Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring7 Júní 2017European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion

Leiðbeiningar fyrir tengslamyndun

Tengslamyndun snýst um að rækta sambönd, koma nafninu sínu á framfæri og finna tækifæri sem kannski verða aldrei á vegi manns þegar leitað er að atvinnu á netinu. Að fjölmörgu er að huga, sér í lagi þegar tekið er þátt í tengslamyndunarviðburði. Við höfum þess vegna tekið saman helstu þætti sem huga þarf að og skipt niður í þrjú skref til að auðvelda þér undirbúningsvinnuna þannig að þú getir nýtt tímann með sem bestum hætti og fáir sem mest út úr viðburðinum.

The ultimate guide to networking

1. skref: Áður en viðburðurinn hefst

Finndu rétta viðburðinn fyrir þig

Það er fjöldinn allur af tengslamyndunarviðburðum í gangi á hverjum tíma og margir eru sniðnir að sérstökum málefnum, atvinnugeirum eða löndum. Gakktu úr skugga um að þú veljir viðburð sem hentar þér og áhugamálum þínum þannig að þú getir tekið þátt í samræðum við það fólk sem þú hittir. Það er gott að byrja á vefsvæðinu European Job Days ef þú vilt sjá komandi viðburði.

Undirbúðu kynningarræðu

Tengslamyndun snýst ekki bara um að selja sjálfan sig en það getur engu að síður verið gagnlegt að vera með undirbúna kynningarræðu um sig svo mögulegur atvinnuveitandi fái innsýn í hver þú ert og þína hæfni. Leggðu áherslu á viðeigandi hæfni og reynslu en einnig hvað það er sem lætur þig skara framúr.

Gakktu úr skugga um að prófíllinn þinn á LinkedIn sé uppfærður.

Ef fólk sem þú hittir vill vita meira um þig er líklegt að það leiti fyrst á LinkedIn. Ef prófíllinn þinn er uppfærður eru meiri líkur á að þú vekir athygli og sýnir hæfni þína og reynslu á sem bestan hátt.

Skoðaðu mælendaskrá og þátttökulista (ef hægt er)

Ef þú veist hverjir aðrir taka þátt geturðu skipulagt tímann þinn fyrirfram. Þú getur séð hvern þú vilt tala sérstaklega við eða tiltekinn fyrirlestur sem þú vilt hlusta á sem aftur tryggir að þú færð sem mest út úr viðburðinum.

2. skref: Á viðburðinum

Taktu þátt

Tengslamyndun getur verið yfirþyrmandi en svo sannanlega þess virði svo ekki fara á taugum. Mundu eftir að tala við fólk og byrja að þróa þessi mikilvægu tengsl, sem eru jú eftir allt saman ástæðan fyrir veru þinni á viðburðinum. Ef sérstakt hashtag er notað á viðburðinum skaltu nota samfélagsmiðlana til að eiga í samskiptum við fólkið í kringum þig.

Brjóttu ísinn

Kannski þekkirðu fólkið sem þú ætlar að tala við, kannski ekki. Hvort heldur sem er getur verið gott að brjóta ísinn með því að spyrja um fyrirtækið sem viðkomandi starfar hjá og lýsa yfir áhuga þínum á því sem þau gera. Að sjálfsögðu viltu segja frá þínum eigin bakgrunni og hæfni en það er kannski ekki besta aðferðin að fara með kynningarræðuna strax í upphafi.

 Biddu um nafnspjöld og láttu aðra fá þitt

Sumir láta þig strax fá nafnspjaldið sitt en aðrir ekki. Ekki vera feiminn að biðja um nafnspjald, sérstaklega hjá einhverjum sem þú hefur áhuga á. Það er mjög mikilvægt að hafa upplýsingar um fólk þegar kemur að eftirfylgninni að loknum viðburðinum.

Af sömu ástæðu skaltu láta aðra fá nafnspjaldið þitt svo að þeir hafi upplýsingar um þig og muni betur eftir þér.

3. skref: Að loknum tengslamyndunarviðburðinum

Eftirfylgni

Þetta er sennilega mikilvægasti þátturinn. Ef þú fylgir ekki eftir hinum nýstofnuðu tengslum gæti öll vinnan sem þú hefur lagt á þig verið unnin fyrir gýg. Notaðu nafnspjöldin sem þú fékkst og haltu samtalinu gangandi!

Myndaðu tengsl á LinkedIn

LinkedIn er risastórt netkerfi og ein stærsta atvinnumiðlun á netinu. Ef þú tengist fólkinu sem þú hittir geturðu sýnt áhuga þinn á þeim og starfinu þeirra um leið og þú býður tengiliðina þína velkomna í tengslanetið þitt. Það er einnig þess virði að senda þeim skilaboð sem tengist viðburðinum til að minna fólk á hvar þið hittust og koma samtalinu í gang.

Ef þú er í vafa um kosti tengslamyndunar skaltu skoða Hvernig getur tengslamyndun gagnast mér? Og ef tengslamyndun hefur skilað þér viðtali skaltu lesa 5 ráðleggingar um atvinnuviðtal.

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna EURES ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum

VinnugagnagrunnurEURES

Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal EURES

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

EURES á Google+

Viðfangsefni
Viðskipti /FrumkvöðlastarfEURES bestu starfsvenjurNýliðunarstraumarUngmenni
Tengdir hlutar
Búseta & atvinna
Geirinn
Accomodation and food service activitiesActivities of extraterritorial organisations and bodiesActivities of households as employers, undifferentiated goods- and servicesAdministrative and support service activitiesAgriculture, forestry and fishingArts, entertainment and recreationConstructionEducationElectricity, gas, steam and air conditioning supplyFinancial and insurance activitiesHuman health and social work activitiesInformation and communicationManufacturingMining and quarryingOther service activitiesProfessional, scientific and technical activitiesPublic administration and defence; compulsory social securityReal estate activitiesTransportation and storageWater supply, sewerage, waste management and remediation activitiesWholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.