Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring23 Febrúar 2023European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion3 min read

Teymisvinna er lykillinn: Svona stuðlar þú að trausti meðal starfsmanna þinna

Þegar starfsmenn treysta samstarfsmönnum sínum eru þeir betri starfsmenn og betri í samstarfi því þeir vita að þeir njóta óskoraðs stuðnings fólksins í kring um sig. En hvernig getur þú stuðlað að trausti í teyminu þínu? EURES kemur þér til hjálpar!

Teamwork makes the dream work: How to foster trust among your employees
Adobe Stock

Hvettu til persónulegra sambanda

Það getur verið erfitt að treysta fólki sem þú þekkir lítið. Hvettu fólk í teyminu þínu til að kynnast utan vinnunnar en það auðveldar samstarf þess á milli. Það þýðir ekki að þið þurfið að verja tíma saman utan vinnutímans (sérstaklega þar sem mörg teymi eru nú í fjarvinnu sem getur gert þetta erfitt eða ómögulegt). Þess í stað getur það falist í einföldum hlutum eins og að stuðla að og taka þátt í spjalli á teymisfundum og spyrja um og muna hvað sé í gangi í lífi samstarfsmanna þinna.

Hlustaðu með virkum hætti

Virk hlustun á hugmyndir og sjónarmið starfsmanna þinna er grunnurinn að góðu vinnusambandi við þá. Vertu móttækileg/ur fyrir nýjum leiðum til að gera hlutina og gakktu úr skugga um að fólk í teyminu þínu eigi ekki í erfiðleikum með að deila bæði jákvæðum og neikvæðum athugasemdum með þér án þess að þú fellir á það dóma eða setjir ofan í við það. Taktu frá sérstakan tíma fyrir slíkt, þar á meðal á reglulegum einstaklings- og hópafundum.

Bregstu við tillögum

Það er ekki nóg að hlusta á hugmyndir og sjónarmið starfsmanna – þú þarft líka að bregðast við þeim. Þegar samstarfsmaður kemur með gagnlega tillögu eða athugasemd ættir þú að leyfa honum að fylgjast með hvernig þú bregst við henni. Ef, hins vegar, starfsmaður gerir tillögu sem þú ert ekki sammála, ættir þú ekki að vísa henni kaldranalega frá þér. Þess ættir þú að útskýra með uppbyggilegum hætti af hverju þú telur að fylgja ætti annarri nálgun og vera opin/n fyrir öðrum hugmyndum eða útskýringum.

Veittu reglulega endurgjöf

Ekki bíða eftir formlegu mati til að veita teyminu þínu endurgjöf. Þess í stað ættir þú að veita hana tímanlega, á viðeigandi tíma og í einrúmi ef þörf krefur. Það þýðir að starfsmaðurinn getur brugðist strax við og breytt nálgun sinni. Ef þú bíður of lengi getur það dregið úr áhrifum athugasemda þinna. Það á sérstaklega við ef þær eru neikvæðar því starfsfólkinu kann að finnast vegið að því með ósanngjörnum hætti og slíkt dregið athygli þeirra frá núverandi verkum þess.

Vertu gagnsæ/r

Stundum getur verið óþægilegt að ræða viðkvæm mál við fólk í teyminu þínu – ef hætt er við kaupauka, sem beðið hefur verið eftir, til dæmis eða verulegar breytingar á starfsháttum. En ef þú tefur eða forðast að gera slíkt mun það aðeins skaða samband ykkar og dregur úr tilfinningu starfsmanna um að vera hluti af fyrirtækinu. Þess í stað ættir þú að vera opin/n um horfur fyrirtækisins, hvort sem þær eru góðar eða slæmar og halda starfsmönnum þínum upplýstum um væntanlegar breytingar sem gætu haft áhrif á þá.

Sýndu fordæmi

Engum líkar við hræsnara. Ef þú trúir ekki á eigin fyrirmæli og ráð hvernig getur þú búist við því að teymið þitt geri það? Til að hvetja til tiltekinnar hegðunar meðal starfsmanna ættir þú að gera sömu kröfur til þín og fylgja henni í allri vinnu þinni.

Sýndu þakklæti

Ólíklegt er að starfsmaður, sem aldrei fær þakklæti fyrir störf sín, sýni mikinn áhuga á því að leggja áfram hart að sér. Þess í stað ættir þú að sýna að þú kunnir að meta hann með því að undirstrika og hæla tilteknum árangri meðal annarra starfsmanna og hrósa viðkomandi fyrir vel unnin störf. Auk þess ættir þú að bjóða upp á gagnsæja fjárhagslega og atvinnutengda hvata sem umbun.

Þörfin á endurgjöf getur valdið því að erfitt er að mynda jákvætt samband við starfsmenn. Lærðu hvernig eigi að veita neikvæða endurgjöf á hugulsaman hátt til að vinna með uppbyggilegri hætti með teyminu þínu.

 

Tengdir hlekkir:

EURES-vefgáttin

Svona á að gefa starfsmönnum neikvæða endurgjöf á hugulsaman hátt

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Finna Eures ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í löndum EURES

Vinnugagnagrunnur EURES

Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal EURES

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

Upplýsingar

Viðfangsefni
  • Ábendingar og ráð
Tengdir hlutar
  • Ábendingar og ráð
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.