Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring25 Október 2018European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion5 min read

Fyrsta EURES-starfið þitt hjálpar ungum portúgölskum lyfjafræðingum að finna vinnu í Skandinavíu.

Lyfjaiðnaðinum í Svíþjóð var umbreytt 2009, þegar reglugerðum í kringum markaðinn var breytt þannig að hann var opnaður fyrir einkaaðilum eftir að hafa verið eingöngu á hendi stjórnvalda.

Your first EURES job helps young Portuguese pharmacists to find work in Scandinavia
Andreia Carona

Markaðurinn blómstraði og skorturinn sem varð til af hæfum lyfjafræðingum, á sama tíma og þjóðin var að eldast, gerði atvinnurekendum erfitt fyrir að ráða fólk innan Svíþjóðar.

Í Portúgal voru hinsvegar – og eru enn – of margir lyfjafræðingar og ekki nóg af vinnu, að miklu leyti vegna afleiðinga fjármálakreppunnar. LloydsApotek í Svíþjóð ásamt norskum viðskiptafélaga sínum Vitusapotek, sáu tækifæri sem kæmi báðum til góða og gengu til samstarfs við EURES í Portúgal til að ráða inn lyfjafræðinga í gegnum fyrsta EURES-starfið þitt(YfEJ) verkefnið.

Starfsfólk LloydsApotek í Svíþjóð er í samvinnu við starfsbræður sína í Noregi, sem hafa svipaðar þarfir. Samkvæmt Mia Makower, sem vinnur sem Mannauðsstjóraviðskiptafélagi hjá LloydsApotek í Svíþjóð og ber ábyrgð á alþjóðlegum ráðningum, er allt ráðningarferlið einnig stutt af EURES starfsfólki í öllum þremur löndunum.

„Allt er gert með EURES-samstarfsaðilum“, útskýrir Mia. „Í gegnum allt ferlið, vinna þeir saman.“

„EURES-ráðgjafarnir tveir í Svíþjóð og Noregi vinna náið saman að þessu ferli og eru einnig í nánu samstarfi við EURES-ráðgjafa í Portúgal.“

EURES hjálpar til við að kynna atvinnuleitendum í Portúgal starfstækifæri hjá LloydsApotek og Vitusapotek, safna ferilskrám frá áhugasömum umsækjendum, og koma þeim í samband við Mia og samstarfsfólk hennar. Einn af mörgum lyfjafræðingum sem LloydsApotek hefur ráðið frá Portúgal er hin 27 ára gamla Andreia Carona sem hóf vinnu hjá fyrirtækinu vorið 2016.

„Þetta ævintýri byrjaði í september 2015 þegar ég sá atvinnutilboð á EURES-gáttinni,“ rifjar Andreia upp. „Fyrirtækið fór til Portúgal til að ræða um starfið og það voru EURES-ráðgjafar sem sögðu okkur frá YfEj verkefninu.“

Ástæðan fyrir því að flytja til útlanda til að vinna var augljós: „Ég var í vinnu í Portúgal en tækifærin og launin voru ekki það sem ég bjóst við eftir fimm ár í háskóla og með mína reynslu. Ég hafði oft hugsað um að vinna erlendis og þess vegna sótti ég um þessa vinnu.“

Andreia fékk fjárhagslega aðstoð frá YfEJ til að komast í viðtalið í Portó og fá akademíska hæfni sína viðurkennda erlendis. LloydsApotek sá líka um að Andreia lyki sænskunámskeiði í Portúgal áður en hún flutti, þar sem starfsfólk þarf einnig að sýna fram á nægjanlega kunnáttu í sænsku til að fá lyfsalaleyfi. Andreia talar nú og skrifar sænsku á hverjum degi í vinnunni.

Andreia lofar mjög stuðninginn sem hún fékk frá bæði YfEJ og vinnuveitanda sínum. „EURES-ráðgjafinn var undirstaðan í öllu ferlinu og það er fullkomið að hafa einhvern sem þú getur hringt í ef þú hefur einhverjar spurningar,“ segir hún. „Fyrirtækið stendur sig líka vel og styður okkur með allt.“

Mia er jafn jákvæð gagnvart YfEj áætluninni og samstarfi fyrirtækisins við EURES. Henni finnst nauðsynlegt að fólk fái allan þann stuðning sem það þarf þegar það flytur á milli landa, bæði innan og utan vinnustaðarins. „Við erum að flytja fólk – ekki tölur,“ segir hún. „Ef þú flytur manneskju frá einu landi til annars, þarftu að hafa stuðning báðu megin, og þar kemur EURES inn.“

„Stærsti kosturinn er að við höfum einhvern þar [í Portúgal] sem talar tungumálið, einhvern sem þekkir ótta þeirra og áhyggjuefni og getur talað við þau persónulega. Síðan þegar þau koma hingað [til Svíþjóðar], hafa þau auk mín hliðstæðu frá EURES sem vinnur með þeim og aðstoðar við allt sem þau þurfa.“

EURES er vinsælt á meðal atvinnurekenda í Svíþjóð, og það eru ekki aðeins fyrirtæki í lyfjaiðnaðinum sem þarfnast stuðnings: „Við þurfum tannlækna, tannfræðinga, hjúkrunarfræðinga, skurðlækna, lækna, matreiðslumenn, fólk úr allskonar starfsgreinum,“ segir Mia.

Þökk sé árangursríku samstarfi við EURES, hefur LloydsApotek ráðið inn lyfjafræðinga frá Portúgal í þó nokkur ár – og sumir þeirra hafa síðan orðið stjórnendur – og sex nýir starfsmenn frá Portúgal munu hefja störf síðar á þessu ári. Mia vonar að Andreia muni líka vera áfram til langstíma og verða stjórnandi.

Auðvitað getur verið erfitt að skilja fjölskyldu og vini eftir þegar flutt er erlendis, og það er ekki alltaf auðvelt að gera langtíma áætlanir í nýju landi. Reynsla Andreia er betri þar sem Pedro, kærastinn hennar, flutti til hennar til Svíþjóðar sumarið 2017 eftir að honum tókst að finna starf sem sólarorkufræðingur. Pedro fékk líka hjálp frá YfEj með umsóknina og naut einnig fjárhagslegar aðstoðar við komu sína til landsins.

Andreia segir að hún myndi ráðleggja öðrum ungum Evrópubúum að finna starf í gegnum YfEj. „Fyrir mig tel ég að þessi áætlun sé verulega góð fyrir fólk sem vill prufa eitthvað nýtt, með stuðningi og alvöru fyrirtæki.“

Fyrsta EURES starfið þitt er áætlun Evrópusambandsins um hreyfanleika starfa. Til að fá að vita meira um starfa- og þjálfunartækifæri í ESB eða finna starfsmenn með kunnáttuna sem þig vantar skaltu hafa samband við eina af vinnumiðlunum verkefnisins eða hafa samband við næsta EURES ráðgjafa í gegnum EURES-gáttina.

 

Tengdir hlekkir:

Reuters - Svíþjóð þarf fleiri innflytjendur þar sem þjóðin er að eldast

Fyrsta EURES-starfið

EURES-gáttin

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna EURES ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum

Vinnugagnagrunnur EURES

Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal EURES

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

Upplýsingar

Viðfangsefni
  • Ytri EURES fréttir
  • Árangurssögur
  • Ungmenni
Tengdir hlutar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.