Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring22 Mars 2024European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion3 min read

Fáðu gervigreindina til liðs við þig

Sífellt fleiri vinnustaðir eru nú orðnir fullgildir þátttakendur í stafrænu öldinni með því að nýta gervigreind í verkferlum sínum sem drifkraft umbreytinga. Gervigreind er án nokkurs vafa að gjörbylta því hvernig við vinnum og við viljum taka þátt í þessari þróun.

Put Artificial Intelligence to work for you
Photo credit: Adobe

Hjá þeim okkar sem ólumst upp á öld vísindaskáldsagnanna við framtíðarmyndir á skjánum vakti gervigreind spennu þegar hún byrjaði að smjúga inn í líf okkar fyrir ekki svo löngu. Myndin af starfsmanninum sem hallar sér aftur og lætur „vél“ sjá um vinnuna er skemmtileg hugmynd, en hver er raunveruleikinn á bak við það að hleypa gervigreind inn í vinnurými okkar og líf? Getur gervigreind hjálpað okkur að vinna betur?

Ýmis álitamál hafa komið upp undanfarin ár, ekki bara um siðferðisleg álitaefni í tengslum við gervigreind heldur einnig hagsýnni spurningar um hvað verður í raun um störf okkar. Samt sem áður er gert ráð fyrir að gervigreind skapi fleiri störf en hún mun útrýmaauk þess að leiða til umtalsvert þróaðra starfsumhverfis, og þá ekki bara í tæknilegum skilningi.

Gervigreind skilar einfaldara, áhugaverðara og meira auðgandi vinnuumhverfi

Fyrirtæki í fjölmörgum atvinnugeirum nota nú gervigreind til að bæta margs konar vinnsluferli, allt frá því að skipuleggja rými betur yfir í að ráða nýtt starfsfólk og tryggja vinnuvernd.

Hvar stendur þú, sem starfsmaður, með tilliti til gervigreindar? Hér eru nokkur dæmi um gagnsemi hennar:

  • Þú færð meiri tíma til að sinna þýðingarmeiri og meira stefnumótandi vinnu sem leiðir til niðurstaðna sem skila betri árangri. Gervigreindarverkfæri eins og Docugami, Notably og Tome hjálpa þér að skipuleggja og deila skjölum betur, vinna skilvirkari viðskiptarannsóknir og búa til betri kynningar, sem losar tíma fyrir dýpri vinnu.
  • Þessi aukatími auðveldar þér að gefa sköpunargáfunni lausan tauminn, kveikja nýjar hugmyndir og öðlast aukna innsýn.
  • Þú þarft ekki að öðlast þessa innsýn upp á eigin spýtur, því með því að draga úr vinnuálagi við stjórnsýslustörf býður gervigreind upp á meiri samvinnu í skapandi hugmyndavinnu, hjálpar þér að styrkja tengslin við samstarfsfólkið og auka mannleg tengsl. Þetta er mikilvægt, ekki einungis fyrir framleiðni heldur einnig til að auka ánægju í starfi.
  • Ef þú ert að vinna á sviði þar sem nákvæmni er afar mikilvæg (t.d. í fjármála- eða heilbrigðisþjónustu) kemur gervigreind að góðum notum þar sem hún skilar nákvæmari niðurstöðum og dregur úr möguleikum á mistökum.

Starfsfólki auðveldað að aðlagast tilvist gervigreindar á vinnustaðnum

Þar sem við getum gert ráð fyrir að sjá sífellt fleiri ný gervigreindarforrit bætast við starfsumhverfi okkar er mikilvægt að vinnumarkaðurinn gefi sér tíma til að takast á við óttann sem tengist aukinni innleiðingu gervigreindar. Uppfræðsla og endurmenntun starfsfólks sem auðveldar því að aðlagast þessum umskiptum tryggir starfshæfni þess og atvinnuþátttöku. Þar sem sum störf hætta óhjákvæmilega að vera til hjálpa félagsleg öryggisnet eins og endurmenntunaráætlanir og fjárstuðningur við að skipta yfir í nýtt vinnumarkaðslíkan til við að draga úr kvíða yfir því að missa vinnuna.

Þrátt fyrir áhyggjur af tilfærslu starfa er hins vegar gert ráð fyrir að gervigreind skapi um 97 milljónir nýrra starfa fyrir árið 2025, sem nálgast óðfluga. Þess vegna er sniðugast að leyfa þessum snjöllu nýjungum að styðja við markmið okkar í starfi og hjálpa okkur að ná lengra.

Viltu fá frekari upplýsingar um þá gervigreindarhæfileika sem þú þarft til að vera vel heima á stafrænni öld?

Kynntu þér greinina okkar Gervigreindarhæfileikar fyrir morgundaginn: Leiðbeiningar um uppeldi á stafrænni öld.


 

Tenglar:

Fimm leiðir sem gervigreind getur hjálpað atvinnuleit þinni

Gervigreindarhæfileikar fyrir morgundaginn: Leiðbeiningar um uppeldi á stafrænni öld

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Leit að EURES-ráðgjöfum

Búsetu- og starfsskilyrði í EURES-löndum

Vinnugagnagrunnur EURES

Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal EURES

Næstu viðburðir á netinu

EURES á Facebook

EURES á X

EURES á LinkedIn

EURES á Instagram

 

Viðfangsefni
  • Viðskipti /Frumkvöðlastarf
  • Ábendingar og ráð
  • Vinnumarkaðsfréttir/hreyfanleikafréttir
Tengdir hlutar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.