Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring17 Október 2017European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion2 min read

Rétta efnafræðin: Ítalskur lyfjafræðingur flyst til Svíþjóðar

Að flytja til Svíþjóðar i fimm mánaðar þjálfunarprógramm reyndist vera besta ákvörðun sem Alessia Bianchet hefur nokkurn tíma tekið.

The right chemistry: Italian pharma specialist feels at home in Sweden
Alessia Bianchet

Alessia, sem er 27 ára, frá San Vito al Tagliamento í norð-austurhluta Ítalíu, nýtur sín vel á Mölnlycke heilsugæslunni í Gautaborg, þar sem hún hefur nú verið ráðin í fulla stöðu í rannsóknardeildinni.

Alessia útskrifaðist með gráðu í lyfjafræði og lyfjatækni árið hóf að leita að starfi í lyfjageiranum á Ítalíu. Eftir að hún var búin að reyna árangurslaust í átta mánuði að finna starf, skráði hún sig í Youth Guarantee verkefnið, sem er verkefni á vegum ESB ætlað að hjálpa ungu fólki undir 25 ára aldri að finna störf og starfsþjálfun.

Hún komst í sambandi við AstraZeneca, sem er alþjóðlegt fyrirtæki sem er með BioVentureHub-starfsstöð í Mölnlycke í Gautaborg. Alessia fékk boð um að taka þátt í starfsþjálfun í Mölnlycke, sem hófst í febrúar á þessu ári.

“Þeir hafa sagt mér að þeir vilji fá ungt fólk að læra hjá sér,” segir Alessia. “Ég var mjög spennt – og afar kvíðin – en ég ákvað að fara til þeirra, þar sem ég var mjög ósátt við atvinnutækifærin sem bjóðast ungu fólki á Ítalíu. Ég vildi sanna fyrir sjálfum mér að ég réði við þessa áskorun.”

Hún fékk stuðning við flutninginn frá EURES á Ítalíu, og þá sérstaklega frá EURES starfsmanninum Stefania Garofalo. Í gegnum Youth Guarantee verkefnið í Friuli Venezia Giulia,  héraðinu sem hún býr, fékk hún fjárhagslegan stuðning fyrir tímann sem hún var í starfsþjálfun erlendis.

Mölnlycke er alþjóðlegt fyrirtæki sem sérhæfir sig í heilsugæslu með 7.400 starfsmenn um hem allan, en í höfuðstöðvunum, þar sem Alessia er staðsett, starfa um það bil 400 manns. Samstarfsmennirnir urðu fljótlega eins og önnur fjölskylda fyrir hana.

“Þökk sé Youth Guarantee verkefninu og EURES, hef ég uppgötvað menningu sem ég hefði aldrei álitið mögulega fyrir framtíð mína,” segir Alessia.

“Líf mitt hefur breyst mikið. Ég bý í landi sem hefur gefið mér mikið, og ég elska þetta land. Ég er í draumstarfi og ég starfa með hóp af fólki sem mér þykir vænt um. Ég hef hitt fult af fólki og ég hef myndað sterk vináttutengsl við marga þeirra, og það hefur kennt mér svo margt. Að flytjast til Svíþjóðar er ein besta ákvörðun sem ég hef tekið.”

Stefania bætir við: “Sem EURES ráðgjafi, nýt ég þess að starfa með jafn áhugasömu og hæfu og Alessia. Og það er frábært að sjá konu komast áfram og ná markmiðum sínum á sviðum eins og vísindum, tækni, verkfræði og stærðfræði, en það er mikil eftirspurn eftir starfsmönnum með þessa menntun í Evrópu."

 

Tengdir hlekkir:

Youth Guarantee í hnotskurn @EURES

Mölnlycke heilsugæslan í Gautaborg

BioVentureHub-starfsstöðin í Gautaborg

Youth Guarantee verkefnið

 

Nánari upplýsingar:

Finna EURES-ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum

Vinnugagnagrunnur EURES

Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal EURES

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

EURES á Google+

Upplýsingar

Viðfangsefni
  • Viðskipti /Frumkvöðlastarf
  • EURES bestu starfsvenjur
  • Ytri hagsmunaaðilar
  • Nýliðunarstraumar
  • Samfélagsmiðlar
  • Árangurssögur
Tengdir hlutar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.