Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring7 Júlí 2020European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion

Viltu ferðast af öryggi til annars Evrópusambandslands? Nýtt gagnvirkt verkfæri segir þér allt sem þú þarft að vita

Nú þegar Evrópa byrjar að opna á ný eftir COVID-19 heimsfaraldurinn er erfitt að vita hvert og hvenær eigi að ferðast. Til að auðvelda þér skipulag á næstu ferð hefur Evrópusambandið búið til nýtt verkfæri á netinu til að veita þér upplýsingar um nýjustu ferðaráðin.

Want to travel safely to another EU country? New interactive tool tells you what you need to know
EURES

Gagnvirka verkfærið „Re-open EU“ er verkvangur með upplýsingum um hvaða lönd megi heimsækja, hvernig ferðast megi til hvers lands í Evrópusambandinu og hvaða ráðstöfunum þú stendur frammi fyrir þegar þú mætir á svæðið. Það er hannað til að hjálpa fólki við að skipuleggja og njóta sumarfrísins, hitta vini og fjölskyldu á ný og gera ferðalög auðveldari en tryggja öryggi á sama tíma. Netverkfærið tryggir að upplýsingar séu öllum aðgengilegar með því að birta þær á 24 tungumálum.

Verkfærið býr yfir gagnvirku korti sem sýnir landamæri og landafræði valins lands. Það gerir þér kleift að skoða nærlæg lönd og hjálpa þér við að skipuleggja ferðalag með almenningssamgöngum eða bíl. Í upplýsingareit má finna upplýsingar sem flokkaðar hafa verið í fjóra flokka: COVID-19, ferðalög, þjónusta og heilbrigðis- og öryggismál.

COVID-19 upplýsingarnar innihalda hlekki til að útskýra hvað veiran sé og hvaða áhrif hún hafi haft á ferðamennsku í völdu landi.  Þar má einnig finna símanúmer þjónustusíma og aðra gagnlega hlekki fyrir ferðamenn, svæðisbundnar upplýsingar og viðeigandi verkefni á vegum Evrópusambandsins.

Þar sem heimsfaraldurinn hefur valdið svo mikilli óvissu getur verið að ferðaupplýsingarnar svari mörgum mikilvægum spurningum. Þú getur valið táknmynd (bát, flugvél, lest, o.s.frv.) til að fá frekari upplýsingar um samgöngur landsins eftir þeim samgöngumáta sem þú ert að velta fyrir þér. Þar færðu upplýsingar hvort þú getir ferðast til eða frá völdu landi sem ferðamaður, hvort þú getir ferðast óhindrað innan landsins, hvaða samgöngumáta þú megir nota til að fara til landsins, hvaða takmarkanir eða sóttkvíarráðstafanir verði í gildi þegar þú kemur til landsins og hvort þú þurfir læknisvottorð til að fara til landsins.

Þegar ferðaupplýsingarnar liggja fyrir getur verið að þú hafir áhuga á að vita hvaða þjónusta standi þér til boða þegar þú kemur til landsins. Næsti flipi listar alla mikilvægustu þjónustuna í boði og segir þér hvort hún standi þér til boða. Líkt og í ferðaupplýsingunum er spurningum svarað með einföldu „já-i“ eða „nei-i“ áður en aðstæðunum er lýst betur. Þar færðu upplýsingar um hvort aðrar en mikilvægustu verslanir hafi opnað á ný í völdu landi, hvort gisting sé í boði og hvort strandir og kaffihús hafi opnað. Að lokum býðst þér gistiávísun til að nota fram til loka 2020.

Að síðustu lætur upplýsingareiturinn þig vita um alla áhættu sem þú þarft að vita um áður en þú tekur ákvörðun um ferðalagið. Þar á meðal svæði sem þú ættir að forðast á ferðalaginu og hvort krafa sé gerð um eða mælt sé með andlitsgrímum eða félagsforðun þegar landið er sótt heim.

Verkfærið Re-open EU er uppfært á sólarhringsfresti svo þú hafir allar nýjustu upplýsingar við höndina fyrir og á meðan ferðalaginu þínu stendur. Ef þú eða fjölskylda þín og vinir eruð að velta fyrir ykkur að ferðast í Evrópu skaltu kíkja á verkfærið og tryggja öryggi þitt!

 

Tengdir hlekkir:

Re-open EU

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna EURES-ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum

Vinnugagnagrunnur EURES

Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal EURES

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

Viðfangsefni
Verkfærakista ESB fyrir hreyfanleikaVinnumarkaðsfréttir/hreyfanleikafréttir
Tengdir hlutar
Hjálp og aðstoð
Geirinn
Accomodation and food service activitiesActivities of extraterritorial organisations and bodiesActivities of households as employers, undifferentiated goods- and servicesAdministrative and support service activitiesAgriculture, forestry and fishingArts, entertainment and recreationConstructionEducationElectricity, gas, steam and air conditioning supplyFinancial and insurance activitiesHuman health and social work activitiesInformation and communicationManufacturingMining and quarryingOther service activitiesProfessional, scientific and technical activitiesPublic administration and defence; compulsory social securityReal estate activitiesTransportation and storageWater supply, sewerage, waste management and remediation activitiesWholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.