Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring25 Desember 2017European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion1 min read

Nýtt ár, nýtt starf í nýju landi!

Ertu búin(n) að strengja nýársheit? Hvað með nýtt starf í nýju landi? Af hverju ekki að gera 2018 að árinu sem þú breytir lífi þínu?

A new year, a new job in a new country!

EURES þjónusta og starfsfólk EURES bíður nú þegar eftir að geta aðstoðað þig við að gera nýja árið giftusamlegt. Ef þú ert atvinnulaus, í atvinnuleit, í leit að tækifæri til þjálfunar eða starfsnáms, eru nokkrar mismunandi EURES áætlanir tilbúnar að aðstoða þig.

Drop'pin@EURES verkefnið er opið þeim sem ætla að taka fyrstu skrefin á vinnumarkaðinum, og býður upp á heilmikið af tækifærum, þar með talið starfsnám, iðnnám, þjálfun, vefnámskeið og svo miklu meira.

Verðurðu 35 árið 2018? Þá getur þú kíkt á Reactivate. Þessi áætlun hjálpar ESB-borgurum sem eru 35 ára eða eldri að finna starfs-, iðnáms- eða starfsnámstækifæri í öðru ESB-landi. Eða, ef þú ert á aldrinum 18-35 ára, getur þú líka skoðað Fyrsta EURES-starfið þitt, sem er hannað til að para saman atvinnuleitendur og atvinnuveitendur sem vantar starfsfólk.

Vertu með á nótunum

Árið 2018 koma fullt af nýjum greinum í gáttina sem færa þér nýjustu fréttirnar af EURES og framtökum okkar. Hvort sem þú ert í atvinnuleit eða þú ert atvinnuveitandi sem vantar ráð eða hjálp við að finna rétta fólkið skaltu vera með á nótunum 2018.

Þangað til vonum við að þú hafir notið hátíðanna og við óskum ykkur öllum gleðilegs og farsæls komandi árs.

 

Tengdir hlekkir:

Drop'pin@EURES

Reactivate

Fyrsta EURES-starfið þitt

 

Nánari upplýsingar:

Finna EURES-ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures löndum

Vinnugagnagrunnur Eures

Þjónusta EURES fyrir atvinnurekendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

Upplýsingar

Viðfangsefni
  • EURES þjálfun
  • Fréttir/skýrslur/tölfræði
  • Samfélagsmiðlar
  • Ungmenni
Tengdir hlutar

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.