Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring9 Febrúar 2017European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion2 min read

Möguleikar opnast fyrir finnska kennara í Svíþjóð

Menntaðir kennarar sem eru atvinnulausir í Finnlandi finna nýja möguleika í Svíþjóð þökk sé samstarfinu við Eures netkerfið.

Opportunities open up for Finnish teachers in Sweden
Tomi Puranen

Fjöldi kennara er að fara á eftirlaun, á meðan aðrir eru að skipta um starfsvettvang, en slíkt þýðir að kennaraskortur fer að gera vart við sig í Svíþjóð. Hinum megin við landamærin, í Finnlandi, eru nýútskrifaðir kennarar að leita að starfi.

Svo þegar Eures ráðgjafinn, Catarina Haglund frá Eskilstuna í Svíþjóð hafði samband við finnska Eures ráðgjafann Tomi Puranen í september á þessu ári, fagnaði hann tækifærinu að vinna saman að lausn kennaravandans í báðum löndunum.

"Catarina kom ásamt nokkrum fulltrúum úr sveitafélagi hennar til að halda upp á Evrópska tungumáladagurinn þar sem samankomin voru skólabörn, kennarar og yfirkennarar," segir Tomi, sem staðsettur er í Turku. Á samkomunni höfðu gestirnir tækifæri til að tala óformlega við fjölda fólks til þess að kanna stöðuna.

Samkomunni var fylgt eftir næsta dag með námsferð í tvo fjölbrautaskóla á staðnum. "Sænsku fulltrúarnir fóru heim með skíra hugmynd varðandi möguleikana," útskýrir Tomi.

Þessi fyrsta heimsókn varð kveikjan að upplýsinga- og ráðningarsamkomu sem Eures Finnland stóð fyrir og sem var haldin í Turku dagana 15-16 nóvember. "Svíþjóð þarfnast alls konar kennara: náttúrufræði, sagnfræði, landafræði og svo framvegis. Þannig að við buðum finnskum kennurum sem voru skráðir hjá atvinnuleysisskrifstofunni í Suð-vestur Finnlandi og sem töluðu góða sænsku."  Tölvupóstur var sendur til 1200 manns í heildina, þar af 600 sem skráðir voru atvinnulausir.

Einn af þeim sem mættu á ráðningardaginn var kennarinn Hanna Lehtonen. Hún útskýrir af hverju hún hefur áhuga að vinna í Svíþjóð, "Það er mjög erfitt að finna vinnu í Finnlandi fyrir tungumálakennara sem kenna ekki ensku. Ríkisstjórnin í landinu hefur skorið niður framlög til menntamála og niðurskurðurinn kemur niður á valfögum."

Hún vonast eftir því að finna nýja starfsmöguleika í Svíþjóð, "Það væri gaman að kynnast nýrri menningu, að læra nýjar aðferðir við kennslu í fjölmenningarumhverfi og að bæta sænskukunnáttuna mína," segir hún.

Tomi er áhugasamur um samstarfið sem hann hefur komið á við Eures í Eskilstuna, "Ráðningardagurinn vakti mikinn áhuga hjá fjölmiðlum langt út fyrir svæðið bæði í Finnlandi og Svíþjóð, svo að vonandi mun þetta opna möguleikana fyrir menntaða kennara sem eru að leita að nýjum tækifærum."

 

Tengdir hlekkir:

Búseta og störf í Svíþjóð

Búseta og störf í Finnlandi

 

Nánari upplýsingar:

Finna Eures-ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures löndum

Vinnugagnagrunnur Eures

Þjónusta Eures fyrir atvinnurekendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Eures á Google+

Upplýsingar

Viðfangsefni
  • Árangurssögur
Tengdir hlutar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.