Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring1 Mars 2017European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion3 min read

Finnskt bílferðalag dreifir boðskapnum um hreyfanleika vinnuafls í Evrópusambandinu til atvinnurekenda

EURES ráðgjafinn, Taina Tuovinen, vopnuð smárútu og léttum veitingum, varði nýlega nokkrum dögum í að þræða staði í Satakunta í Suðvestur-Finnlandi. Markmiðið var að útskýra fyrir fyrirtækjum á staðnum með erlent starfsfólk hvernig EURES í Finnlandi geti aðstoðuð þau, einkum með tungumálanámskeiðum í finnsku/sænsku.

Finnish road trip spreads the EU labour mobility message to employers
Taina Tuovinen

„Samstarfsmaður minn og ég ókum 750 km á fjórum dögum, frá Rauma í suðri til Honkajoki í norðri,“ segir Taina. „Við lögðum áherslu á í ferðalaginu að hitta fyrirtæki, sem við vissum að voru með erlent starfsfólk í vinnu, en slíkt er tiltölulega ný til komið á stórum svæðum í Finnlandi,“ bætti hún við.

Það er mikill uppgangur í Satakunta, svæðinu hennar, og þörf á margvíslegu starfsfólki, allt frá hafnarstarfsmönnum til lækna og hjúkrunarfræðinga. Í öðru nálægu héraði er Valmet Automotive að leita að 1 000 nýjum starfsmönnum fyrir 2017, aðallega bifreiðasmiðum, svo að fyrirtækið þarf líklega einnig að leita út fyrir landsteinana að starfsmönnum.

„Í þægilegu rútunni okkar tókum við á móti fulltrúum 22 fyrirtækja, allt frá málmvinnsluverksmiðju til grænmetisræktanda með allt að 90 árstíðabundna starfsmenn á hverju ári,“ sagði Taina.

Hver fundur varði í allt að klukkustund, venjulega með mannauðsstjóranum. Með hjálp bæklinga og vingjarnlegs spjalls auk nýlagaðs kaffis og sætabrauðs fræddust þátttakendurnir meira um EURES og hvernig samtökin geta hjálpað fyrirtækjunum þeirra við að ráða eða halda í erlent starfsfólk.

Tungumálanámskeið

Samstarfskona Tainu, Anne Helin, sem ók rútunni, vinnur hjá ELY miðstöð Norður-Karelíu fyrir Suðvestur-Finnland við að aðstoða fyrirtæki á staðnum. Hlutverk Anne í ferðinni var að útskýra fyrir fyrirtækjunum hvernig þau geta hagnýtt sér tungumálanámskeið í finnsku, í boði í Finnlandi fram til ársins 2020 í gegnum Evrópuverkefnið hreyfanleiki vinnuafls í Evrópu.

Mikilvægur samstarfsaðili EURES, Félagsmálasjóður Evrópu, býður erlendum starfsmönnum frá öðrum löndum ESB/EES upp á tungumálanámskeiðin áður en þeir koma til Finnlands eða þá hjá fyrirtækinu. Hvert námskeið (allt að 380 stundir) er sniðið að ákveðnu starfi eða iðnaði, eins og heilsugæslu, og kennir þátttakendum grunnatriðin í finnsku og um störf og menningu í landinu.

Tungumálanámskeið í fyrirtækinu (allt að 120 klukkustundir) eru haldin í Finnlandi fyrir erlenda starfsmenn í margvíslegum iðngreinum. Námskeiðin eru í boði í finnsku eða sænsku og snúast um fagorðaforða en einnig geta þau innihaldið fagleg færnipróf.

Tvíhliða samskipti

„Allir voru ánægðir að sjá okkur og sögðu að smárútan væri nýstárleg leið til þess að eiga í samskiptum um EURES. Þeir gátu einnig sagt okkur beint um ráðningarþarfir sínar,“ sagði Taina.

Taina var ánægð að sjá að ferðin hvatti fjölmörg fyrirtæki til þess að óska eftir því að EURES í Finnlandi og Félagsmálasjóður Evrópu héldu námskeið fyrir starfsmenn sína. Annar vinnuveitandi hefur áhuga á því að EURES haldi atvinnudag á starfsstöð sinni. Svo Taina vonast til þess að endurtaka verkefnið vorið 2017 og breiða góðu fréttirnar um þjónustu EURES til fleiri fyrirtækja.

 

Tengdir hlekkir:

Finnska vinnumálastofnunin

Búseta og störf í Finnlandi

Félagsmálasjóður Evrópu

Satakunta héraðið, Finnlandi

Facebook EURES Finnlandi

 

Nánari upplýsingar:

Finna EURES-ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES löndum

Vinnugagnagrunnur EURES

Þjónusta EURES fyrir atvinnurekendur

Viðburðadagatal EURES

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

EURES á Google+

Viðfangsefni
  • EURES bestu starfsvenjur
  • Fréttir/skýrslur/tölfræði
Tengdir hlutar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.