Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring4 Janúar 2018European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion4 min read

Af hverju það er góð fjárfesting að hugsa vel um Facebook-síðu fyrirtækis þíns

Gerðu Faceboook að gamla góða afgreiðsluborðinu í tískuvörubúðinni og skapaði tryggð við vörumerki þitt með litlu ráðstöfunarfé og mikilli sköpunargáfu.

Make Facebook into the good old fashion store counter, and create loyalty for your brand with small budgets and lots of creativity.
EURES

Pål Kaalaas vinnur að stafrænni markaðssetningu fyrir Global Savings Group og Savly. Í þessari grein útskýrir hann af hverju öll fyrirtæki sem eru á netinu ættu að eyða tíma í Facebook:

Fáum það strax á hreint: Þetta er ekki grein um „venjuleg innlegg“ þar sem þú býrð til efni sem lítur út og lyktar eins og auglýsing. Við erum ekki að tala um að segja fólki frá afslætti eða að biðja það um að skrá sig fyrir fréttabréfi. Þessi grein snýst um að búa til efni sem fylgjendur þínir tengja við, gefur þeim tilfinningu fyrir því að tilheyra og veldur því að nýir fylgjendur koma inn í Facebook-heiminn þinn.

Tenging! Orðið ætti að standa stórum neon-stöfum á vegg allra fyrirtækja sem þurfa að búa til tryggan hóp viðskiptavina á tíma þegar tryggð kemur ekki svo auðveldlega. Við erum bara nýfarin að sjá upphafið á tíma þegar flest fólk getur pantað vörur eða þjónustu hvaðan sem er úr heiminum með einum músarsmelli, og það er undir þér komið hvort þú vilt sjá þetta sem vandamál eða spennandi tækifæri til að skapa ný tengsl við viðskiptavini.

Það er sama í hvaða iðnaði þú ert, sem lítið eða meðalstórt fyrirtæki þarft þú að keppa við „stóru strákana“ og gríðarmikið markaðssetningarfjármagn þeirra – það sem borgar fyrir auglýsingar inn á öll heimili með sjónvarpsauglýsingum eða auglýsingaborðum. Það er ekkert að því, en ekki allir hafa efni á slíkri nálgun. Hérna koma Facebook og aðrir samfélagsmiðlar til sögunnar og verða mögulega góð leið til að fanga athygli markhópsins.

Flest fyrirtæki eru þegar á Facebook, en hversu mörg þeirra leggja það á sig að viðhalda viðveru sinni á samfélagsmiðlinum? Flest hugsa ekki skapandi um hvað þau „birta þarna“, og enda með að vera aðeins með fyrrnefnd fréttabréf og afslætti. Það er ekkert að því að auglýsa tilboð endrum og eins, en ef meirihluti innlagnanna frá þér snúast um tilboð áttu eftir að eiga erfitt með að skapa traust eða tilfinningu fyrir að tilheyra.

Þetta snýst um að fá fólk til að tengja. Það eru margar leiðir til að ná þessu, en hvað með að spyrja viðskiptavinahópinn um álit þeirra á nýju vöruheiti, hvað vanti í búðina eða uppástungur að nýju myndmerki? Þú getur verið með samkeppnir, sýnt myndir baksviðs, deilt athyglisverðum greinum, búið til könnun eða haldið vefnámskeið. Möguleikarnir eru endalausir. Þetta snýst allt um að skemmta fólki á sama tíma og því líður eins og það sé hluti af einhverju stærra. Að þeir séu hluti af samfélagi. Að þið séuð í sama liði því þú sýnir persónulega hlið.

Þetta síðasta er mikilvægt. Þú getur ekki gert það ef þú þekkir ekki einkenni þitt, vörur þínar og rödd. Og það mikilvægasta: viðskiptavini þína. Þeir munu tengjast þér eins lengi og þú talar um efni sem vit er í. Til dæmis, ef þú selur verkfæri þá hafa væntanlegir viðskiptavinir líklega áhuga á því hvernig hægt er að nota þessi tæki.

Og af hverju ekki að snúa við borðunum? Biddu viðskiptavinina um ábendingar og ráð. Facebook gæti orðið nútímaútgáfan af búðarborðinu. Í dag standa margir ekki fyrir framan svoleiðis lengur, og það er eitt sem bæði viðskiptavinir og búðareigendur geta saknað vegna þess og það er að byggja upp sambönd með samtölum. Ekki „þetta kostar“ eða „viltu poka?“, heldur „hvað er uppáhaldsmaturinn þinn?“, „hvað viltu byggja í garðinum þínum?“, „hvert viltu fara í frí?“, eða „ég ætla að gefa þér frábært ráð.“

Þetta snýst allt um að byggja jákvæða vörumerkisvitund. Þetta snýst um að fá viðskiptavini til að taka þátt. Varan eða þjónustan er nauðsynleg, en ef þau hitta ekki alvöru manneskju á hinum endanum sem brosir og tengist þeim, af hverju ættu þau að muna eftir þér næst?

Lokaatriði: fjármagn Facebook er fyrirtæki. Á meðan þú byggir upp fylgi mögulegra viðskiptavina, þarft þú líklega að eyða 5-10 evrum á mikilvæg innlegg sem er miðað til fólksins sem þú vilt ná til. Ef efnið er nógu gott, þarftu ekki að fjárfesta meira. Líttu á það eins og þú sért að ýta aðeins við innlegginu þínu svo fleira fólk uppgötvi það, líki við það og skilji eftir athugasemdir.

Komdu þér fyrir við búðarborðið og byrjaðu að vinna.

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna Eures ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum

Vinnugagnagrunnur Eures

Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Viðfangsefni
  • Viðskipti /Frumkvöðlastarf
  • Ytri hagsmunaaðilar
  • Ábendingar og ráð
  • Samfélagsmiðlar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.