu áherslu á hvernig þú getir beitt henni í hlutverkinu, bentu síðan á aðra færni sem greinir þig frá öðrum umsækjendum. Mundu að öll reynsla er dýrmæt reynsla. Á þessum óvissutímum eru sveigjanleiki, aðlögunarhæfni og vilji til að læra nýja hluti sérstaklega mikilvægir eiginleikar fyrir vinnuveitendur. Margir vinnuveitendur munu einnig vera á höttunum eftir starfsmönnum með góða stafræna færni sem geta unnið í fjarvinnu ef þörf krefur.

Búðu þig undir ráðningu í gegnum netið og fjarvinnu

Jafnvel þó þú flytjir á milli landa getur verið að starfsviðtalið fari fram á netinu. Flestir vinnuveitendur nota vel þekktan og ókeypis hugbúnað eins og Skype eða Zoom en gættu þess að kynna þér hvernig hann virkar og prófaðu hann áður. Þú þarft líka áreiðanlega nettengingu.

Myndviðtal er einnig gott tækifæri til að sýna fram á stafræna færni þína, eins og minnst var á að ofan. Ef þú stendur þig vel fyllist væntanlegur vinnuveitandi trú á því að þú getir unnið af skilvirkni í fjarvinnu ef þörf krefur. Ferlið mun líka gefa þér hugmynd um við hverju þú megir búast ef þú þarft að hefja störf í fjarvinnu.

Finna má fleiri gagnleg ráð í fyrri greinum okkar um atvinnuviðtöl á netinu og undirbúning undir að heimavinnu.

Fáðu aðstoð EURES!

Að lokum skaltu ekki gleyma því að ýmiss konar hjálp er í boði í gegnum EURES. EURES vefgáttin inniheldur nærri 3 milljónir lausra starfa í Evrópu og er uppfærð daglega. Þú getur einnig fengið sérsniðna aðstoð frá næsta EURES ráðgjafa sem mun glaður veita þér starfsráðgjöf, mæla með tækifærum, bæta ferilskrána þína og ráð um stjórnsýslulegar hliðar.

Fáðu frekari upplýsingar um hvernig EURES getur hjálpað þér hér.

 

Tengdir hlekkir:

Re-open EU

Skype

Zoom

Hvernig skal skara fram úr í atvinnuviðtali á netinu

Fimm nauðsynleg atriði sem þú þarft til að vinna heiman frá þér

EURES vefgáttin

Leita að EURES ráðgjöfum

Hvernig geturEURES hjálpað þér að finna starf í Evrópu

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna EURES-ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum

Vinnugagnagrunnur EURES

Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal EURES

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

Upplýsingar

Viðfangsefni
  • Verkfærakista ESB fyrir hreyfanleika
  • Ábendingar og ráð
  • Vinnumarkaðsfréttir/hreyfanleikafréttir
  • Nýliðunarstraumar
  • Ungmenni
Tengdir hlutar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.