Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring28 Janúar 2017European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion2 min read

Að aðstoða unga Svía við að byggja upp starfsferil í danska veitingageiranum

Starfsnemar frá Svíþjóð sem hafa áhuga að komast inn í veitingageirann í Danmörku fá nú aukið tækifæri með tveggja vikna námskeiði, sem EURES stendur fyrir á Øresund svæðinu. Verkefnið var tilraunarannsókn til tryggja náið samband milli þess sem var kennt í námskeiðinu og þörfum atvinnurekandans.

Helping young Swedes build a career in Danish hospitality
ThinkStock

Á fyrsta tveggja-vikna námskeiðinu, sem var þjónustukennsla fyrir ungt fólk, fengu 25 nemar að kynnast fögum eins og gestasálfræði og þjónustu, dönsku tungumáli sem og lifnaðar- og starfsháttu á svæðinu ásamt danskri vinnulöggjöf. Á námskeiðinu var einnig kynning tilvonandi atvinnurekanda, Scandic.

"Við lögðum upp með það að undirbúa þátttakendur fyrir atvinnumarkaðinn, ekki aðeins með því að veita þeim menntunina sem þeir þarfnast, heldur einnig með því að byggja upp sjálfstraust hjá þeim og veita þeim hagnýt ráð. Að okkar mati var þessi tilraun afar árangursrík," segir Morten Hjorth Jahnsen, sem stýrir verkefninu yfir landamærin á Øresund svæðinu.

25 ungmenni voru valin úr 50 manna umsækjendahópi. Úr þessum hópi fengu 2 starfstilboð frá Scandic í Kaupmannahöfn, 14 fóru að starfa í Svíþjóð í fullu starfi eða hlutastarfi og 3 ákváðu að sækja sér frekari menntun.

Hvernig gekk samstarfið?

"Atvinnurekandinn hafði tækifæri til að geta athugasemdir við námskeiðið áður en það hófst, þannig að þeir vissu hvað þátttakendurnir höfðu lært. Þetta flýtti fyrir ráðningarferlinu, og sparaði atvinnuleitendum og ráðningarstjórum ómældan tíma. Námskeiðið  sjálft var greitt af vinnumálayfirvöldum í Svíþjóð og stýrt af sænskum EURES ráðgjöfum," útskýrir Morten.

EURES ráðgjafi hjá upplýsingamiðstöðinni, Øresunddirekt, hjálpaði einnig að gera starfsnemana tilbúna fyrir starfið. Upplýsingamiðstöðin býður upp á námskeið, persónuleg viðtöl og upplýsingar í gegnum tölvupóst og símleiðis. Landamærasamstarfið greiðir atvinnuleitendum ferðakostnaðinn til að fara í starfsviðtöl.

Hugmynd sem er allra hagur

"Einn helsti kostur verkefnisins er að það leggur áherslu á svið sem gerir ungum umsækjendum auðvelt að komast inn á vinnumarkaðinn án þess að hafa mikla starfsreynslu," segir Morten.

Hann útskýrir að Svíar eru almennt mjög vel liðnir af atvinnurekendum í veitingageiranum í Kaupmannahöfn. "Þannig að verkefnið uppfyllir allar kröfur sem til þess voru gerðar og hefur auk þess gefið okkur tækifæri að læra mikilvæga hluti. Við munum fínstilla nálgun okkar í framtíðinni þegar kemur að því að ráða í störf í hotel- og veitingageiranum."

 

Tengdir hlekkir

Búseta og störf í Danmörku

 

Nánari upplýsingar:

Finna EURES-ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES löndum

Vinnugagnagrunnur EURES

Þjónusta EURES fyrir atvinnurekendur

Viðburðadagatal EURES

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

EURES á Google+

Upplýsingar

Viðfangsefni
  • EURES bestu starfsvenjur
  • EURES þjálfun
  • Ungmenni
Tengdir hlutar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.