Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring12 Mars 2018European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion3 min read

Rétta ferilskráin fyrir rétta starfið þökk sé EURES á Ítalíu

EURES á Ítalíu útvegar ungum atvinnuleitendum verkfæri sem þeir þurfa þegar þeir taka fyrstu skrefin í átt að alþjóðlegum starfsferli.

The right CV for the right job, thanks to EURES Italy
EURES Abruzzo

EURES á Ítalíu, í samvinnu við Háskólann í Teramo, á Ítalíu, býður upp á vinnustofur fyrir námsmenn, útskrifaða og almenning, þar sem kennt er hvernig á að búa til sannfærandi ferilskrár á ítölsku og ensku.

Þátttakendur læra hvernig á að skrifa ferilskrá á báðum tungumálum, með áherslu á evrópska Europass sniðmátið, skrá ferilskrá sína á EURES gáttina, skrifa kynningarbréf fyrir atvinnuveitendur á Ítalíu og erlendis, skrifa fyrirvaralausa umsókn, sækja um laust starf á EURES gáttinni og hvernig á að koma fram í starfsviðtali.

Fjölmargir ungir atvinnuleitendur uppskera ávinning þessa verkefnis. Einn þeirra er Saverio Zappacosta, 24, frá Pescara, Ítalíu sem er skráður í samskiptafræði við háskólann og tekur eitt ár í skiptinámi við háskólann í Wyoming í Bandaríkjunum.

„Þessi málstofa breytti öllu fyrir mig því hún var haldin rétt áður en ég fór til Bandaríkjanna,“ segir hann. „Ég skildi mismuninn á ferilskrám á milli mismunandi landa og hvernig er best að sýna kunnáttu mína miðað við hvaða land ég er að fara til og hvaða starf ég sæki um. Fyrir þessa málstofu skildi ég ekki að sumt af kunnáttu minni er einstakt, og ég gat sýnt það betur á ferilskrá minni.“ Þegar hann kom til Bandaríkjanna fann hann strax starf.

Annar sáttur þátttakandi er hinn 22 ára gamli Mirko Rabottini frá Teramo, Ítalíu, sem er á öðru ári í námi í hagfræði.

„Vinnustofan var ómissandi þegar kom að því að búa til ferilskránna mína. Ég lærði sérstaklega mikið um hvaða forskrift ég ætti að nota og hvernig ég gæti aðlagað hana að sérstökum umsóknum,“ segir hann. „Á endanum bjó ég til skýringarmyndar ferilskrá, auk enskrar útgáfu af Europass ferilskrá, sem ég notaði til að sækja um þó nokkur störf. Ég var valin af þremur af fimm umboðsskrifstofum sem ég sendi umsókn til.“

Anna Bongiovanni, EURES ráðgjafi í Abruzzo, Ítalíu, leiðir samvinnuna við háskólann í Teramo. „Samvinnan hófst 2011, 22. nóvember þess árs bjuggum við til fyrstu vinnustofuna, þar sem við ráðlögðum námsmönnum hvernig þeir gætu gert ferilskrá á báðum tungumálum,“ sagði hún.

Atburðurinn er orðinn fastur liður á báðum árlegu starfadögum háskólans. Næsta vinnustofa verður þann 6. nóvember.

Prófessor Christian Corsi, fulltrúi rektors háskóla Teramo, er ánægður með samvinnuna við EURES.

„Málstofan er hluti af starfadegi okkar, þar sem nemendur eru undirbúnir fyrir starfsviðtöl,“ segir hann. „Vinnustofan er mjög gagnleg við að bæta þekkingu námsmanna á virkum rannsóknarverkfærum. Margir námsmenn hafa haft ávinning af þessari þjálfun, og hún eykur vitund ungu þátttakendanna um þörfina á að fylgjast með hvaða kunnáttu vinnumarkaðurinn leitar að og auka þannig ráðningarhæfi sína.“

 

Tengdir hlekkir:

Háskólinn í Teramo

EURES á Ítalíu vinnustofa um undirbúning ferilskráa

Europass sniðmát

Laus störf í EURES gáttinni

Starfadagur Háskólans í Teramo

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna EURES-ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum

Vinnugagnagrunnur Eures

Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Eures á Google+

Viðfangsefni
  • EURES bestu starfsvenjur
  • Ábendingar og ráð
  • Nýliðunarstraumar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.