Skip to main content
European Commission logo
EURES
fréttaskýring20 September 2017European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion

Leitarðu að stóra ævintýrinu? Lappland kallar!

Leitarðu að nýju starfi en ekki hvaða starfi sem er? Kannski dreymir þig um stöðu með drama og ævintýrum? Þráir þú að vinna á stað sem er bara aðeins öðruvísi, eða einstakur? Ef það höfðar til þín, lestu þá áfram!

Are you looking for the adventure of a lifetime? Lapland is calling!
Work in Lapland - YouTube

EURES Finnlandi vonast til að fanga athygli atvinnuleitenda sem hafa áhuga á ferðamannaþjónustu, og bjóða þeim að taka þátt í komandi Evrópskum vinnudegi á netinu, sem mun eiga sér stað þann 27. september.

Starfaatburðurinn heitir: “Vinna í Lapplandi - Velkomin(n) til Finnlands” (Work in Lapland- Welcome to Finland) miðar að því að tengja saman atvinnuleitendur frá allri Evrópu, og vinnuveitendur úr finnska ferðaþjónustu-, hótel- og veitingageiranum.

En er það að vinna á hóteli í Lapplandi eitthvað það ólíkt því að vinna á næsta Holiday Inn? Þú getur dæmt um það. Kíktu bara á þetta „Vinna í Lapplandi - Velkomin(n) til Finnlands“ myndband til að sjá sjálf(ur).

Myndir af notalegum bjálkakofum, snævi þöktu landslagi, og ótrúlegu sjónarspili norðurljósanna... finnurðu innblásturinn?

Starfsmaður EURES, Tuija Pahnila, vonar það: „Markmið myndbandsins er að sýna frelsið og endurlausn frá annasömum heimi og umferðarhávaða. Við vildum að áhorfendur finni Norræna andrúmsloftið og gefa þeim grundvöll fyrir ævilöngum draumum“

Lappland er nyrsta svæði Finnlands, og auk stórbrotins útsýnis nýtur það líka blómstrandi ferðamannaiðnaðar. Það krefst gríðarmikils alþjóðlegs starfsafla á hverju ári, sérstaklega á veturna, en langtímastörf eru líka fyrir hendi.

Augljóst er af myndbandinu að Lappland er einstakur vinnustaður. Hvar annars staðar getur þú unnið fyrir hinn eina sanna jólasvein, eða verið sleðahunda eða hreindýra leiðsögumaður. Einstök staðsetning Lapplands gefur öðrum stöðum sem gætu virst „venjulegar“ annars staðar í heiminum töfrandi vinkil.

„Vinna í Lapplandi - Velkomin(n) til Finnlands“ starfaatburðurinn á netinu er fullkomið tækifæri til að senda inn umsókn þína í allskonar stöður, spjalla við vinnuveitendur, fara í viðtöl og taka fyrsta skrefið í átt að einstöku tækifæri. 

Þú getur séð meira um „Vinna í Lapplandi - Velkomin(n) til Finnlands“ Evrópskan starfadagur á netinu, eða skráð þig á atburðinn hérna! Jólasveinninn bíður...

 

Tengdir hlekkir:

„Vinna í Lapplandi“ myndband

„Vinna í Lapplandi“ Evrópskur starfadagur á netinu

 

Nánari upplýsingar:

Finna Eures-ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum

Vinnugagnagrunnur Eures

Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Eures á Google+

Upplýsingar

Viðfangsefni
Viðskipti /FrumkvöðlastarfAtvinnudagar/viðburðirVinnumarkaðsfréttir/hreyfanleikafréttirNýliðunarstraumarSamfélagsmiðlarUngmenni
Tengdir hlutar
Búseta & atvinna
Geirinn
Accomodation and food service activitiesActivities of extraterritorial organisations and bodiesActivities of households as employers, undifferentiated goods- and servicesAdministrative and support service activitiesAgriculture, forestry and fishingArts, entertainment and recreationConstructionEducationElectricity, gas, steam and air conditioning supplyFinancial and insurance activitiesHuman health and social work activitiesInformation and communicationManufacturingMining and quarryingOther service activitiesProfessional, scientific and technical activitiesPublic administration and defence; compulsory social securityReal estate activitiesTransportation and storageWater supply, sewerage, waste management and remediation activitiesWholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.