Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring24 Janúar 2019European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion4 min read

Skills for Jobs: Hvernig hægt er að hafa mest gagn af gagnagrunni OECD

Tæknileg þróun og hnattvæðing hefur gert það að verkum að atvinnuheimurinn er að breytast. Það er mikilvægt fyrir starfsfólk og atvinnurekendur að vita hverskonar færni eftirspurn er eftir – og offramboð er á – í tilteknum löndum og á tilteknum starfssviðum. Hér kemur Skills for Jobs gagnagrunnurinn til sögunnar.

Skills for Jobs: How to get the most out of the OECD’s database
OECD

Hvað er Skills for Jobs gagnagrunnurinn?

OECD opnaði Skills for Jobs árið 2017 og þar er að finna upplýsingar um skort og offramboð á færni í 40 löndum, sem og upplýsingar um atvinnutengt ójafnvægi.

Þar er vitsmunaleg, félagsleg og líkamleg færni skoðuð og það getur hjálpað þér að skilja hverskonar færni er erfitt að finna og hverskonar færni offramboð er á – hvort sem þú ert að leita eftir starfi og vilt hámarka færni þína, eða ert atvinnurekandi sem ert að leita að starfsfólki með rétta færni.

Hvers vegna er þetta mikilvægt?

Ef þú ert starfsmaður sem býrð yfir færni sem offramboð er á, þá getur verið að þú endir í starfi sem tengist ekki sérhæfingu þinni eða sem krefst minni menntunar en þú hefur, sem getur leitt til óánægju. Að sama skapi, ef þú hefur ekki þá færni sem þú þarft fyrir þann starfssvið sem þú kýst að starfa á, þá getur reynst erfitt að finna fullnægjandi starf.

Sem atvinnurekandi, getur það reynst þér erfitt að ráða í stöður eða þú átt á hættu að verða eftir á þegar kemur að því að taka upp nýja tækni ef þú fylgist ekki með nýjustu upplýsingum um færni.

Skills for Jobs gagnagrunnurinn getur hjálpað þér að skilja betur ójafnvægi í færni og hvernig það getur hjálpað eða skemmt fyrir þér eða þínu fyrirtæki.

Hverskonar störfum og færni er eftirspurn eftir og offramboð á?

Í OECD löndunum (þar sem er að finna 21 aðildarríki ESB), eru meira en 5 af 10 störfum „sem erfitt er að ráða í" að finna innan starfssviða þar sem mikillar sérfræðikunnáttu er krafist. Til samanburðar eru færri en 1 af 10 störfum „sem erfitt er að ráða í" að finna innan starfssviða þar sem lítillar færni er krafist.

Hvað varðar atvinnugeira þá eru það mennta-, upplýsingatækni- og heilbrigðisgeirinn sem glíma við mestan skort á starfsfólki. Heildsölu-, smásölu- og byggingargeirinn eru þeir geirar sem sérstaklega glíma við offramboð, þar sem fer saman offramboð á starfsfólki og lítil eftirspurn eftir því.

Þekking á tölvum og rafeindafræði (t.d. forritun) er sú færni sem mest eftirspurn er eftir, og þar stutt á eftir er dómgreind og ákvarðanataka, og hæfni í samskiptum og hæfni til að tjá sig í tengslum við lausn vandamála.

Hvernig hefur ójafnvægi í færni áhrif á starfsfólk?

Að meðaltali er yfir þriðjungur (36%) af starfsfólki í OECD löndum annaðhvort með of mikla eða of litla menntun fyrir sín störf (annars vegar 17% og hins vegar 19%), sem er bæði til marks um litla eftirspurn eftir færni og ekki nægt framboð af starfsfólki með mikla færni.

Ef þú útskrifaðist úr námi í hugvísindum eða listum, þá eru mestar líkur á að þú sért í starfi sem er ótengt þinni sérhæfingu, þar á eftir fylgja þeir sem útskrifuðust úr námi í raunvísindum eða landbúnaði. Til samanburðar, ef þú útskrifaðist úr námi í félagsvísindum, viðskiptafræði, lögfræði eða námi tengdu velferð, þá eru meiri líkur á að þú komir til með að starfa á því starfssviði sem þú valdir að mennta þig fyrir.

Hvernig getur Skills for Jobs gagnagrunnurinn hjálpað mér?

Gagnagrunnurinn býður upp á margvíslegar aðgerðir.

Ef þú ert að hugsa um að skipta um starfssvið, þá gerir Skipta um starfssvið? tólið þér kleift að bera núverandi starf þitt saman við starfið sem þú sækist eftir, til að greina fimm helstu atriðin varðandi færni, getu og þekkingu sem þú gætir þurft að búa yfir.

 Ójafnvægi í færni aðgerðin sýnir hverskonar færni eftirspurn er eftir og offramboð er á í 40 löndum. Þegar smellt er á færni birtist skilgreining og ítarlegar upplýsingar um tengd starfssvið. Það er einnig mögulegt að bera saman niðurstöður frá mismunandi löndum og, í sumum löndum, mismunandi svæðum.

Fjölmiðla og útgáfu hlutinn er einkar gagnlegur fyrir atvinnurekendur, þar sem hann inniheldur yfirlit yfir ójafnvægi í færni í öllum löndunum 40, og gefur þannig gagnlega mynd af innlendum aðstæðum. Sem slíkur getur hann aðstoðað þig við að nýta betur þá færni sem vinnuaflið í þínu landi býr yfir.
 

Tengdir hlekkir:

Skills for Jobs gagnagrunnurinn

Skipta um starfssvið?

Ójafnvægi í færni

Fjölmiðlar og útgáfur

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna EURES-ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum

Vinnugagnagrunnur EURES

Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal EURES

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

Upplýsingar

Viðfangsefni
  • Ytri EURES fréttir
  • Ábendingar og ráð
  • Vinnumarkaðsfréttir/hreyfanleikafréttir
  • Fréttir/skýrslur/tölfræði
  • Nýliðunarstraumar
  • Ungmenni
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.