Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring13 Júní 2017European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion3 min read

Skráðu þig á atvinnuráðstefnuna með einum músasmelli: Kunnáttufólk í upplýsingatækni um alla Evrópu tengdist írskum atvinnudegi á netinu

Ímyndaðu þér að þú sért í atvinnuleit með bakgrunn í hugbúnaðar- eða upplýsingatækni og að þú viljir bæta við starfsreynslu þína. Hvert myndirðu fara til að leita að nýjum tækifærum? Það er ólíklegt að þú munir blaða í gegnum bæklinga á atvinnuráðstefnu. Að öllum líkindum mun leit þín að tækifærum fara fram að mestu leyti, ef ekki að öllu leyti, á hinu almáttuga interneti.

A job fair just a click away: IT talent from all over Europe plugged-into Irish European Online Job Day
E(O)JD

Ímyndaðu þér svo að þú getir sótt atvinnuráðstefnu á netinu sem felur í sér fyrirtækjakynningar, atvinnuauglýsingar, þægilegt umsóknarferli, viðtöl og fundi með mögulegum vinnuveitendum á netinu. Allt þetta með einum músasmelli! Svona fyrirkomulag er nú þegar til.

Evrópskir atvinnudagar (á netinu) er samansafn fjölbreyttra viðburða sem leiða saman atvinnuleitendur og vinnuveitendur í þeim tilgangi að kynna ný atvinnutækifæri. Þessi evrópska atvinnuráðstefna tengir atvinnuleitendur og vinnuveitendur frá mismunandi Evrópulöndum, bæði á staðnum og í gegnum netið. Þátttakendur fá einnig hagnýt ráð varðandi búsetu og störf erlendis.

Þann fjórða maí 2017  hélt írska/evrópska vinnumiðlun félagsverndunardeildar EURES, með beinum stuðningi framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins, evrópskan atvinnudag (á netinu) sem nefndist „Cork where IT is @......check IT out“. Markmið þessa netviðburðar var að laða að þekkingu í upplýsinga- og fjarskiptatækni í Evrópu, með sérstaka áherslu á upplýsingatækni og viðskipti, til Cork í Írlandi á fund með fyrirtækjum sem eru í fremstu röð á þessu sviði, t.d. Apple, Dell, Google og Logitech, ásamt fleirum. (Ef þú vilt fá lista yfir öll fyrirtækin sem sóttu viðburðinn geturðu farið í fyrirtæki).

Ertu á leiðinni til Cork?

Skipuleggjendurnir hafa bent á að Cork hýsir nú þegar rúmlega 150 alþjóðleg fyrirtæki sem eru með um 28.500 manns í vinnu. „Öflugur grunnur alþjóðlegu vörumerkjanna og spennandi ný írsk fyrirtæki ásamt góðum innviðum og miklum lífsgæðum gera Cork að álitlegum stað fyrir fyrirtæki og atvinnuleitendur,“ útskýrir ráðgjafi á vegum Eures. Hvort sem þú ert að leita að vinnu hjá tæknirisa eða kraftmiklu frumkvöðlafyrirtæki í fremstu röð, þá gæti Cork verið staðurinn fyrir þig.

Allt á sama stað, á netinu

Viðburðurinn sem fór fram að öllu leyti á netinu frá 10 til 13:30 þann 4. maí var sendur út í beinni útsendingu og þú getur meira að segja nálgast útsendinguna núna á netinu hér. Atvinnuleitendur fengu tækifæri til að leita og sækja um vinnur í rauntíma, þeir gátu haft samband við vinnuveitendur, bókað starfsviðtöl og notað spjallrás til að spyrja spurninga. Eures á Írlandi sendi einnig út nokkra gagnlega fyrirlestra sem tengdust viðfangsefninu til atvinnuleitenda þennan dag. Einn þeirra var „Fyrsta Eures-starfið“ sem fjallaði um fjárhagslegan stuðning sem er í boði fyrir farstarfsfólk í Evrópu. Annar fjallaði um „Búsetu og atvinnu í Írlandi“.  Vinnuveitendur kynntu starfskröfur sínar með atvinnuauglýsingum milliliðalaust á sjálfum viðburðinum, með því að notast við sjálfvirka síun og ferilskráasamsvörun, og bókuðu og framkvæmdu viðtöl í gegnum netið samdægurs og svöruðu spurningum mögulegra starfsmanna í rauntíma í gegnum spjallrás.

Evrópski ICT atvinnudagurinn á netinu var skipulagður af írsku/evrópsku vinnumiðlun félagsverndunardeildar EURES, með beinum stuðningi framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins. Viðburðurinn var hluti af stærra verkefni, Evrópsku atvinnuvikunni, en henni er ætlað að beina athygli að þjónustu og stuðningi sem er í boði fyrir atvinnuleitendur og vinnuveitendur um allan evrópska vinnumarkaðinn. 

 

Tengdir hlekkir:

Cork where IT is @......check IT out - viðburðarsíða

Cork where IT is @......check IT out - Facebook-færsla

EURES á Írlandi

#ICTJobsCork

#EURESJobDays

 

Nánari upplýsingar:

Finna EURES-ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum

VinnugagnagrunnurEURES

Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal EURES

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

EURES á Google+

 

Viðfangsefni
  • Viðskipti /Frumkvöðlastarf
  • Atvinnudagar/viðburðir
  • Vinnumarkaðsfréttir/hreyfanleikafréttir
  • Nýliðunarstraumar
  • Samfélagsmiðlar
Tengdir hlutar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.