Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring22 Mars 2017European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion3 min read

Hvað er starfsmenntun og hvaða máli skiptir hún fyrir mig?

Ungt fólk í atvinnuleit, námsfólk í leit að starfsnámi eða mögulegir vinnuveitendur hafa líklega rekist á skammstöfunina VET. Það er algeng skammstöfun í atvinnumálum en hvað merkir hún fyrir ungt fólk og fyrirtæki og hvers vegna skiptir hún mál?

What is VET and why should it matter to me?

Hvað er starfsmenntun?

VET stendur fyrir „vocational education and training“ og er kallað starfsmenntun á íslensku. Með öðrum orðum er um að ræða nám og þjálfun í tiltekinni starfshæfni. Starfsmenntun er mjög algeng innan hótelgeirans, verslunar, verkfræðigeirans, bókhaldsgeirans og skrifstofustarfa.

Hverjir eru kostir starfsnáms?

Fyrir ungt fólk getur starfsnám falið í sér skemmtileg tækifæri. Þá er akademísk hæfni sett til hliðar og athyglinni beint að verklegri hæfni sem getur auðveldað fólki að uppgötva nýja hæfileika. Það getur líka komið sér vel að hafa starfsnám á ferilskránni, það getur aukið möguleikana á að finna vinnu.

Hagur fyrirtækja og stofnana af starfsmenntun er sá hún skilar vænlegum starfskröftum sem búa yfir þeirri hæfni sem þörf er á. Bein fjárfesting í starfsmenntun gerir einnig núverandi starfsfólki kleift að auka þekkingu sína sem aftur eykur samkeppnishæfni fyrirtækisins og vaxtarmöguleika.

Hvers konar starfsmenntun er í boði?

Margir skólar, framhaldsskólar, háskólar og stofnanir bjóða upp á starfsmenntun á ýmsum sviðum. Sumir blanda venjulegri kennslu og starfsnámi en aðrir leggja meiri áherslu á raunverulega starfsreynslu, s.s. að klippa hár á hárgreiðslustofu, eða að elda fyrir gesti í kennslueldhúsi.

Netnámskeið eiga síauknum vinsældum að fagna vegna þess hversu sveigjanleg þau eru. Þau eru sérlega góður kostur fyrir fólk sem hefur öðrum skyldum að sinna eða þarf að sækja nám langt að.

Námssamningar og lærlingsstöður innan fyrirtækja falla einnig undir starfsmenntun þar sem þau veita fólk tiltekna hæfni sem nauðsynleg er á til að ná árangri innan tiltekins geira.

Hvernig styður ESB við starfsmenntun?

Evrópusambandið hefur lengi ýtt undir starfsmenntun sem leiðar til að auka möguleika fólks á að finna vinnu, auka hæfni starfsfólks og efla efnahag Evrópu. Gott dæmi um það er fyrsta evrópska starfshæfnivikan sem fór fram síðla árs 2016 með það að markmiði að kynna kosti starfsmenntunar.

Annað glæsilegt verkefni á því sviði er European Alliance for Apprenticeships, Evrópusamstarf um lærlingsstöður sem ætlað er að auka starfsmenntunarkosti og atvinnumöguleika fyrir ungt fólk. Þar koma saman yfirvöld og menntastofnanir með það sameiginlega markmið að auka gæði og framboð á lærlingsstöðum í Evrópu. Þá ber að nefna Evrópsku samstöðusveitina þar sem ungmenni í Evrópu fá aukinn aðgang að lærlingsstöðum og starfsþjálfun í ýmsum atvinnugreinum.

Hvernig get ég tekið þátt í starfsmenntun?

Þú ættir að hafa samband við menntastofnanir og námskeiðshaldara í þínu landi ef þú ert í leit að starfsmenntun. Þú getur líka prófað að leita á vefsvæðum eins og Droppin@EURES þar sem finna má fjölda námstækifæra bæði heima og erlendis.

Fyrirtæki og stofnanir geta snúið sér að Erasmus+ sem er verkefni sem býður upp á fjölda starfsmenntunartækifæra.

Hvar get ég fundið frekari upplýsingar?

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins heldur úti vefsvæðinu Education and Training þar sem finna má gagnlegar upplýsingar um verkefni ESB á sviði starfsmenntunar.

CEDEFOP er Evrópumiðstöð fyrir þróun starfsmenntunar sem vinnur að þróun og innleiðingu starfsnámsstefnu innan Evrópu.

Evrópska einingakerfið fyrir starfsmenntun (ECVET) gerir fólki auðveldara að fá starfshæfni og þekkingu viðukennda á milli landa.

 

Tengdir hlekkir:

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna EURES-ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum

Vinnugagnagrunnur EURES

Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal EURES

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

EURES á Google+

Viðfangsefni
  • EURES þjálfun
  • Ytri hagsmunaaðilar
  • Ábendingar og ráð
  • Vinnumarkaðsfréttir/hreyfanleikafréttir
  • Nýliðunarstraumar
  • Ungmenni
Tengdir hlutar
  • Nám
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.