Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring3 Ágúst 2021European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion3 min read

Svona geta vinnuveitendur búið sig undir nýja blandaða vinnuhætti

Samkvæmt nýrri könnun kjósa flestir launþegar í ESB eftir heimsfaraldurinn að vinna heiman frá sér að minnsta kosti nokkra daga á viku. Þetta blendingsmódel skapar nýstárleg tækifæri til að koma á nýjum vinnuháttum. Hvað ættu fyrirtæki að hafa í huga þegar þau innleiða þetta nýja módel?

How employers can prepare for the new hybrid way of working
Unsplash

könnun Eurofound hefur leitt í ljós að meirihluti launþega í ESB kjósa að vinna heiman frá sér að minnsta kosti af og til (ef engar takmarkanir væru í gildi vegna COVID-19) og kjósa flestir blandaða vinnuhætti (32%). Mörg fyrirtæki eru enn að velta fyrir sér hvað „blandað“ þýðir fyrir þau og hvernig þau geti lagað sig að þessari nýju þróun til að halda stöðu sinni.

Fyrir flest fyrirtæki þýðir innleiðing á blönduðum vinnuháttum verulega breytingu á vinnumenningu og þróun á nýjum stefnum og verklagi. Fyrirtæki sem bjóða ekki upp á sveigjanlega vinnuhætti eiga í hættu á aukinni starfsmannaveltu og minni áhuga starfsmanna. Það getur líka verið að þau verði ekki eins álitleg fyrir umsækjendur og nýja starfsmenn. Svo hvað ættu fyrirtæki að hugsa um þegar þau innleiða þessa blönduðu nálgun?

Framkvæmið áhættumat

Frá upphafi heimsfaraldursins hefur margt verið sagt um að vinnuveitendur þurfi að hlusta á þarfir starfsmanna sinna. En það er jafnmikilvægt fyrir eigendur fyrritækja að hlusta á þarfir fyrirtækisins. Áður en viðeigandi stefnur eru þróaðar ættu vinnuveitendur að velta fyrir sér að framkvæma áhættumat til að skoða hugsanleg áhrif blandaðra vinnuhátta á ekki bara starfsfólk heldur einnig á fyrirtækið. Slíkt mat mun hjálpa eigendum fyrirtækja við að taka upplýstari ákvarðanir um hvaða störf má vinna í fjarvinnu, fjölda fjarvinnudaga á viku/mánuði og frá hvaða stöðum starfsmenn mega sinna vinnu sinni (t.d. ef starfsmaðurinn er í öðru tímabelti getur verið að það þurfi að breyta vinnutíma þeirra til að hann henti kjarnavinnutíma fyrirtækisins).

Tryggið jafna meðferð

Við gerð fyrirtækisstefnunnar um blandaða vinnuhætti skal tryggja að viðmiðunarreglurnar séu sanngjarnar fyrir alla starfsmenn og mismuni ekki vegna aldurs, örorku, kyns, hjúskaparstöðu, þungunar og móðurhlutverks, kynþáttar, trúar og kynhneigðar. Það er mikilvægt að hafa mannauðsdeildina með í ráðum eða utanaðkomandi sérfræðinga til að koma í veg fyrir að nýja stefnan valdi spennu á milli starfsmanna eða auki líkur á að málssókn verðið höfðuð gegn þér. Annað til að hafa í huga er að tryggja að eins sé komið fram við starfsmenn í fjarvinnu og þá sem vinna fulla vinnu frá skrifstofunni.

Skapið traust á milli vinnuveitanda og starfsmanna

Þegar COVID-19 þvingaði fyrirtæki til að loka skrifstofum sínum og fjarvinna varð ráðandi vöktu margir vinnuveitendur máls á vöktun og að tryggja að starfsmenn misnotuðu ekki nýja „frelsi“ sitt. Í viðleitni sinni til að finnast þeir fara með stjórnina komu sumir fyrirtækiseigendur upp vöktunarkerfum sem brutu gegn friðhelgi starfsmanna. Slík tilfinning um að vera sífellt undir eftirliti getur skaðað móral starfsmann og látið þá líða eins og þeir séu ekki traustsins verðir. Vöktun ætti að vera gagnsæ og ná aðeins yfir það sem er nauðsynlegt fyrir fyrirtækið. Það þýðir að öryggi starfsmanna og ljúki vinnu sinni sé mikilvægara en að fylgjast með því hversu mörgum klukkustundum þeir vinni fyrir framan tölvuskjáinn.

Nú þegar takmörkunum fara að létta, fara starfsmenn að búa sig undir að snúa aftur á vinnustaðinn og velta þá líklega fyrir sér hvernig það eigi eftir að líta út. Hér eru fjórar helstu ráðleggingar okkar um hvernig er hægt að bjóða starfsfólk velkomið aftur á vinnustaðinn sinn.

 

Tengdir hlekkir:

Fjögur ráð til að bjóða starfsfólk velkomið aftur til vinnu eftir COVID-19

Vinna í COVID-19

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Finna EURES ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum

Vinnugagnagrunnur EURES

Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal EURES

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

Viðfangsefni
  • Viðskipti /Frumkvöðlastarf
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.