Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring13 Júní 2018European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion4 min read

Fyrsta EURES starfið þitt veitir ungri konu frá Ítalíu nýja von

Áætlun ESB um hreyfanleika starfa,Fyrsta EURES starfið þitt(YfEJ), hjálpaði ungri konu að færa sig úr tímabundnu starfi á Ítalíu yfir í fullt starf í viðskiptamannaþjónustu í Búlgaríu.

Your first EURES job gives hope to young Italian woman
European Commission

Desirée Monterisi, frá Vercelli á Ítalíu hafði nýlega hætt í árstíðabundnu sölustarfi og ákvað að fara á litla atvinnustefnu með vinkonu sinni. Í fyrstu var hún ekkert sérstaklega bjartsýn og bjóst við að ganga á milli bása, þar sem henni myndi í besta falli bjóðast tímabundinn samningur. Það sem Desirée fann hins vegar var tækifæri til að búa og starfa erlendis.

"Á litlu borði kom ég auga á auglýsingu: 'Við erum að leita að þrjátíu ítölskumælandi sölufulltrúum'. Um var að ræða fyrirtæki að nafni Euroccor, sem var staðsett í Sofíu. Ég vissi ekkert um Búlgaríu en hugsaði, 'Af hverju ekki?'" útskýrir Desirée.

Desirée hafði reynslu af tímabundnum störfum á sviði viðskiptamannaþjónustu, sem hún hafði haft gaman af og lært mikið af, en stutt samningstímabil voru ekki nægjanleg til að veita henni sjálfstæði. "Ég þurfti að sanna fyrir sjálfri mér að ég gæti skapað eigin tækifæri," bætir hún við. "Þetta snérist í raun um að vera á réttum stað á réttum tíma."

Eftir fyrstu kynnin á atvinnustefnunni, var Desirée boðið af Euroccor að mæta á kynningu í Túrín þar sem hún var tekin í viðtal þann sama dag. Hún stóð sig vel og henni var boðin staða sem viðskiptafulltrúi, og hún sló til.

Á þessu stigi skráði Desirée sig hjá YfEj til þess að sækja um aðstoð við að flytja heimilið sitt til Búlgaríu.

YfEj aðstoðaði einnig atvinnuveitenda Desirée við ráðningarferlið. "Áætlunin auðveldaði ráðningarferlið og aðgang okkar að alþjóðlegum atvinnumarkaði," segir Diana Milotinova hjá Euroccor. "Ráðgjafarnir aðstoðuðu við ferlið og einbeittu sér að sérstökum þörfum fyrirtækisins."

"Við notum bæði Reactivate [sem er sambærileg þjónusta sem ESB veitir atvinnuleitendum sem eru 35 ára og eldri] og YfEj, og fengum þannig þá aðstoð sem við þurftum við að finna umsækjendur sem og fjárhagslegan stuðning sem fyrirtæki geta sótt um fyrir aðlögunarferlið," útskýrir Diana.

Euroccor er fyrirtæki sem þarfnast starfsfólks með fjölbreyttan tungumálabakgrunn, sérstaklega starfsmenn með frönsku og hollensku sem móðurmál sem og ítölsku eins og í tilfelli Desirée. Diana segir að fyrirtækið leitaði til YfEj þegar "þörfin fyrir að ráða starfsmenn með tungumálakunnáttu neyddi þau til að leita út fyrir Búlgaríu".

Reyndar var Euroccor fyrsta fyrirtækið í Búlgaríu sem byrjaði að nota YfEj þegar áætlununni var hleypt af stokkunum segir Reinhilde Muys, stjórnarmeðlimur hjá Euroccor okkur.

Eftir að hafa notað áætlunina um hreyfanlegt starfsafli í nokkur ár, eru um 60% af starfsfólkiEuroccor núna frá öðrum löndum, og meginhluti þeirra hefur verið ráðinn gegnum hreyfanleikaverkefni ESB.

"Fyrirtækið er ánægt með þjónustu YfEj, þar sem hún veitir tækifæri til að leita að starfsmönnum í heimalandi þeirra," segir Diana. "Ráðgjafarnir eru ávallt hjálpsamir, og þeir veita stuðning og upplýsingar þegar fyrirtækið þarf á þeim að halda."

Það sem Desirée þótti erfiðast var að yfirgefa ástvini sína en hún óttaðist einnig að fara á nýjan stað þar sem henni kynni að mislíka nýja starfið. En allt reyndist betra en hún átti von á.

"Ég er búin að vera hér í þrjá mánuði og mér líkar borgin og starfið. Ég er afar ánægð með valið mitt. Ef þú lest þetta, hefurðu kannski sömu efasemdirnar og ég hafði. Að vera kyrr eða fara? Ég myndi leggja til að fara og reyna þetta," segir hún. "Hverju hefurðu að tapa?"

Fyrsta EURES starfið þitt er áætlun Evrópusambandsins um hreyfanleika starfa. Til að fá að vita meira um starfa- og þjálfunartækifæri í ESB eða finna starfsmenn með kunnáttuna sem þig vantar skaltu hafa samband við eina af vinnumiðlunum verkefnisins eða hafa samband við næsta EURES ráðgjafa í gegnum EURES-gáttina.

 

Tengdir hlekkir:

Fyrsta EURES-starfið

EURES-gáttin

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna Euresráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum

Vinnugagnagrunnur EURES

Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal EURES

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

Viðfangsefni
  • Ytri EURES fréttir
  • Ytri hagsmunaaðilar
  • Árangurssögur
  • Ungmenni
Tengdir hlutar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.