Skip to main content
European Commission logo
EURES
fréttaskýring16 Nóvember 2018European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion

Hvernig hefur svört atvinnustarfsemi í ESB áhrif á þig?

Svört atvinnustarfssemi í hinu svo kallaða „skuggahagkerfi“ er um 15% af heildar hagkerfi Evrópu. ESB grípur til aðgerða gegn því með „Evrópuvettvangur gegn svartri atvinnustarfsemi“. En hvað er átt við með svartri atvinnustarfsemi, af hverju er þessi vettvangur mikilvægur og hvernig getur hann hjálpað þér sem starfsmanni í ESB?

How does undeclared work in the EU affect you?
European Union

Hvað er átt við með svartri atvinnustarfsemi?

Svört atvinnustarfsemi er hverskonar vinna sem er lögleg í eðli sínu en er ekki talin fram til viðeigandi yfirvalda. Óformlega er hún oft kölluð „vinna fyrir reiðufé“ og er algeng í geirum eins og byggingavinnu, ræstivinnu, barnaumönnun, og veitinga- og gistiiðnaðinum.

Hvað gerir „Evrópuvettvangur gegn svartri atvinnustarfsemi“?

Barátta gegn svartri atvinnustarfsemi er í forgangi í ESB, sem er ástæðan fyrir því að sambandið setti á fót „Evrópuvettvang gegn svartri atvinnustarfsemi“ árið 2016.

Vettvangurinn færir saman samtök frá öllu ESB, þ.m.t. launþega-, skatta- og almannatryggingaryfirvöld, til að vinna saman þvert á landamæri og skiptast á upplýsingum, þekkingu og góðum starfsvenjum.

Helstu markmið þess eru að breyta vinnu sem ekki er talin fram í vinnu sem talin er fram og gera vinnumarkaði og velferðarkerfi sanngjörn og skilvirk. Það ýtir undir betri búsetu- og atvinnuskilyrði fyrir alla íbúa ESB.

Af hverju þurfum við að taka á svartri atvinnustarfsemi?

Það að fá reiðufé fyrir vinnu, eða vinna „undir borðið“ gæti virst saklaust eða eini valmöguleikinn á erfiðum vinnumarkaði. Engu að síður, getur það haft mikil áhrif og mikla ókosti fyrir starfsfólk.

Ef þú tekur þátt í svartri atvinnustarfsemi getur þú upplifað:

  • Lágt kaup (oft fyrir neðan lögbundin lágmarkslaun)
  • Gengdarlausan eða óreglulegan vinnutíma;
  • Slæmar eða ótryggar vinnuaðstæður og slæm vinnugæði:
  • Skort á launþegaréttindum, svo sem launaða frí- og veikindadaga;
  • Skort á aðgengi að lífeyris- og atvinnuleysisbótum;
  • Minna atvinnuöryggi og færri tækifæri til að auka kunnáttu sína eða finna formlegt starf.

Ég gæti tekið þátt í svartri atvinnustarfsemi. Hvað ætti ég að gera?

Ef þú hefur áhyggjur af að þú takir þátt í svartri atvinnustarfsemi, getur þú fundið gildandi lög í þínu landi og athugað hvort að þú og atvinnuveitandi þinn hlítið lögunum á vefsíðu vettvangsins.

Ef þú telur að vinnuveitandi þinn eða annað fyrirtæki taki þátt í svartri atvinnustarfsemi, getur þú einnig séð hvernig þú getur tilkynnt þetta til viðkomandi yfirvalda.

Þú þarft bara að velja land þitt úr fellilistanum, þar finnur þú vefsíður og símanúmer tengiliða lands þíns.

Er það á mína ábyrgð að grípa til aðgerða?

Kjörorð ESB eru: „svört atvinnustarfsemi kemur öllum við“. Það er vegna þess að svört atvinnustarfsemi þýðir ógreiddan skatt, sem þýðir skort á fjármagni fyrir nauðsynlega opinbera þjónustu eins og atvinnuleysis-, heilbrigðis- og lífeyriskerfið. Það hefur hliðarverkanir á alla meðlimi samfélagsins, sérstaklega þá sem eru berskjaldaðastir.

Sem borgari, getur þú hjálpað til við að binda enda á svarta atvinnustarfsemi með því að tilkynna hana. Þú getur einnig leitað ráðlegginga um hvernig þú getur farið úr svartri atvinnustarfsemi í formlega vinnu.

Auðvitað er það ekki bara á ábyrgð launþega að koma í veg fyrir svarta atvinnustarfsemi – allir þurfa að hjálpast að. Það er nauðsynlegt að vinnuveitendur hlíti gildandi lögum. Á sama tíma styður ESB aðildarríkin hvert fyrir sig við að grípa til aðgerða á landsvísu.

Hvar get ég fundið frekari upplýsingar?

Til að komast að meiru um vettvanginn skaltu horfa á þetta myndband eða farðu á vefsíðu vettvangsins. Til að fá fleiri upplýsingar, skaltu skrá þig fyrir reglubundnu fréttabréfi um svarta atvinnustarfsemi, eða nota þér bókasafn síðunnar með hjálparefni.
 

Tengdir hlekkir:

Verkfæri í hverju landi til að tilkynna um svarta atvinnustarfsemi

Evrópuvettvangur gegn svartri atvinnustarfsemi - Myndband (YoutTube)

Svört atvinnustarfsemi

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna EURESráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum

Vinnugagnagrunnur Eures

Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Upplýsingar

Viðfangsefni
Ytri EURES fréttirUngmenni
Tengdir hlutar
Hjálp og aðstoðBúseta & atvinna
Geirinn
Accomodation and food service activitiesActivities of extraterritorial organisations and bodiesActivities of households as employers, undifferentiated goods- and servicesAdministrative and support service activitiesAgriculture, forestry and fishingArts, entertainment and recreationConstructionEducationElectricity, gas, steam and air conditioning supplyFinancial and insurance activitiesHuman health and social work activitiesInformation and communicationManufacturingMining and quarryingOther service activitiesProfessional, scientific and technical activitiesPublic administration and defence; compulsory social securityReal estate activitiesTransportation and storageWater supply, sewerage, waste management and remediation activitiesWholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.