Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring13 September 2018European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion4 min read

Vertu þinn eiginn herra: Frumkvöðlastarfsemi og ESB

Ein af þeim leiðum sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins notar til að berjast gegn atvinnuleysi er með stuðningi við frumkvöðla og sjálfstætt starfandi aðila. Svona er það gert.

Be your own boss: Entrepreneurship and the EU
Shutterstock

Kreppan í Evrópu hefur undirstrikað mikilvægi þess tækifæris sem sjálfstæður atvinnurekstur er fyrir þá sem eru án atvinnu. Þetta á einkum við um þau aðildarríki Evrópusambandsins sem urðu fyrir mestum áhrifum af efnahagskreppunni og þar sem hefðbundin störf eru af skornum skammti. Nýtt fyrirtæki getur skapað störf fyrir aðra, aukið kunnáttu, og getur jafnvel gefið atvinnulausu og viðkvæmu fólki tækifæri til að leggja sitt af mörkum til samfélagsins og atvinnulífsins. Með þetta í huga, hefur stuðningsáætlun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins þrjá áherslupunkta.

Sprotafyrirtæki sem atvinnulaust fólk og fólk úr illa settum hópum stofnar

Margt fólk ákveður að stofan fyrirtæki eftir að hafa verið atvinnulaust í langan tíma. Síðan eru einnig viðkvæmir hópar, svo sem unglingar, konur, eldra fólk, farandfólk eða fólk sem glímir við fötlun, sem standa frammi fyrir annarskonar hindrunum þegar þeir reyna að stofna fyrirtæki eða halda því gangandi. Framkvæmdastjórnin býður upp á margvíslegan stuðning í þessum aðstæðum.

Þar sem þekking er máttur, hefur framkvæmdastjórnin sameinað krafta sína með OECD til að auka þekkingu og lærdóm um frumkvöðlastarfsemi. Framtaksverkefni þeirra eru m.a. stefnuyfirlit og útgáfur eins og Ritröðin um týndu frumkvöðlana. Í þessum útgefnu skýrslum er skoðað hvernig opinber stefna getur skapað störf með því að taka í burtu hindranir sem fólk í viðkvæmum hópum stendur frammi fyrir þegar það reynir að stofna nýtt fyrirtæki. Hver útgáfa inniheldur einnig rannsóknir á raundæmum um opinberar áætlanir sem styðja við stofnun fyrirtækja í ýmsum aðildarríkjum.

Opinberar vinnumiðlanir ESB í hverju aðildarríki bjóða upp á beinan stuðning við sprotafyrirtæki, svo sem fjárhagslegan stuðning, aðstoð með leiðbeinendum og þjálfun. Nýlegar aðgerðir eru m.a.:

  • ráðgjafar sem hjálpa atvinnuleitendum sem vilja starfa sjálfstætt;
  • styrkir fyrir konur sem áður voru atvinnulausar og eru að stofna sín eigin fyrirtæki;
  • þjálfun við að stofna fyrirtæki og aðstoð fyrir eldra fólk;
  • fjárhagslegur stuðningur fyrir unga frumkvöðla.

Framtaksverkefnið Sprotafyrirtæki og uppskölun, sem er ný áætlun ESB, miðar að því að bæta aðstæður fyrir vöxt sprotafyrirtækja, skapa fleiri störf og auka samkeppnishæfni ESB.

Félagsleg fyrirtæki

Félagsleg fyrirtæki eru fyrirtæki hvers helsta markmið er ekki að skila hagnaði, heldur að hjálpa samfélaginu. Endurvinnslufyrirtæki, fyrirtæki sem bjóða upp á þjónustu fyrir aldrað fólk og blaðafyrirtæki sem ráða heimilislaust fólk til að selja blöðin sín eru aðeins þrjú dæmi um félagsleg fyrirtæki.

Stærsta vandamálið sem slík fyrirtæki standi frammi fyrir er aðgangur að fjármagni. Til að aðstoða þau, býður framkvæmdastjórnin upp á fjármögnun í gegnum ýmsar áætlanir, svo sem Áætlun Evrópusambandsins um atvinnumál og félagslega nýsköpun og Miðlun á eigin fé hjá Evrópusjóði fyrir stefnumiðaðar fjárfestingar.

Örfyrirtæki

Örfyrirtæki eru lítil fyrirtæki sem hafa allt að níu einstaklinga í vinnu og eru með ársveltu eða efnahagsreikning sem er minni en 2 milljón evrur. Mikill meirihluti fyrirtækja í Evrópu eru örfyrirtæki, sem er ástæðan fyrir því að þau skipa svo mikilvægan sess í áætlun framkvæmdastjórnarinnar um að berjast gegn atvinnuleysi.

Líkt og félagsleg fyrirtæki, hafa þessi litlu fyrirtæki venjulega engan aðgang að hefðbundnum viðskiptalánum. Hinsvegar geta þau notið góðs af fjölda tækifæra á sviði örfjármögnunar, svo sem örlánum, sem eru lán upp á allt að 25.000 evrur. ESB býður þar af leiðandi upp á stuðning í gegnum Áætlun Evrópusambandsins um atvinnumál og félagslega nýsköpun og Félagsmálasjóð Evrópu.

 

Tengdir hlekkir:

Ritröðin um týnda frumkvöðla

Opinberar vinnumiðlanir

Sprotafyrirtæki og uppskölun

Áætlun Evrópusambandsins um atvinnumál og félagslega nýsköpun (e. Programme on Employment and Social Innovation)

Miðlun á eigin fé hjá Evrópusjóði fyrir stefnumiðaðar fjárfestingar

Félagsmálasjóður Evrópu

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@Eures

Finndu EURES starfsfólk

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum

Vinnugagnagrunnur Eures

Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Upplýsingar

Viðfangsefni
  • Viðskipti /Frumkvöðlastarf
  • Ytri hagsmunaaðilar
  • Ungmenni
Tengdir hlutar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.