Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring2 Maí 2017European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion4 min read

„Hvers vegna vilt þú vinna hér?“ – undirbúðu þig vel fyrir þessa einu spurningu sem er vís

Erfitt er að svara þessari spurningu þannig að frumlegt sé en að svarið eigi samt við. Ef þú býrð til svar til þess vísvitandi að reyna að bera af, getur svarið þitt virst tilgerðarlegt. Reynir þú að svara á skýran og einfaldan hátt þá muntu sennilega vera ein/n margra sem segja nákvæmlega sama hlutinn. Svo að hvernig getur þú orðið minnisstæð/ur þannig að samt verði tekið mark á þér?

‘Why do you want to work here?’ – prepare well for the one sure question
thinkstock

Sérhver vinnuveitandi vill vita af hverju þú ert að sækja um stöðuna hjá þeim. Stærsti vandinn er sá að ástæðan fyrir því að þú ert staddur/stödd andspænis þeim er líklega sú sama og hjá flestum öðrum umsækjendum.

Þrjú þrep geta orðið þér að liði við að takast á við þessa óhjákvæmilegu spurningu á þann hátt að svar þitt verður ekki miðlungssvar heldur framúrskarandi svar.

Heimildaleit

Þú hefur heyrt þetta áður, en mundu að það er ekki nóg að skoða heimasíðu fyrirtækisins vandlega. Þú munt þurfa að færa þig út fyrir undirstöðustaðreyndirnar til þess að koma vel fyrir, það að endurtaka lykilsetningar úr kynningarefni fyrirtækisins verður þér ekki til framdráttar. Láttu hina umsækjendurna um það!

Gáðu hvort þú finnir einhverjar blaðagreinar um fyrirtækið. Kannaðu vel fagtímarritin og rit sem fjalla um þann geira sem þú hefur áhuga á. Séu tenglar á heimasíðu fyrirtækisins sem vísa í fréttaumfjöllun skaltu lesa slíka umfjöllun vandlega. Er fyrirtækið með Youtube rás? Taktu þér tíma í að skoða kvikmyndaræmurnar.

Fæst fyrirtækið við hönnun, tækni eða eitthvað sem kemur hugsanlega fram í Google images? Farðu vandlega í gegnum þetta í því skyni að finna vefsíður sem fjalla um eða leggja mat á vörur fyrirtækisins. Hvað er lítið eða meðalstórt fyrirtæki? Eru einhverjir ritdómar um þá þjónustu sem fyrirtækið er að bjóða? Sé svo þá geta þeir kannski orðið innlegg í það hvernig þú kynnir sjálfa/n þig og þá kunnáttu sem þú getur boðið fram til starfsins.

Gagnleg atriði sem þú getur byggt svarið hjá þér á

Þegar þú ert búin/n að fá greinargóða mynd af því hvað fyrirtækið er að fást við og hvernig þú getur fallið að því sem fyrirtækið er að bjóða skaltu reyna að byggja svar þitt á einhverjum eftirtalinna atriða – ekki dreifa þér um of heldur skaltu einbeita þér að einu eða tveimur atriðum:

  • Þjónustan eða varan sem fyrirtækið lætur í té og hvers vegna þetta vekur áhuga þinn.
  • Nýleg velgengni fyrirtækisins og þær áskoranir sem fyrirtækið stendur frammi fyrir.
  • Sú fræðsla og það svigrúm til uppbyggingar starfsferils sem fyrirtækið býður upp á.
  • Lífsspeki eða siðakerfi fyrirtækisins.
  • Fyrirtækjamenningin – hvernig er að starfa fyrir fyrirtækið.

Gættu þess að virðast ekki hafa meiri áhuga á hlunnindum sem fylgja starfinu en á sjálfu fyrirtækinu.

Bættu rökstuðningi þínum við

Til að geta lyft svari þínu upp frá því að vera venjubundið í að vera minnisstætt skaltu fara upp um eitt þrep og bæta rökstuðningi þínum við. Með því að segja einfaldlega að þú dáist að fyrirtækinu vegna þess að það leggur sig mikið fram um að leita nýrra leiða til að gera hlutina, eins og sést af því að X var hleypt af stokkunum, sýnir að þú ert búin/n að vandað þig við heimildakönnun þína. En aðrir munu einnig hafa gert það.

Svo að til þess að bera raunverulega af skaltu útskýra hvernig kunnátta þín, áhugasvið og reynsla gæti þjónað þeirri staðreynd sem þú ert búin/n að skilgreina.

Til dæmis- „Þegar (…) var hleypt af stokkunum sýnir það hvernig fyrirtækið ykkar stefnir að því að finna nýjar leiðir til að framkvæma hlutina. Áhersla mín var sú sama þegar ég gerði (….) í síðasta starfi mínu. Ég áorkaði (…) með því að gera það sem ég gerði. Ég hugsa að það hvernig ég tókst á við áskorunina hæfi markmiðum ykkar og aðferðum og er ein af ástæðunum fyrir því hvers vegna mig langar til að starfa hérna.“

Eins og segir í grein í breska dagblaðinu Guardian - „Það er þessi íhugun um það sem þú hefur kannað, og geta þín til að para saman þarfir fyrirtækisins og staðla þess við þína eigin kunnáttu og valkosti, sem vissulega á eftir að vekja hrifningu.“

 

Tengdir hlekkir:

Greinin í Guardian Hvers vegna vilt þú vinna hér? Hvernig svara á milljón dollara spurningunni

Finna starf á EURES gáttinni

Hvað getur EURES gert fyrir mig?

 

Nánari upplýsingar:

Finna EURES-ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum

VinnugagnagrunnurEURES

Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur

ViðburðadagatalEURES

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

EURES á Google+

Viðfangsefni
  • Ábendingar og ráð
  • Ungmenni
Tengdir hlutar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.