Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring12 Maí 2021European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion4 min read

Framtíð vinnumarkaðarins: Rannsóknarfólk og verkfræðingar

Færnispá Cedefop gerir okkur kleift að ímynda okkur hvernig vinnumarkaðurinn gæti litið út eftir 10 ár með því að spá fyrir um framtíðarþróun í atvinnumálum. Í nýrri greinaröð munum við skoða hugsanlegar áskoranir og breytingar sem vissar starfsstéttir munu standa frammi fyrir fram til 2030.

The future of work: Researchers and engineers
Shutterstock

Í þessari grein munum við skoða rannsóknarfólk og verkfræðinga. Þetta viðfangsefni nær yfir sérfræðinga í fagvinnu sem krefst mikillar hæfni á víðu sviði innan mismunandi geira. Það nær til fólks sem vinnur við lífvísindi, verkfræði og raftækni eða sem arkitektar, hönnuðir eða tölfræðingar.

Helstu staðreyndir

  • Um það bil 6,5 milljónir manna innan ESB störfuðu sem rannsóknarfólk og verkfræðingar árið 2018.
  • Ráðningar í slík störf jukust um 17% milli áranna 2006 og 2018.
  • Fagleg þjónusta og framleiðsla eru stærstu atvinnugeirarnir fyrir þessa vinnu, og fela í sér 60% af störfum rannsóknarfólks og verkfræðinga.
  • Að finna og leggja mat á upplýsingar, sköpun, úrlausn og sjálfstæði eru mikilvægustu verkefnin og færnin fyrir þessa atvinnu.
  • Um 80% rannsóknarfólks og verkfræðinga var með háskólamenntun árið 2018.

Verkefni og færni

Helstu verkefni og færni er talin upp að neðan út frá mikilvægi í heild:

  • Finna og leggja mat á upplýsingar
  • Sköpunargáfa og viljastyrkur
  • Sjálfræði
  • Notkun upplýsinga- og samskiptatækni
  • Læsi
  • Tölulæsi
  • Hópavinna
  • Reglusemi
  • Sala og áhrifamáttur

Hver verður framtíðarþróunin?

  • Atvinnustig rannsóknarfólks og verkfræðinga er talið aukast enn frekar um 15% á milli 2018 og 2030.
  • Á meðan á þessum tíma stendur, munu skapast yfir 1 milljón ný störf fyrir rannsóknarfólk og verkfræðinga.
  • Búist er við að 23 af aðildarríkjum ESB muni skapa ný störf fyrir rannsóknarfólk og verkfræðinga.
  • Þegar tekið er tillit til þessa áætlaða vaxtar og þeirra 3,3 milljón starfsmanna sem búist er við að hætti í vinnu sinni af einhverri ástæðu, þá eru um 4,3 milljón lausar stöður sem þarf að fylla.
  • Ef gengið er út frá því að störf rannsóknarfólks og verkfræðinga felur í sér nýja tækni, þá er talið að þessir starfsmenn verði mjög eftirsóttir innan flestra geira.
  • Megingeirar þar sem búist er við að eftirspurn muni aukast eru viðskiptaþjónustur, framleiðsla, menntun og heilsuþjónusta.

Hvaða breytingarhvatar munu hafa áhrif á færni þeirra?

Eftirfarandi breytingarhvatar, að meðtöldum mismunandi stefnum sem liggja þvert á atvinnugreinar, eru líklegir til þess að breyta hæfnilýsingu rannsóknarfólks og verkfræðinga á komandi árum.

  • Ný tækni s.s. sú sem tengist endurnýtanlegri orku er að búa til einstakar hæfnisamstæður.
  • Líftækni er einnig drífandi nýsköpun fyrir rannsóknarfólk og verkfræðinga innan mismunandi geira, þar með töldum heilbrigðisgeiranum.
  • Rafrænir eiginleikar s.s. að byggja upp sjálfvirkni og snjallheimili spila stærra hlutverk, sérstaklega í byggingargeiranum.
  • Kröfur neytenda um meiri sérhæfðar vörur hallast meira að framleiðsluferli með áherslu á tækni, og gera færnikröfur til verkfræðinga.
  • Veðurfarsbreytingar er vaxandi krafa fyrir verkfræðinga og lífvísindamenn til þess að styðja við tengdar rannsóknir og þróun.
  • Alþjóðavæðing er sífellt að auka mikilvægi þess að rannsóknarfólk og verkfræðingar hafi öfluga samskipta- og þverfræðilega hæfni.
  • Stefnur sem eru fyrir tilgreindan geira munu einnig skipa mikilvægt hlutverk - t.d., samþætting upplýsinga- og fjarskiptatækni innan lyfjafræðigeirans sem hefur áhrif á færniþarfir innan geirans.

Hvernig er hægt að uppfylla þessar færniþarfir?

Á meðan færnikröfur þróa geirann, þá spilar þjálfun mikilvægt hlutverk í gegnum allt ferlið. Þetta er mikilvægt til þess að þróa færni innan tilgreinds geira en einnig fyrir færanlega færni, s.s. viðskipta- leiðtoga- og stjórnunarkunnátta.

Samstarf og sameiginlegar aðgerðir á milli opinberra yfirvalda, aðila vinnumarkaðarins og annara getur boðið upp á lausnir til þess að takast á við skort á færni og við að hraða aðlögunarferli viðeigandi þjálfunarnálgunar í nýjum iðnaði sem krefst sértækra hæfnisamstæðna.

Kennsluþjálfun og skilvirk leiðsögn starfsferils getur einnig aðstoðað við að gera hin svokölluðu vísinda, tækni, verkfræði og stærðfræði (e. Science, Technology, Engineering, Mathematics - STEM) viðfangsefni meira aðlaðandi fyrir grunnskólanemendur, framhaldsskólanemendur og nemendur hærri menntunar. Framkvæmdastjórn ESB og aðildarríki eru einnig að vinna að því að gera þessa starfsgrein meira aðlaðandi fyrir konur.

 

Tengdir hlekkir:

Færnispá

Vísindamenn og verkfræðingar: færnitækifæri og -áskoranir (uppfært 2019)

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Finna Eures ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum

Vinnugagnagrunnur Eures

Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Viðfangsefni
  • Vinnumarkaðsfréttir/hreyfanleikafréttir
  • Nýliðunarstraumar
  • Ungmenni
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.