Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring24 Ágúst 2021European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion3 min read

Fimm lykilspurningar fyrir könnunina þína um endurkomu til starfa eftir COVID-19

Nú þegar vinnustaðir eru byrjaðir að opnast eftir COVID-19 heimsfaraldurinn er góður tími til að komast að því hvað ungum starfsmönnum finnst um að snúa aftur til vinnu. Til að fá sýn á skoðanir þeirra og undirbúa endurkomuna ættir þú að velta fyrir þér að nota fimm bestu spurningarnar okkar í könnuninni þinni um endurkomu til starfa.

Five key questions for your COVID-19 returning to work survey
EURES

1. Hlakkar þú til að mæta aftur í vinnuna?

Þessi spurning hjálpar þér að skilja viðhorf starfsmanna þinna þegar kemur að því að snúa aftur á vinnustaði. Hún hjálpar þér líka að vita hverju þú megir búast við þegar þú biður starfsmenn um að endurnýja áskrift sína að almenningssamgöngum, búa sér til nesti og klæða sig fyrir annað umhverfi. Þó að sumir séu áfjáðir í því að hitta samstarfsmenn sína aftur og fara að heiman á hverjum degi eru aðrir kannski stressaðir yfir því að hitta fólk á ný og þurfa klapp á bakið.

2. Hvaða einkunn gefur þú samskiptum þínum við samstarfsmenn þína í fjarvinnunni á skalanum 1–10?

Ef í ljós kemur að samskiptin voru góð á milli samstarfsmanna á fjarvinnutímanum gerir það fyrirtækinu kleift að taka ákvarðanir um hvort bjóða eigi upp á fjarvinnukosti til langs tíma. En ef starfsmenn segja að samskiptin hafi verið mun verri á fjarvinnutímanum getur verið að endurkoman á vinnustaðinn hafi enn meiri ávinning í för með sér fyrir þá.

3. Hvaða áhrif hafði fjarvinnan á afköstin?

Þó að sumir segist hafa verið afkastameiri í fjarvinnunni getur verið að aðrir hafi átt erfitt með að einbeita sér, það fer allt eftir aðstæðum hvers og eins. Ólíkt því sem var á skrifstofunni þurfti hver og einn starfsmaður nú að takast á við mismunandi hávaða í kring um sig, mismunandi aðstöðu og í sumum tilvikum fjölskyldumeðlimi eða sambýlinga. Það gerir upplifun hvers og eins af fjarvinnunni mismunandi og getur haft jákvæð eða neikvæð áhrif á afköstin. Ef þú færð skilning á afköstum starfsmanna þinna getur það hjálpað þér við ákvarðanir um endurkomu þeirra á vinnustaðinn.

4. Að hvaða marki breyttist jafnvægið á milli vinnu og einkalífs hjá þér í fjarvinnunni, ef það breyttist þá eitthvað?

Upplýsingar um það hvort jafnvægið á milli vinnu og einkalífs hjá teyminu þínu hafi aukist eða minnkað hjálpar þér að skilja hvað meðlimum teymisins finnst um að snúa aftur á vinnustaðinn. Ef þeim fannst þeir hafa meiri tíma fyrir áhugamálin eða fjölskylduna í fjarvinnunni getur verið að áhugi þeirra á að mæta aftur á vinnustaðinn sé ekki jafnmikill því slíkt mun líklega hafa í för með sér aukin ferðalög. Ef svarendur sáu ekki mikinn mun á jafnvæginu á milli vinnu og einkalífs er mun líklegra að þeir hlakki til að snúa aftur .

5. Hefur þú einhverjar áhyggjur af því að ferðast til og frá vinnu?

Ef þú spyrð starfsmenn um ferðalög þeirra til og frá vinnu sýnir þú ekki einungis fram á að þú áttir þig á einum helsta muninum á milli skrifstofuvinnu og heimavinnu heldur hjálpar það þér líka að skilja viðhorf starfsmanna þinna gagnvart endurkomu þeirra á vinnustaðinn. Ef til dæmis samstarfsmenn þínir segja ferðalögin tímafrek og dýr eru þeir síður spenntir fyrir því að mæta aftur á vinnustaðinn. Það gæti verið tækifæri til að bjóða upp á blandaða vinnuhætti, breytilegan vinnutíma til að sneiða hjá háannatímum eða aðra hvata eins og niðurgreidd bílastæði eða verkefni eins og hjólað í vinnuna.

Margir einstaklingar og fyrirtæki hafa upplifað heimsfaraldurinn með mismunandi hætti og kunna að hafa mismunandi skoðanir á því að snúa aftur til daglegra starfa. Fleiri ráð um endurkomu til vinnu eftir COVID-19 heimsfaraldurinn má finna í 7 góð ráð til að draga úr kvíða fyrir því að snúa aftur á skrifstofuna.

 

Tengdir hlekkir:

7 góð ráð til að draga úr kvíða fyrir því að snúa aftur á skrifstofuna

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Finna EURES ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum

Vinnugagnagrunnur EURES

Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal EURES

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

Upplýsingar

Viðfangsefni
  • Viðskipti /Frumkvöðlastarf
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.