Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring19 Apríl 2017European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion

Vinna eða háskóli? Hvað áttu að velja?

Það er aldrei auðvelt að taka ákvarðanir um framtíðina, sérstaklega þegar allt lífið er framundan og þú hefur áhyggjur af því að fara ranga leið. Þegar ungt fólk lýkur hefðbundinni skólagöngu þarf það að taka mikilvæga ákvörðun: ætti það að fara í háskóla eða beint á vinnumarkaðinn? Þetta er sígild spurning og það er ekki einfalt að svara henni. Við höfum tekið saman nokkra punkta sem geta vonandi hjálpað þér að taka ákvörðun sem er rétt fyrir þig.

Work or university – which is right for you?
Shutterstock

Það veltur á því hvað þú vilt gera við líf þitt...

Í sumum atvinnugreinum er grunnkrafa að umsækjendur hafi háskólapróf. Þessar greinar byggja yfirleitt á akademískum grunni, t.d. læknisfræði, stærðfræði eða vísindum, þar sem viðkomandi þarf að stunda nám í áraraðir til að öðlast þá þekkingu sem þarf til.

Aftur á móti eru margar atvinnugreinar, sérstaklega verklegri greinar, sem geta metið starfsreynslu til jafns við gráðu þar sem hún felur í sér verklega reynslu sem vantar stundum í háskólanám. Hugsaðu um hvers konar starfsferil þig langar í og mögulega gæti það haft áhrif á það hvert þú velur að fara.

...og ef þú hefur ekki komist að því ennþá

En ef þú veist ekki ennþá hvað þú vilt gera? Þó svo að þú veljir annað hvort háskóla eða vinnu þá ertu ekki að skuldbinda þig fyrir lífstíð. Ef þig langar að breyta af leið seinna meir þá var tímanum sem þú varðir í háskólanám eða vinnu ekki sóað. Samskiptahæfileikar og stafræn kunnátta er ekki bundin við eitt svið. Þessir hæfileikar koma að góðum notum hvert sem þú ferð.

Það er líka góð hugmynd að skoða hvaða hæfni og þekking eru sérstaklega eftirsótt hjá vinnuveitendum. Þar gæti verið eitthvað sem þú hefur áhuga á og það gæti aukið til muna starfsmöguleika þína, hvort sem þú ferð beint í vinnu eða fyrst í háskóla.

Peningar er stór þáttur

Peningar eru alltaf erfitt umræðuefni, en það þarf alltaf að skoða þá hlið. Sérstaklega í löndum þar sem ungt fólk lýkur háskólanámi með miklar skuldir á herðunum. Flestar námsleiðir fela í sér einhvern kostnað sem geta elt þig áfram eftir háskólanám, en á vinnumarkaðnum geturðu lagt pening til hliðar.

Aftur á móti getur fjárfestingin reynst góð til lengri tíma litið þar sem háskólagráða veitir oft aðgang að betur launuðum störfum. Það er einnig hægt að sækja um námsstyrki í mörgum löndum ESB sem geta hjálpað ungu fólki í gegnum háskólanám án þess að langt niðurgreiðsluferli skulda taki við að því loknu.

Þú gætir gert bæði

Margir háskólanemar blanda háskólanáminu saman við aukavinnu sem gefur þeim bæði aukapening og starfsreynslu. Það er þó ekki alltaf hægt, sérstaklega ef mikið er að gera í viðkomandi námi, en þetta er góð leið til að fá það besta úr báðum heimum.

Og þó svo þú ákveður að fara inn á vinnumarkaðinn þá er ekki þar með sagt að námið sé úr myndinni. Fjarnám er að verða sífellt algengari kostur með nýrri og betri tækni og hlutanám býður upp á sveigjanleika til að samræmast þínum þörfum.

Sífellt fleiri háskólar eru farnir að reyna leysa þetta vandamál með því að bjóða upp námsleiðir sem fela í sér bæði nám og vinnu. Í slíku námi getur þú notið góðs að því besta úr báðum heimum og það gæti því verið góð hugmynd fyrir þig að skoða hvað háskólar í þínu landi eða erlendis hafa upp á að bjóða.

Svo er það þriðji kosturinn

Lærlingsstöður, starfsþjálfun, og starfsnám er önnur leið til að brúa bilið á milli náms og vinnu. Það er líka góð leið til að komast inn í atvinnugrein eða starfsferil sem þú hefur áhuga á og það gefur þér líka góða reynslu. Skoðaðu hlutann tækifæri fyrir ungt fólk á Drop’pin@EURES og finndu lærlingstöðuna, starfsþjálfunina eða starfsnámið sem hentar þér.

Að sjálfsögðu þarf að huga að mörgu áður en ákvörðunin er tekin, en við vonum að þetta hafi hjálpað þér að greina helstu þættina sem þarf að skoða. Og hvers vegna ekki að prófa annað land, óháð því hvorn kostinn þú velur? Greinin okkar um nám, þjálfun eða vinnu erlendis inniheldur mikilvægar ráðleggingar sem hjálpa þér að komast af stað.

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna EURES ráðgjafa

 Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum

Vinnugagnagrunnur EURES

Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal EURES

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

EURES á Google+

Viðfangsefni
Ábendingar og ráðFréttir/skýrslur/tölfræðiUngmenni
Tengdir hlutar
Búseta & atvinna
Geirinn
Accomodation and food service activitiesActivities of extraterritorial organisations and bodiesActivities of households as employers, undifferentiated goods- and servicesAdministrative and support service activitiesAgriculture, forestry and fishingArts, entertainment and recreationConstructionEducationElectricity, gas, steam and air conditioning supplyFinancial and insurance activitiesHuman health and social work activitiesInformation and communicationManufacturingMining and quarryingOther service activitiesProfessional, scientific and technical activitiesPublic administration and defence; compulsory social securityReal estate activitiesTransportation and storageWater supply, sewerage, waste management and remediation activitiesWholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.