Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring2 Febrúar 2017European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion3 min read

Sætur keimur árangurs tekur atvinnuleitanda frá Marseille til Ljubljana

Tvö ár eru frá því að sætabrauðsbakarinn Valerie Labat-Gest tók stóra skrefið og flutti frá Frakklandi til Slóveníu með aðstoð EURES, en núna er hún að undirbúa opnun eigin verslunar í Istanbúl.

The sweet taste of success takes one jobseeker from Marseille to Ljubljana
Valerie Labat-Gest

Þrátt fyrir að kökugerð hefur ávallt verið ástríða hennar, datt Valerie aldrei í hug að gera það að fullu starfi. En eftir að hafa misst vinnuna árið 2013, ákvað hún að þetta væri fullkomið tækifæri til að fylgja eftir drauminum.

"Þegar ég var við þjálfun í París, ræddi ég við eftirréttakokk frá Slóveníu, sem sagði mér frá atvinnustöðunni í Slóveníu og þörfinni fyrir franska sérþekkingu," segir hún. Ég ákvað, þar sem ég hafði engu að tapa, að freista gæfunnar í Slóveníu!“ Þannig að hún flutti til Ljubljana í þeirri von að finna vinnu þegar hún kæmi á staðinn.

Dýrmæt reynsla

Að flytja á milli landa og skipta um starfsferil þegar maður er fertugur er ekki auðvelt. Til að fá aðstoð við breytingarnar fór Valerie á skrifstofu EURES um leið og hún kom til Ljubjana. Ráðgjafarnir á skrifstofunni aðstoðuðu hana við að uppfæra starfsferilsskránna fyrir atvinnuviðtölin - en slíkt getur verið mjög gott fyrir eldri starfsmenn sem hafa verið af vinnumarkaðinum í einhvern tíma og sem þurfa að fríska upp á viðtalstækni sína.

"EURES hjálpaði mér verulega þegar ég kom fyrst til Slóveníu fyrir tveim árum," segir Valerie. "Það skipti sköpum að vera í nánu og persónulegu sambandi við ráðgjafann minn, þegar kom að því að finna starf sem sætabrauðsbakari á fjögurra stjörnu hótelinu Vander Urbani - starf sem ég hafði haft mikinn áhuga að fá."

Í þessu starfi fékk Valerie tækifæri til að læra um aðrar tegundir sætabrauðs og tækni við kökugerð auk þess sem hún gat safnað reynslu fyrir framtíðina. "Ég fékk einnig að kynnast dásamlegu landi og kynntist skemmtilegu fólki sem ég er ennþá í sambandi við í dag," segir hún.

Nýjar áskoranir

Reynsla sem Valerie öðlaðist sem sætabrauðsbakari í Slóveníu opnaði brátt dyrnar fyrir ný tækifæri. Þegar hún flutti til Istanbúl út af persónulegum ástæðum, reyndist starfið í Slóveníu og lærdómurinn sem hún fékk hjá EURES alveg ómetanlegt veganesti. "Fólk í Tyrklandi elskar franska matargerð, og þökk sé reynslu minni sem sætabrauðsbakari, átti ég auðvelt með að finna vinnu innan mánaðar," segir hún.

Hvað tekur svo við hjá Valerie? "Í samstarfi við tyrkneska félaga minn hef ég áform um að opna eigin verslun sem sérhæfir sig í franskri kökugerð," segir hún. "Þökk sé stuðningnum og þjálfuninni sem ég fékk hjá EURES, hef ég þá kunnáttu og það sjálföryggi sem ég þarf til að láta þetta fyrirtæki ganga upp."

 

Tengdir hlekkir:

EURES aðstoðaði Valerie við að breyta um starfsvettvang árið 2014: Frá fasteignasölu í sætabrauðsgerð

Vinnumálastofnun í Slóveníu

 

Nánari upplýsingar:

Finna Eures-ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum

Vinnugagnagrunnur Eures

Þjónusta Eures fyrir atvinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Eures á Google+

Upplýsingar

Viðfangsefni
  • Viðskipti /Frumkvöðlastarf
  • Verkfærakista ESB fyrir hreyfanleika
  • Árangurssögur
Tengdir hlutar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.