Þessi friðhelgisyfirlýsing veitir upplýsingar um vinnslu og vernd persónuupplýsinganna þinna.
Úrvinnsla: EURES
Ábyrgðaraðili gagna: Vinnumálastofnun Evrópu - upplýsinga- og EURES-deild
Hlekkur á skrá : https://www.ela.europa.eu/en/eures-data-protection-register
1. Inngangur
Þessi vinnsla vinnur úr persónuupplýsingum. Vinnumálastofnun Evrópu (hér á eftir „yfirvaldið“) hefur skuldbundið sig til að standa vörð um persónuupplýsingar þínar og virða einkalíf þitt. Yfirvaldið safnar og vinnur frekar úr persónuupplýsingum í samræmi við reglugerð (ESB) 2018/17251 sem gildir um úrvinnslu stofnana og aðila Evrópusambandsins á persónuupplýsingum. Upplýsingar í þessari yfirlýsingu um gagnavernd eru veittar í samræmi við greinar 15-16 í þeirri reglugerð. Reglugerð (ESB) 2016/679, almenna persónuverndarreglugerðin gildir fyrir alla gagnavinnslu af hálfu stofnana utan stofnana og aðila ESB.
Þessi friðhelgisyfirlýsing útskýrir ástæðurnar fyrir úrvinnslu á persónuupplýsingum þínu, hvernig við söfnum, meðhöndlum og tryggjum vernd á öllum veittum persónuupplýsingum, hvernig upplýsingarnar eru notaðar og hvaða réttindi þú átt í tengslum við persónuupplýsingarnar þínar. Hún inniheldur einnig samskiptaupplýsingar fyrir ábyrgðaraðila viðkomandi gagna þar sem þú getur nýtt réttindi þín, gagnaverndarfulltrúa og Evrópsku persónuverndarstofnunarinnar.
2. Af hverju og hvernig vinnum við úr persónuupplýsingunum þínum?
Þjónustuborð EURES veitir notendum EURES gáttarinnar hjálp og aðstoð. Fyrirspurnir er hægt að senda inn í gegnum síma, netspjall eða tölvupóst.
Persónuupplýsingarnar þínar verða ekki notaðar við sjálfvirka ákvarðanatöku, þar á meðal persónugreiningar.
3. Á hvaða lagastoð byggir vinnsla okkar á persónuupplýsingum þínum?
Við vinnum úr persónuupplýsingum þínum því:
- úrvinnslan er nauðsynleg við framkvæmd verkefna í þágu almennings eða opinberra skyldna á vegum stofnana eða aðila Evrópusambandsins, og
- þú sem skráður aðili hefur veitt samþykki þitt fyrir úrvinnslu á persónuupplýsingum þínum einum eða frekari tilgangi.
Þetta er í samræmi við reglugerð (ESB) 2018/1725 frá 23. október 2018, einkum 1. mgr. 5. gr. hennar.
4. Hvaða persónuupplýsingum söfnum við og vinnum frekar
Til að veita þér hjálp og aðstoð er nauðsynlegt að veita tilteknar persónuupplýsingar. Þú þarft að veita nafn og eftirnafn, netfang, dvalarland og tungumál sem þú vilt nota við samskipti.
5. Hversu lengi eru persónuupplýsingar geymdar?
Gögnin sem safnað er gætu verið geymd í tilgangi gæðatryggingar í allt að tvö ár. Þú hefur ekki beinan aðgang að gögnunum sem geymd eru. Ef þú vilt vita hvaða persónuupplýsingar eru geymdar fyrir þína hönd eða ef þú vilt breyta eða eyða þeim skaltu hafa samband við ábyrgðaraðila í eftirfarandi netfang: empl-eures@ec.europa.eu
6. Hvernig verndum við og tryggjum persónuupplýsingar?
Í samræmi við ákvæði greinar 6, 44(1) og forsendu 45 í reglugerð (ESB) 2019/1142, sem kveður á um að yfirvaldið skuli halda úti evrópskri samræmingarskrifstofu EURES hefur evrópska samræmingarskrifstofa EURES (ECO) fyrir Vinnumiðlunarnet Evrópu (EURES) verið flutt til Vinnumálastofnunar Evrópu.
En samkvæmt 6. grein reglugerðar 2019/119 skal framkvæmdastjórnin halda áfram að tryggja starfrækslu og þróun upplýsingatækniinnviða EURES vefgáttarinnar og tengdrar UT-þjónustu.
Allar persónuupplýsingar á rafrænu sniði (netföng, skjöl, gagnagrunnar, upphlaðin gögn o.s.frv.) eru annaðhvort geymdar á miðlurum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins eða verktaka hennar sem starfrækir þetta þjónustuborð. Öll úrvinnsla er framkvæmd í samræmi við ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB, Euratom) 2017/46 frá 10. janúar 2017 um samskiptaöryggi og upplýsingakerfi framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Verktakar framkvæmdastjórnarinnar eru bundnir af tilteknum samningsskilmálum við úrvinnslu á persónuupplýsingum þínum fyrir hönd framkvæmdastjórnarinnar; og af trúnaðarskyldum samkvæmt innleiðingu á almennu gagnaverndarreglugerðinni í aðildarríkjum ESB („GDPR“ reglugerð (ESB) 2016/679).
Til að standa vörð um persónuupplýsingarnar þínar hefur framkvæmdastjórnin gripið til ýmiss konar tæknilegra og skipulagsráðstafana. Tæknilegar ráðstafanir fela meðal annars í sér viðeigandi aðgerðir til að taka á netöryggi, áhættu á gagnatapi, breytingum á gögnum eða óheimiluðum aðgangi þar sem hliðsjón er höfð af áhættunni við úrvinnsluna og eðli persónuupplýsinganna sem unnið er úr. Skipulagsráðstafanir fela í sér takmörkun á aðgangi að persónuupplýsingum annarra en heimilaðra einstaklinga með lögmælta hagsmuni af því að búa yfir vitneskjunni fyrir úrvinnsluna.
7. Hver hefur aðgang að persónuupplýsingum og hverjum eru þær látnar í té?
Hvers konar gögnum sem eru send þannig til þjónustuborðs EURES er safnað og unnið með upp að því marki sem nauðsynlegt er til að gefa þér svar eða meðhöndla beiðni þína á annan hátt. Til þess að finna lausn gæti þjónustuborðið þurft að áframsenda beiðni þína til starfsfólks sem vinnur í fyrirtæki sem tekur þátt í EURES samstarfsnetinu. Í slíkum tilfellum verður þú látin(n) vita að beiðni þín var áframsend.
Ef gögnin sem eru send til þjónustuborðsins eru áframsend og unnið meira með þau í kerfum sem stjórnað er af landsskrifstofum EURES eða EURES meðlima eða félaga sem fær beiðni þína, þarf það fyrirtæki að tryggja gagnavernd og trúnað sem krafist er af reglugerð (ESB) 2016/679 (Almenna gagnaverndarreglugerðin) sem ábyrgðaraðili í samræmi við þá reglugerð.
Með því að samþykkja þessa gagnaverndaryfirlýsingu veitir skráði aðilinn einnig samþykki sitt fyrir sendingu, ef hún er nauðsynleg við meðhöndlun á ósk hans/hennar, gagnanna til aðildarríkja EES og Sviss sem tengjast EURES samstarfsnetinu í samræmi við reglugerð (ESB) 2016/589 og samkomulagsins á milli Evrópubandalagsins og aðildarríkja þess og Svissneska ríkjasambandsins3.
8. Hver eru réttindi þín og hvernig getur þú nýtt þér þau?
Þú býrð yfir tilteknum réttindum sem „skráður aðili“ samkvæmt III. kafla (14.-25. grein) reglugerðar (ESB) 2018/1725, einkum réttinum til aðgans, leiðréttingar eða eyðingar á persónuupplýsingum þínum og réttinum til að takmarka úrvinnslu persónuupplýsinga þeirra. Þar sem svo á við hefur þú einnig rétt til að andmæla úrvinnslu eða rétt á flutningi eigin gagna.
Þú getur nýtt þér réttindi þín með því að hafa samband við ábyrgðaraðila gagnanna, eða ef deilur koma upp gagnaverndarfulltrúann. Ef þörf krefur getur þú einnig haft samband við Evrópsku persónuverndarstofnunarinnar. Samskiptaupplýsingarnar eru veittar undir fyrirsögn 9. Samskiptaupplýsingar
Ef þú vilt nýta rétt þinn varðandi tiltekna úrvinnslu eða fleiri skaltu veita lýsingu á henni (þ.e. skýrslutilvísun) eins og tekið er fram undir fyrirsögn 10. Hvar má finna ítarlegri upplýsingar?) í beiðni þinni.
9. Samskiptaupplýsingar
Ábyrgðaraðili gagna
EURES gáttinni er stjórnað af Evrópsku samræmingarskrifstofunni fyrir EURES, sem komið var á fót innan Vinnumálastofnunar Evrópu - upplýsinga- og EURES-deild, en hún er „ábyrgðaraðilinn“ samkvæmt reglugerð (ESB) 2018/1725.
Ef þú vilt nýta rétt þinng samkvæmt reglugerð (ESB) 2018/1725 eða hefur spurningar, kvartanir eða aðrar óskir í tengslum við gögn sem eru send til og unnið með á EURES gáttinni, skaltu hafa samband við stjórnanda í eftirfarandi netfangi: data-protection@ela.europa.eu
Gagnaverndarfulltrúi (DPO) yfirvaldsins
Þú getur haft samband við gagnaverndarfulltrúann (data-protection@ela.europa.eu) í tengslum við mál er varða úrvinnslu persónuupplýsinga þinna samkvæmt reglugerð (ESB) 2018/1725.
Evrópska persónuverndarstofnunin (EDPS)
Þú átt rétt á málskoti (þ.e. þú getur sent inn kvörtun) til Evrópsku gagnaverndarstofnunarinnar (edps@edps.europa.eu) ef þú telur að brotið hafi verið á réttindum þínum samkvæmt reglugerð (ESB) 2018/1725 við úrvinnslu ábyrgðaraðila gagnanna á persónuupplýsingum þínum.
10. Hvar má finna ítarlegri upplýsingar?
Gagnaverndarfulltrúi yfirvaldsins (DPO) gefur út skrá yfir alla úrvinnslu yfirvaldsins á persónuupplýsingum sem hafa verið skráðar og tilkynntar honum. Þú getur nálgast skrána á eftirfarandi hlekk: https://www.ela.europa.eu/en/eures-data-protection-register
neðanmálsgreinar
1 Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/1725 frá 23. október 2018 um einstaklingsvernd þegar kemur að vinnslu stofnana Evrópusambandsins á persónuupplýsingum og frjálsi för slíkra upplýsinga (felldi á brott reglugerð (EB) nr. 45/2001)
2 Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1149 frá 20. júní 2019 um stofnun Vinnumálastofnunar Evrópu gerði breytingar á reglugerðunum (EB) nr. 883/2004, (ESB) nr. 492/2011 og (ESB) 2016/589 og felldi úr gildi ákvörðun (ESB) 2016/344 (texti sem hefur þýðingu fyrir EES og Sviss) Stjórnartíðindi Evrópusambandsins L 186, 11.7.2019, bls. 21–56
3 Samningur um frjálsa för fólks, flug- og landflutninga, opinber innkaup, vísinda- og tæknisamstarf, gagnkvæma viðurkenningu í tengslum við samræmismat og viðskipti með landbúnaðarafurðir, Stjórnartíðindi Evrópusambandsins L 114, 30/04/2002.