
Leggðu mat á þá færni sem fyrirtækið þitt þarfnast
Til að ráða fólk með skilvirkum hætti og laða að réttu umsækjendurna þarftu að geta lýst nákvæmlega því sem þú ert á höttunum eftir. COVID-19 tímar kunna að hafa áhrif á hefðbundin starfshlutverk og skapað ný tækifæri í rekstrinum svo það er þess virði að endurmeta hvaða færni þú sért á höttunum eftir. Þú þarft að greina hugsanleg ný starfshlutverk og velta fyrir þér hvaða færni og ábyrgð þau krefjast svo þú getir fundið rétta aðilann í starfið.
Nýttu þér hinn gríðarstóra gagnagrunn EURES
EURES gert fyrir hreyfanleika starfa og býr yfir reynslu við að para vinnuveitendur saman við starfsmenn. Með yfir 600.000 ferilskrár í boði og notendavæna leitarmöguleika finnum við auðveldlega næsta starfsmann fyrir þig með hraði. Leitaraðgerðin „finna umsækjendur“ býður þér upp á að leita að tilteknum umsækjendum út frá færni þeirra, tungumálakunnáttu, starfsreynslu og menntun svo eitthvað sé nefnt.
Útvíkkaðu leitina
COVID-19 tímar hafa leitt til sveigjanlegri vinnuhátta. Ef fyrirtækið þitt hefur lagað stefnu sína að sveigjanlegum vinnuháttum getur verið að þú getir leitað lengra en áður til að finna besta starfsmanninn. Í stað þess að takmarka leitina að svæðinu í kring um þig ættir þú að velta fyrir þér að nota EURES til að hjálpa þér við að sigrast á landfræðilegum hindrunum og forgangsraða færni fram yfir staðsetningu. EURES ráðgjafar geta veitt þér viðeigandi upplýsingar og ráðgjöf um hvernig eigi að ráða nýja starfsmenn og para laus störf við hentuga umsækjendur í Evrópu.
Búðu til netráðningarstefnu
Þar sem COVID-19 fylgir svo mikil óvissa er mikilvægt að fyrirtæki komi sér upp netferlum fyrir áframhaldandi ráðningar. Það getur verið að væntanlegir umsækjendur geti ekki ferðast til að mæta í starfsviðtöl og þurfi að ástunda félagsforðun vegna staðbundinna reglna. Ef þú færir ráðningarnar yfir á netið og tekur viðtöl við umsækjendur í gegnum verkvanga eins og Zoom, Skype og Microsoft Teams er það ekki aðeins lausn á sumum af þeim vandamálum sem hafa skapast af völdum COVID-19 heldur sparar slíkt einnig tíma og peninga fyrir alla hlutaðeigandi.
Taktu þátt í netviðburðum EURES
EURES stendur fyrir fjölbreyttum netviðburðum til að tengja saman vinnuveitendur og atvinnuleitendur um allan heim. Atvinnustefnur á netinu bjóða upp á fullkomið tækifæri til að auglýsa laus störf og tryggja að þau berist hentugum atvinnuleitendum til eyrna. Viðburðirnir eiga sér stað á fyrirfram ákveðnum tíma og gera þátttakendum kleift að ræða við vinnuveitendur í rauntíma og fá svör við spurningum þeirra. Sem vinnuveitandi getur þú frætt þátttakendur um fyrirtækið þitt og vinnuumhverfið ásamt lausum störfum í boði. Netviðburðir geta leitt til umsókna um leið því þátttakendum gefst kostur á að hlaða upp ferilskrám sínum og sækja um störf á viðburðinum.
Frekari upplýsingar um ráðningar með EURES má finna í Hvernig getur EURES hjálpað þér að ráða nýja starfsmenn í Evrópu.
Tengdir hlekkir:
Hvernig getur EURES hjálpað þér að ráða nýja starfsmenn í Evrópu
Nánari upplýsingar:
Finna EURES-ráðgjafa
Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum
Vinnugagnagrunnur EURES
Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur
Viðburðadagatal EURES
Næstu viðburðir á Netinu
EURES á Facebook
EURES á Twitter
EURES á LinkedIn
Upplýsingar
- Útgáfudagsetning
- 19 Nóvember 2020
- Höfundar
- European Labour Authority | Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
- Viðfangsefni
- Viðskipti /FrumkvöðlastarfÁbendingar og ráðNýliðunarstraumar
- Tengdir hlutar
- Hjálp og aðstoðBúseta & atvinna
- Geirinn
- Accomodation and food service activitiesActivities of extraterritorial organisations and bodiesActivities of households as employers, undifferentiated goods- and servicesAdministrative and support service activitiesAgriculture, forestry and fishingArts, entertainment and recreationConstructionEducationElectricity, gas, steam and air conditioning supplyFinancial and insurance activitiesHuman health and social work activitiesInformation and communicationManufacturingMining and quarryingOther service activitiesProfessional, scientific and technical activitiesPublic administration and defence; compulsory social securityReal estate activitiesTransportation and storageWater supply, sewerage, waste management and remediation activitiesWholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles