
Hvað þýðir frjáls för fyrir fyrirtækið þitt?
Þetta var spurningin sem #EURES25 keppnin bað vinnuveitendur víðs vegar í Evrópu um að svara. Vinnuveitendur voru beðnir um að senda inn mynd sem sýndi hvað frjáls för þýddi fyrir fyrirtækin þeirra en meðal verðlauna var að finna úttektarmiða að verðmæti 500 evrur.
Margir vinnuveitendur sendu einnig inn myndtexta þar sem þeir sögðu frá því hvernig áætlanir EURES eins og Evrópskir atvinnudagar (á netinu), Fyrsta EURES-starfið þitt og Reactivate hafa hjálpað fyrirtækjunum þeirra við að nýta sér frjálsa för með því að hjálpa þeim við að ráða fólk frá öllu Evrópusambandinu.
Tilkynnt var um þrjá verðlaunahafa samkeppninnar á verðlaunaafhendingu á 25 ára afmælishátíð EURES í Brussel 30. janúar. Fyrsti verðlaunahafinn var ráðgjafarfyrirtækið R2M Solution með fjögur útibú í Evrópu. Þetta er saga þess.
Nafn vinnuveitanda:
R2M SolutionLýsing:
R2M Solution er evrópskt rannsókna- og ráðgjafafyrirtæki sem stofnað var árið 2012 á Ítalíu. Síðan hefur það stækkað og er nú með yfir 50 manns í vinnu í fjórum löndum. Teymi R2M er svo sannarlega alþjóðlegt og hafa sumir starfsmenn fyrirtækisins nýtt sér atvinnuáætlunina „Reactivate“ sem hjálpar atvinnuleitendum yfir 35 ára aldri við að finna vinnu í öðrum Evrópusambandslöndum.Þátttaka í samkeppninni:
Fyrir þátttöku í keppninni #EURES25 sendi R2M inn ljósmyndina að ofan með eftirfarandi myndtexta:
Getur þú giskað á hversu mörg þjóðerni má sjá hér?
Þetta er mynd af fyrirtækinu mínu – R2M Solution – á jólafundinum okkar í Pavía á Ítalíu 18. desember 2019.
R2M – Research to Market – er samhæft og fjölhliða ráðgjafarfyrirtæki, sem var stofnað árið 2012, og hefur vaxið í að vera með yfir 50 manns í vinnu í fjórum útibúum fyrirtækisins á Ítalíu, Spáni, Frakklandi og Bretlandi. Starfsfólk okkar kemur frá 14 löndum (Ítalíu, Frakklandi, Spáni, Bandaríkjunum, Brasilíu, Venesúela, Hollandi, Argentínu, Egyptalandi, Indlandi, Portúgal, Bretlandi, Ísrael og Kína).
Við tökum mikinn þátt í samstarfsrannsóknum og nýsköpun í Evrópusambandinu og því er „frjáls för“ grundvallargildi í rekstri okkar. Tveir af starfsmönnum okkar hafa þegar sótt um og notið góðs af hreyfanleika áætlun ESB „Reactivate“.
Innsent af Régis Decorme, framkvæmdastjóra útibús R2M Solution í Frakklandi
Systursamkeppni var einnig hleypt af stokkunum fyrir atvinnuleitendur þar sem þeir voru hvattir til að deila EURES-sögum sínum. Verðlaunin voru meðal annars 500 evra tungumálanámskeið og færniþjálfun til að auka atvinnulíkur þeirra.
Fylgstu með greinum um atvinnuleitendurna þrjá, sem voru verðlaunaðir, og öðrum greinum um hina tvo verðlaunuðu vinnuveitendurna á EURES-vefgáttinni á næstu mánuðum.
#EURES25 keppnin var liður í áframhaldandi herferð til að kynna og fagna 25 ára afmæli EURES. EURES var hleypt af stokkunum 1994 og hefur vaxið og er nú starfandi í 32 löndum og hefur yfir 1.000 ráðgjafa. Fram að þessu hafa yfir 3 milljónir atvinnutækifæra og 15.800 atvinnurekendur verið skráðir á atvinnugátt EURES.
Við hlökkum til næstu 25 ára í þjónustu og ætlum okkur að tryggja að væntanlegir atvinnuleitendur og vinnuveitendur viti af EURES, hvað við stöndum fyrir og hvernig við getum hjálpað þeim á vegferð þeirra eða við ráðningar.
Tengdir hlekkir:
Nánari upplýsingar:
Finna EURES-ráðgjafa
Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum
Vinnugagnagrunnur EURES
Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur
Viðburðadagatal EURES
Næstu viðburðir á Netinu
EURES á Facebook
EURES á Twitter
EURES á LinkedIn
Upplýsingar
- Útgáfudagsetning
- 8 Janúar 2021
- Höfundar
- European Labour Authority | Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
- Viðfangsefni
- Viðskipti /FrumkvöðlastarfAtvinnudagar/viðburðirFréttir/skýrslur/tölfræðiNýliðunarstraumarÁrangurssögurUngmenni
- Geirinn
- Accomodation and food service activitiesActivities of extraterritorial organisations and bodiesActivities of households as employers, undifferentiated goods- and servicesAdministrative and support service activitiesAgriculture, forestry and fishingArts, entertainment and recreationConstructionEducationElectricity, gas, steam and air conditioning supplyFinancial and insurance activitiesHuman health and social work activitiesInformation and communicationManufacturingMining and quarryingOther service activitiesProfessional, scientific and technical activitiesPublic administration and defence; compulsory social securityReal estate activitiesTransportation and storageWater supply, sewerage, waste management and remediation activitiesWholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles