
Af hverju ferðaþjónusta?
Vinna í ferðaþjónustu býður upp á framandi og fallega staði, nútímaleg vinnurými og síkvikt umhverfi. Starfsfólk er oft ungt, sem gerir vinnustaði og hópa kraftmikla og skemmtilega. Það eru mörg tækifæri til að vaxa bæði persónulega og í starfi - og til að láta gott af sér leiða. Hægt er að finna bæði full störf, hlutastörf, og árstíðabundin störf, þannig að allir ættu að geta fundið tækifæri við hæfi.
Að hverju leita atvinnurekendur í ferðaþjónustu hjá starfsfólki?
Samkvæmt rannsóknum sem gerðar voru sem hluti af Executive Agency for Small and Medium-sized Enterprises ‚Uppskrift að geirasamvinnu um kunnáttu í ferðaþjónustu‘ verkefninu, er stærsti þáttur aldur (21%), en umsækjendur á aldrinum 25-35 ára eru vinsælastir. Strax þar á eftir koma viðeigandi kunnátta og menntun (18% hvort) auk sveigjanleika og starfsreynslu (16%).
Hver er mikilvægasta kunnáttan í ferðaþjónustuiðnaðinum?
Gestrisni er efst á lista yfir kunnáttu sem vinnuveitendur meta mikils ásamt getunni til að skilja og bæta mannleg samskipti, félagsleg samskipti og tungumálafærni. Þessi flokkar eru einnig þeir sem atvinnuleitendur telja þá mikilvægustu, en athyglisvert er að þeir leggja meiri áherslu á tungumálakunnáttu og fjölmenningarvitneskju en atvinnuveitendur, og minni áherslu á gagnrýna hugsun.
Hvar er best að leita að upplýsingum um störf í ferðaþjónustu?
Starfagáttir, tengslanet og samfélagsmiðlar eru þrjú helstu verkfærin sem ferðaþjónustufyrirtæki nota til að finna starfsfólk. Vefsíður fyrirtækja og ráðningastofur eru einnig mikið notaðar. Passaðu að nýta þér þessi verkfæri til að hámarka tækifæri þín á að finna vinnu.
Hvernig getur þú tileinkað þér kunnáttuna sem vinnuveitendur leita að?
Ef þú vilt hressa upp á kunnáttu þína áður en þú hefur starf í ferðaþjónustu eru ýmis ESB-verkefni sem geta hjálpað þér. Þau eru meðal annars EURES sem er með sérstakt svæði fyrir atvinnuleitendur og víðtæka eiginleika, Fyrsta EURES-starfið þitt, sem hjálpar 18-35 ára að finna störf innan ESB og Erasmus+ sem gefur ýmiskonar þjálfun og tengslamyndunartækifæri fyrir ungt fólk.
Hvar geturðu fundið frekari upplýsingar?
Störf í ferðaþjónustu vefsíðan inniheldur heilmiklar upplýsingar um vinnu í ferðaþjónustugeiranum. Vefsíðan, sem er hluti af „Ferðaþjónusta, heill heimur af tækifærum“ samskiptaherferðinni (þróuð innan ramma „Uppskrift að geirasamvinnu um kunnáttu í ferðaþjónustu“ verkefnisins), er hönnuð til að kynna ferðaþjónustuiðnaðinn, styðja atvinnuleitendur sem hyggja á að hefja starf í ferðaþjónustu og styðja fyrirtæki sem leita að starfsmönnum.
Til að fá að vita meira um störf í ferðaþjónustu skaltu kíkja á Ertu að leita að starfi í ferðaþjónustu? kaflann.
Tengdir hlekkir:
Executive Agency for Small and Medium-sized Enterprises (EASME)
Nánari upplýsingar:
Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum
Vinnugagnagrunnur EURES
Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur
Viðburðadagatal EURES
Næstu viðburðir á Netinu
EURES á Facebook
EURES á Twitter
EURES á LinkedIn
Upplýsingar
- Útgáfudagsetning
- 27 September 2018
- Höfundar
- European Labour Authority | Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
- Viðfangsefni
- EURES þjálfunÁbendingar og ráðVinnumarkaðsfréttir/hreyfanleikafréttirFréttir/skýrslur/tölfræðiNýliðunarstraumarUngmenni
- Tengdir hlutar
- Búseta & atvinna
- Geirinn
- Accomodation and food service activitiesActivities of extraterritorial organisations and bodiesActivities of households as employers, undifferentiated goods- and servicesAdministrative and support service activitiesAgriculture, forestry and fishingArts, entertainment and recreationConstructionEducationElectricity, gas, steam and air conditioning supplyFinancial and insurance activitiesHuman health and social work activitiesInformation and communicationManufacturingMining and quarryingOther service activitiesProfessional, scientific and technical activitiesPublic administration and defence; compulsory social securityReal estate activitiesTransportation and storageWater supply, sewerage, waste management and remediation activitiesWholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles