Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring19 Desember 2017European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion3 min read

Chrome-viðbætur sem allir iðnir starfsmenn þarfnast

Sven Dahlin hefur skrifað rafbók um skilvirkni í Microsoft Excel, haldið vefnámskeið og vinnur fyrir Tradera Rabattkoder í Svíþjóð. Þar sem hann einbeitir sér að skilvirkni, datt okkur í hug að spyrja hann um hvaða Chrome-viðbætur hann ráðlegði til að auka framleiðni í vinnu.

7 Chrome extensions every worker bee needs
EURES

 

Lightshot

Ef þú þarft að taka fljótlegt skjáskot af einhverju í Chrome-flipa, er þetta viðbótin fyrir þig. Ýttu bara á „Taka skjáskot“ hnappinn og nýr flipi opnast þar sem þú getur valið það sem þú vilt deila eða vista. Ef það er mynd getur þú meira að segja beðið Google að leita að svipuðum myndum. Áður en þú deilir eða vistar, er einnig mögulegt að teikna á skjáskotið og undirstrika það sem þú vilt beina athygli móttakanda á.

Momentum

Momentum sýnir sig í hvert skipti sem þú opnar nýjan flipa í Chrome. Það sýnir þér tímann, dagsetninguna, veðrið og nokkra aðra hluti, og það mikilvægasta, verkefnalistann þinn. Fundir fara á dagatalið þitt, en hvað með öll þessi stóru og litlu verkefni sem tilheyra ekki sérstökum tíma? Það er auðvelt að sjá hverju þú þarft að einbeita þér að og rétt eins auðvelt að bæta við nýjum atriðum á verkefnalistann. Þegar þú líkur verkefni, fjarlægirðu það og ferð í næsta.

Text Mode

Mjög margar vefsíður sýna þér gríðarlegt magn af upplýsingum sem geta gert þér erfitt fyrir að einbeita þér að textanum. Text Mode er vafningalaus viðbót og þegar hún er notuð fjarlægir hún allt nema textann sjálfan, og gerir allt svart-hvítt. Viðbótin er fullkomin ef þú þarft að fara yfir miklar upplýsingar á stuttum tíma.

LastPass

Öll þessi lykilorð... Allar þessar innskráningar. Það er ómögulegt að muna þær allar nema þú notir sama lykilorðið í hvert skipti og við vitum öll að það er alls ekki ráðlegt. LastPass er þjónusta sem geymir lykilorð og notendanöfn á öruggan hátt í „hvelfingu“, sem gerir það að verkum að þú og aðeins þú hefur aðgang að þeim.

All-in-One Messenger

Ef fyrirtækið sem þú vinnur fyrir notar meira en eitt samskiptaforrit eins og Skype, Slack eða WhatsApp? All-in-One Messenger tekur öll þessi forrit og setur þau í einn glugga, sem þýðir að þú þurfir ekki að hoppa á milli þeirra. Það sparar mikinn tíma!

Grammarly for Chrome

Grammarly er fullkomið fyrir fólk sem þarf að skrifa á ensku. Þessi viðbót athugar bæði stafsetningu og málfræði, og passar upp á að þar sem þú skrifar sé bæði auðvelt aflestrar og líti faglega út. Það gefur þér allt að 400 ókeypis skoðanir á mánuði.

SimilarWeb

Þarftu að komast að því hverskonar traffík hefur komið á vefsíðuna á síðustu sex mánuðum? SimilarWeb viðbótin gerir nákvæmlega það, og á sama tíma sýnir hún þér önnur gögn eins og frá hvaða löndum gestirnir komu og hvort þeir komu frá samfélagsmiðlum, leitarvélum eða hlekkjum. Hún verður aldrei 100% fullkomin en mun gefa þér góða hugmynd um hvort þú ættir til dæmis að fara í samvinnu með tilteknum áhrifavaldi.

Viltu vita meira um hvernig þú færð sem mest út úr vinnudeginum? Passaðu að kíkja á nýlega grein okkar: 5 ábendingar fyrir skilvirkari vinnu.

 

Tengdir hlekkir

Lightshot

Momentum

Text Mode

LastPass

All-in-One Messenger

Grammarly for Chrome

SimilarWeb

Tradera Rabattkoder

Chrome Extensions

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna Euresráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eurselöndum

VinnugagnagrunnurEures

Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Upplýsingar

Viðfangsefni
  • Ábendingar og ráð
Tengdir hlutar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.