Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring22 Nóvember 2017European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion3 min read

Þetta snýst um hvert þú viljir fara, ekki hvar þú lærir

Hún þakkaði mér aftur og aftur fyrir að koma henni að í starfsnámi hjá fyrirtæki. Hvers vegna? Af því að einhver háskólastúdent hafði látið hana trúa að “fólk eins og hún” yrði alltaf aftast í röðinni þegar kæmi að því að vera ráðið af "fólk eins og mér".

It’s about where you want to go, not where you study

Svo, hver er ég? Nafn mitt er Mathieu Lozar og ég er markaðsstjóri fyrir Suð-vestur Evrópudeild CupoNation og Black-Friday.sale, sem er fyrirtæki með höfuðstöðvar í München, í Þýskalandi. Á hverjum mánuði fáum við umsóknir um starfsnám allsstaðar frá í Evrópu og margir af þeim námsmönnum sem sækja um koma til okkar til að öðlast starfsreynslu hjá alþjóðlegu fyrirtæki.

Og hver var hún? Hún var hæfileikarík kona sem starfaði á svið markaðsmála. Hún var með sterka vinnumöppu, trausta reynslu, góðar einkunnir og það sem mestu máli skipti: fullt af hugmyndum um hvernig hún ætliði að leggja eitthvað til "CupoNation teymisins". Hún var tilbúin að læra og að leggja sitt af mörkunum, sem hvort tveggja skiptir miklu máli að mínu mati.  Það sem hana hinsvegar skorti var háskólamenntun. Hún hafði stundað nám í einkaskóla þar sem hún fékk sambærilega menntun, en hún taldi sig samt sem áður standa höllum fæti.

Að mínu mati skiptir það ekki máli hvar þú hefur stundað nám heldur hvert þú stefnir. Innan ákveðinna marka, af sjálfsögðu - "hinn harði skóli lífsins" dugar yfirleitt ekki til! En ef þú hefur ákveðið að sækja þér æðri menntun, þá hefurðu sett þér ákveðin markmið. Þú hefur tekið það fyrsta af mörgum skrefum og sagt við sjálfa(n) þig: "Ég ætla að fjárfesta tíma og pening af því ég vil ná þangað."

Þangað getur haft margar merkingar. Kennari, blaðamaður, hönnuður eða sálfræðingur... það er alfarið þú sem ræður hvað þú starfar við. Það mikilvægasta er að hafa markmið, og að stefna þangað með ákveðni. Þú flytur ekki til München úr annari borg ef þú ert bara "svona rétt aðeins" að athuga hvað er í gangi.

Á meðan einhver er með viðeigandi og trausta menntun, þá hef ég áhuga á honum sem starfsmanni. Ég ég mynda bara skoða þá umsækjendur sem er með háskólamenntun, myndi ég missa af mörgu hæfileikaríku fólki. Ekki misskilja mig, ég ræð einnig háskólamenntaða einstaklinga (það er engin vöntun á hæfileikaríku fólki þar), en ekkert fleiri en úr öðrum menntastofnunum.

Þetta snýst um svo margt annað en einkunnir. Þetta snýst um hæfileika, vilja til að læra, vilja til að leggja sitt af mörkunum og ekki síst hungur. Þetta snýst um fólk sem vill ná árangri og gefa allt sem það hefur til að ná markmiðum sínum. Það er það sem skiptir mig mestu máli, ekki hvaða stöðu skólinn þinn hefur.

Ég get ekki svarað fyrir öll fyrirtæki, en ég hef á tilfinningunni að flestir séu sammála mér. Þannig að ef þú heldur að "háskólanám sé eini valkosturinn" og ef það hindrar þig í að sækja menntun annarsstaðar, skaltu varpa þessum áhyggjum frá þér og fara þangað sem þú vilt.

Þú gætir einmitt verið sá sem ég er að leita að.

Ef skólanám hentar þér ekki eru fullt af öðrum möguleikum til staðar fyrir þig. Af hverju ekki láta reyna á starfsnám og þjálfun? Skoðaðu greinarnar okkar varðandi starfsnám og þjálfun til að fá góð ráð, tækifæri og upplýsingar.

 

Tengdir hlekkir:

CupoNation

Black-Friday.sale

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna EURES-ráðgjafa

 Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum

VinnugagnagrunnurEures

Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Eures á Google+

Upplýsingar

Viðfangsefni
  • Nýliðunarstraumar
  • Árangurssögur
  • Ungmenni
Tengdir hlutar

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.