Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring1 Maí 2020European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion3 min read

Fimm auðveld skref til að gera heimavinnuna auðveldari

Mörg sinnum námi eða vinnu heiman frá okkur af völdum COVID-19 . Við erum að venjast því að sinna daglegu lífi án þess að fara út úr húsi. Þó að það hljómi vel að vera heima við felur það í sér margar nýjar áskoranir.

Make working from home easier with five simple steps
Shutterstock

Hér eru fimm einföld skref til að hjálpa þér við að takast á við algengustu áskoranirnar við að sinna vinnu eða námi heiman frá þér.

1.Vertu með rétta búnaðinn:

Þetta hljómar kannski eins og algjört grundvallaratriði en þú getur ekki sinnt námi eða vinnu heiman frá þér ef rétta búnaðinn vantar. Þú þarft að velta fyrir þér hvað þú notar reglulega og reyna að koma þér upp svipuðum búnaði heima hjá þér. Það getur þýtt að reyna að finna annan tölvuskjá eða heyrnatól fyrir netfundi.

2.Komdu þér þægilega fyrir:

Heimavinna þýðir að þú ræður umhverfinu. Ef stóllinn er óþægilegur skaltu ná þér í púða til að styðja við bakið. Veltu fyrir þér lýsingunni í vinnuherberginu – dimmt herbergi kallar kannski yfir þig þreytu en bjart herbergi hjálpar þér við einbeitinguna og heldur þér vakandi.

Taktu til í vinnurýminu áður en þú byrjar að vinna. Það hjálpar einbeitingunni með því að fjarlægja truflanir.

3.Forðastu truflandi hljóð:

Ólíkt venjulegri skrifstofu eða bókasafni geta ýmiss konar hljóð truflað þig við vinnuna. Nágrannar þínir átta sig hugsanlega ekki á því að þú sért að reyna að einbeita þér. Ef þú situr lengra frá glugganum eða í hljóðlátu horni hússins dregur það hugsanlega úr hávaða að utan og hjálpar þér við einbeitinguna.

Ef fjölskylda þín eða sambýlingar valda miklum hávaða skaltu láta lata þau vita hvenær þú sért á símafundum svo þau viti hvenær þau eigi að hafa hægt um sig eða setja skilti á hurðina svo þau valdi þér ekki ónæði þegar þú ert í vinnunni.

4.Notaðu samskiptaforrit:

Ef þú býrð ekki með öðru fólki getur heimavinna virst einmanaleg. Samskiptaforrit eins og Microsoft Teams og Skype geta hjálpað þér við að vera í sambandi við fólk og gleyma fjarlægðinni á milli ykkar. Ef þú nýtir þér þessi forrit til fulls gerir það samskiptin ekki bara hraðari og auðveldari heldur gefur þér tilfinningu um að vera í betri tengslum við samstarfsmenn þína.

Þú getur líka notað forritin til að blanda geði við fólk. Kaffispjall við samstarfsmann í gegnum myndfundabúnað kann að vera góð hugmynd til að brjóta upp daginn. Spjall við fjölskyldu og vini í gegnum þessi forrit á kvöldin hjálpar þér líka við að umgangast fólk „utan“ vinnunnar.

5.Forðastu að vinna yfir þig:

Það er alltaf erfitt að finna jafnvægi á milli vinnu og einkalífs og það getur verið enn erfiðara ef þú sinnir vinnu eða námi heiman frá þér. Þú sérð samstarfsmenn ekki vera að tygja sig heim á leið í lok dags og getur ekki yfirgefið skrifstofuna eða bókasafnið eins og venjulega. Það kann að gera þér erfiðara fyrir að vita hvenær þú eigir að láta gott heita þann daginn og slökkva á öllum tækjum og tólum. Það er mikilvægt að fylgja rútínu og ákveða hvenær vinnu lýkur og afslöppun hefst.

Mismunandi fólk sinnir vinnu og námi heiman frá sér með mismunandi hætti en með þessum fimm skrefum til að yfirstíga algengustu áskoranirnar ætti slíkt að verða mun auðveldara.

Frekari ráð um heimavinnu má finna í svona kemurðu hlutunum í verk þegar þú vinnur heiman frá þér.

 

Tengdir hlekkir:

Skype

Microsoft Teams

svona kemurðu hlutunum í verk þegar þú vinnur heiman frá þér

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna EURES-ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum

Vinnugagnagrunnur EURES

Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal EURES

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

Viðfangsefni
  • Ábendingar og ráð
  • Vinnumarkaðsfréttir/hreyfanleikafréttir
  • Ungmenni
Tengdir hlutar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.