Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring8 Júlí 2018European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion2 min read

Ung hjúkrunarkona frá Spáni lætur drauma sína rætast í Þýskalandi

Hin nítján ára Nerea Gomis Sanchez frá Spáni er að takast á við nýjar áskoranir við störf í heilbrigðisgeiranum í Kassel sem er miðsvæðis í Þýskalandi.

Young Spanish nurse pursues her dream in Germany
EURES

Það var stór ákvörðun fyrir hana og fjöldkyldu hennar að flytjast erlendis, en verkefnið Fyrsta EURES starfið þitt (e. Your first EURES job - YfEj) studdi við hana alla leiðina.

"Faðir minn er iðnaðarmaður, en hann er búinn að vera atvinnulaus lengi," segir Nerea. "Móðir mín starfaði á hóteli þar til fyrir tveimur árum. Henni var sagt upp og hún hefur verið atvinnulaus síðan, þannig að tekjur fjölskyldunnar eru afar lágar."

Eftir menntaskóla fór Nerea að læra umönnun fyrir einstaklinga sem eru öðrum háðir. Jafnvel þótt hún hafi vitað að atvinnumöguleikarnir með þessa starfsmenntun væru ekki sérstaklega góðir, hafði hún gaman af vinnunni sem henni fannst mjög gefandi.

"Ég hef sótt um störf á elliheimilum og á sérhæfðum stofnunum fyrir fólk með fötlun, en mér var ekki einu sinni boðið í starfsviðtal," segir hún. "Flestir af þeim sem útskrifuðust úr skólanum okkar starfa við umönnun einstaklinga eða á heimilum. Tekjurnar hér eru mjög lágar og ég vildi ekki vera þriðji atvinnulausi einstaklingurinn á heimilinu."

Hún frétti af YfEj áætluninni í gegnum skólan sinn. Næsti tungumálaskóli sem starfaði með þýska atvinnurekandanum Arbeiterwohlfahrt (AWO), sem er stofnun sem veitir félagsþjónustu, var staðsettur í Alicante, 170 km frá heimaborg hennar, Valencia. Hún fékk ráðgjöf og fjárhagslegan stuðning frá EURES, og gat þannig tekið þátt í verkefninu.

"Fjölskyldan mín studdi við ákvörðun mína, en þetta var ekki auðvelt," segir hún. "Á meðan á tungumálanámskeiðinu í Alicante stóð, þurfti ég að leiga herbergi og þurfti pening til að lifa. Ég fékk það frá foreldrum mínum. En ég vildi vera fær um að sjá um mig sjálfa. Það var aðalhvatning mín. Samstarfsverkefnið með AWO er einmitt rétti hluturinn fyrir mig. Ég vil byggja upp starfsferil og það get ég gert hér. Og ef maður getur unnið og þénað nægan pening til að lifa á er það ennþá betra."

Og Nerea nýtur nýja lífsins og áskorana sem það færir henni, segir hún. “Ég starfa hjá AWO og ég hef áhuga að læra nýtt tungumál og kynnast nýrri menningu. Það sem mestu máli skiptir er að ég er sjálfstæð og vinn fyrir eigin peningum."

 

Tengdir hlekkir:

Fyrsta EURES-starfið

Arbeiterwohlfahrt (AWO)

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna EURES-ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum

Vinnugagnagrunnur EURES

Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal EURES

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

Viðfangsefni
  • Ytri EURES fréttir
  • Árangurssögur
  • Ungmenni
Tengdir hlutar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.