Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring24 Október 2019European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion4 min read

Unnið við upplýsingatækni í Danmörku: Fjórir sérfræðingar segja sögu sína

Árið 2017 hleypti EURES í Danmörku af stokkunum „Stóra danska stundin mín“ en það er röð af fjórum stuttum myndböndum með útlendingum sem búa og vinna í Danmörku. Í ágúst 2019 gáfu þau út myndband sérstaklega um útlenska upplýsingatæknisérfræðinga, sem vinna í Danmörku, eftir að hafa séð mikla eftirspurn eftir menntuðum upplýsingatæknisérfræðingum í Danmörku. Myndbandið hefur þegar náð til yfir 10.000 manns á samfélagsmiðlunum og segir frá reynslu fjögurra borgara Evrópusambandsins, sem fluttust til Árhúsa í Danmörku, til að hefja störf á sviði upplýsingatækni.

Working in IT in Denmark: Four professionals share their stories
Workindenmark

Eftir að hafa unnið við upplýsingatækni í átta ár í Rúmeníu var Corneliu Ionut Preotu tilbúinn fyrir nýja áskorun svo hann ákvað að flytjast til Danmerkur. Nú vinnur hann sem öryggissérfræðingur á sviði upplýsingatækni í mjólkuriðnaðinum hjá Arla Foods. Magdalena Houška, frá Króatíu og Alpár Imets, frá Rúmeníu komu til Danmerkur fyrir um fimm árum til að læra hugbúnaðarverkfræði við VIA háskólann. Í dag vinna þau bæði sem kerfisverkfræðingar hjá tölvuhugbúnaðarfyrirtækinu Systematic og vinna aðallega að verkefnum á sviði varnarmála. Angelo Agatino Nicolosi fluttist til Danmerkur frá Ítalíu fyrir 11 árum. Hann vinnur sem tæknimaður í tískuiðnaðinum hjá Bestseller, fatafyrirtæki með um 20 tískumerki um allan heim.

Af hverju Danmörk?

Danmörk getur verið frábær staður fyrir upplýsingatæknisérfræðinga sem hafa hug á því að flytjast til annars lands af ýmsum ástæðum. Einn helsti kosturinn er sá að upplýsingatækniiðnaðurinn í Danmörku er nýjungagjarn og framsýnn. „Upplýsingatæknimarkaðurinn í Danmörku er mjög dýnamískur og framsækinn á sama tíma. Hann fylgir þróuninni á sviði upplýsingatækni,“ útskýrir Corneliu.

Fyrir marga er tækifæri til að nema og vinna í enskumælandi umhverfi stór kostur. „Ég hafði marga möguleika. Ég vildi læra á ensku en það var boðið upp á það í Danmörku,“ segir Alpár. Hann kunni einnig að meta vinnuaðstæðurnar í Danmörku. „Ég skil það fyllilega ef einhver vill fara í Kísildalinn. Það er mikið af spennandi hlutum í gangi þar. En það sem mér líkar við að vinna í Danmörku er að þó að þú fáir hvatningu til að leggja hart að þér og standa þig vel er fólk á sama tíma latt til að vinna of mikið – ekki bara vegna þess að það er ekki gott fyrir þig persónulega heldur líka vegna þess að það er ekki gott fyrir fyrirtækið,“ segir hann.

Angelo kann líka að meta að áhersla er lögð á jafnvægi á milli vinnu og einkalífs í Danmörku ásamt lífsgæðum almennt. „Mér var boðið að ganga til liðs við Google og Facebook mörgum sinnum. En ég vildi það ekki því eitt af því sem mér finnst mikilvægt er ekki bara starfsframinn heldur líka möguleikinn á því að eiga fjölskyldu,“ útskýrir hann. „Almenningstryggingakerfið hér í Danmörku á hvergi sinn líka annars staðar í heiminum. Það er algjörlega einstakt,“ heldur hann áfram.

Vinnumenningin í dönskum upplýsingatækniiðnaði

Þegar þau voru spurð um vinnumenninguna í Danmörku nefndu allir upplýsingatæknisérfræðingarnir fjórir að þeim fyndist þau metin að verðleikum á vinnustaðnum. „Það sem ég kann mest að meta við starfið mitt er frelsið sem ég fæ í vinnunnunni og að taka eigin ákvarðanir,“ segir Magdalena.

Dönsk fyrirtæki almennt eru með flatt stjórnskipulag en það þýðir mjög lítið stigveldi. „Kannski það mikilvægasta sem fékk mig til að flytja og búa áfram í Danmörku er uppbygging vinnustaðarins. Ég kann að meta að ég geti talað við yfirmann minn með beinum hætti án þess að stigveldi standi í veginum fyrir samræðum. Þú getur sagt yfirmanni þínum og samstarfsmönnum það sem þér finnst hvenær sem er,“ útskýrir Corneliu.

„Ef þú ert með rosalega góða hugmynd skiptir ekki máli hvort þú byrjaðir hjá fyrirtækinu fyrir þremur mánuðum eða hefur verið hérna í 20 ár – rödd þín er jafnmikilvæg og allra annarra og ef hugmyndirnar þínar eru góðar komast þær á framleiðslustig,“ segir Angelo.

Þegar kemur að framgangi í starfi er Alpár bjartsýnn: „Þú valdeflist í vinnunni í Danmörku með því hvernig þú þroskast og sérð sjálfan þig þroskast innan fyrirtækisins, svo það passar bæði þér og fyrirtækinu.“

Workindenmark opinbera vinnumiðlunin sem meirihluti starfsfólks EURES í Danmörku vinnur hjá parar hæfa umsækjendur við laus störf í Danmörku með því að nota EURES vefgáttina og Workindenmark ferilskráagrunninn. Hún kynnir líka vinnuhætti í Danmörku, bæði á netinu og á atvinnustefnum, ásamt því að bjóða umsækjendum upp á aðstoð við undirbúning á ferilskrám og umsóknarbréfum fyrir vinnumarkaðinn í Danmörku.

Ef þú ert að leita þér að starfsframa á sviði upplýsingatækni gæti verið að Danmörk væri rétti staðurinn fyrir þig. Af hverju kíkir þú ekki á Workindenmark.dk eða EURES vefgáttina í dag til að hefja atvinnuleitina í Danmörku?

 

Tengdir hlekkir:

EURES-gáttin

Starfsfólk EURES

Upplýsingatæknistörf í Danmörku

Workindenmark.dk

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finndu Eures-starfsfólk

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum

Vinnugagnagrunnur Eures

Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Upplýsingar

Viðfangsefni
  • Árangurssögur
  • Ungmenni
Tengdir hlutar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.