Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring7 Júní 2019European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion3 min read

Á rúntinum með EURES í Finnlandi

ESB styður við ýmiskonar verkefni í dreifbýli Finnlands. Seint í apríl 2019, buðu EURES í Finnlandi og Europe Direct Pohjois-Satakunta hópi námsmanna og kennara í rútuferð um nágrenni sitt til þess að sjá árangur slíks stuðning milliliðalaust.

On the road with EURES Finland
EURES

„Við vildum sýna unga fólkinu að ESB býður upp á margskonar stuðning,” útskýrir Krista Antila fulltrúi Europe Direct. „Það hjálpar til við að móta leiðina sem fólk fer í starfsferli sínum, en styður líka við áhugamál, ferðaþjónustu og lífið í samfélaginu. ESB býður upp á mörg tækifæri fyrir alþjóðlegar upplifanir.“

„Við sáum þetta þannig að þegar þú sérð eitthvað með eigin augum og heyrir um það frá fólkinu sem hefur unnið við verkefnin, sé mun auðveldara að sjá jákvæðu skilaboðin heldur en ef þú horfir bara á heimildarmynd eða hlustar á fyrirlestur í kennslustofunni,“ bætir hún við.

Ferðaáætlunin fyrir ferðina var vandlega skipulögð til að ná yfir jafn mörg verkefni með ESB-stuðningi og hægt var.

Brottför: Náð var í nemendur og kennara í skólann þeirra í Kankaanpää, bæ í suð-vestur Finnlandi. Á meðan að ekið var að fyrsta stoppi þeirra, talaði Taina Tuovinen starfsmaður EURES um þjónustu EURES sem er fyrir hendi fyrir ungt fólk og vinnuveitendur, á meðan Krista kynnti ESB-fjármögnuð verkefnin sem þau voru að fara að heimsækja.

Fyrsta stopp: Fyrsta stoppið á túrnum var Käenkoski svæðið í Parkano þar sem nemendum voru sýndar þó nokkrar ESB-fjármagnaðar starfsstöðvar, þar með talinn höfn á vatnsbakka með fljótandi veitingastað á ferju, sána við ströndina og frisbígolf völl. Nemendurnir fengu tækifæri til að prufa frisbígolf völlinn sem fer í gegnum skóginn og felur í sér að koma frisbídiskum ofan í 18 körfur á brautinni.

Annað stopp: Rútan stoppaði þessu næst á Parkano skógarsafninu sem sýnir sögu skógariðnaðarins frá 1860 til dagsins í dag. Safnið sem er fjármagnað að hluta af ESB, inniheldur sýningarsal, skógarhöggskofa, sána, hesthús og skógræktarvélaverkstæði. Nemendum stóð til boða að kanna svæðið umhverfis og njóta fallegs útsýnis.

Þriðja stopp: Pyhäniemi dvalarstaðurinn í Parkano var þriðji áfanginn á rútuferðinni. Stofnað á sjötta áratug síðustu aldar af finnska frumkvöðlinum Kalevi Keihänen, samanstendur í dag af meira en 50 sumarbústöðum og bíður upp á ýmislegt skemmtilegt við að vera utandyra. Leiksvæði á ströndinni, utanhúslíkamsrækt, annar frisbígolfvöllur og uppgerður veitingastaður eru nokkur af ESB-fjármögnuðu svæðunum sem nemendur gátu heimsótt.

Fjórða stopp: Lokastoppið á ferðinni bauð nemendurna velkomna í hús í þorpi í Norður-Parkano. Húsið var upphaflega gamli þorpsskólinn, sem þorpsbúar keyptu af sveitafélaginu og eru að gera upp þökk sé fjármagni frá ESB.

Ferðin gekk mjög vel, eins og Taina starfsmaður EURES útskýrir: „Nemendurnir voru ánægðir og áhugasamir um að sjá og heyra eitthvað nýtt. Sum þeirra sögðu að þau vissu ekki af því að ESB hefði fjárfest í stöðum nærri heimili þeirra, og þau voru spennt yfir því.“

Krista er sammála. „Þau voru stórhrifin og mjög einbeitt á meðan á ferðinni stóð. Við vorum með spurningakeppni í rútunni um staðreyndirnar sem þau lærðu yfir daginn og það sýndi að þau höfðu tekið vel eftir. Við fengum góða endurgjöf frá þeim og einhver spurði hvort þau fengju fleiri svona lærdómsupplifanir í framtíðinni.“

Verður önnur rútuferð seinna? Krista er bjartsýn. „Þetta var mjög góð reynsla og sýndi hversu mismunandi verkefnum ESB tekur þátt í og hvernig þau hafa áhrif á daglegt líf fólks í dreifbýli í Finnlandi. Þetta var líka frábær samvinna hjá skólanum, Europe Direct, EURES og hagsmunaaðilum á staðnum. Það eru mörg verkefni sem eru fjármögnuð af ESB á svæðinu þannig að það er gott þema.“

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finndu EURES-starfsfólk

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum

Vinnugagnagrunnur Eures

Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Viðfangsefni
  • EURES bestu starfsvenjur
  • Innri EURES fréttir
  • Ungmenni
Tengdir hlutar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.