Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring26 Október 2022European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion3 min read

Þessi stafræna færni getur bætt ráðningarhæfi þitt

Við lifum á tímum þar sem starfræn færni er nauðsynleg. Fyrir þá, sem eru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði, höfum við tekið saman upplýsingar um þá stafrænu færni sem mest eftirspurn er eftir á vinnumarkaði í dag.

These digital skills can improve your employability

Stafræn markaðssetning

Með tækniþróun og samfélagsmiðlum treysta flest fyrirtæki ekki lengur aðeins á hefðbundna markaðssetningu. Ef fyrirtæki auglýsir ekki þjónustu sína nú á dögum með stafrænum hætti mun því reynast erfitt að fanga athygli viðskiptavina. Það er hér sem stafræn markaðssetning kemur til sögunnar. Stafræn markaðssetning er notuð til að auglýsa vörur og þjónustu fyrirtækja með auglýsingum á samfélagsmiðlum, bestun leitarvéla, greiningarverkfærum, tölvupóstsherferðum og fleira.

Gagnagreining

Fyrirtæki safna miklu magni af dýrmætum gögnum frá viðskiptavinum sínum. Þau þurfa einhvern sem getur túlkað þessi gögn svo þau átti sig betur á viðskiptavinum sínum og geti bætt vörur sínar og hámarkað sölu. Þar sem gögn eru nauðsynlegur hluti allrar stafrænnar þjónustu er eftirspurnin eftir gagnagreiningu færni sem ekki er á förum.

Stafræn verkefnastjórnun

Stafræn verkefnastjórnun er mikilvægur hluti þróunar á stafrænum vörum og þjónustu. Stafrænir verkefnisstjórar þurfa að búa yfir ítarlegri þekkingu á öllu ferlinu − allt frá hugmynd til þróunar á lokavörunni eða -þjónustunni. Stafrænn verkefnisstjóri hefur umsjón með öllu ferlinu og tryggir að allir tímafrestir séu virtir og varan eða þjónustan sé samkvæmt staðli.

Forritun, vef- og appþróun

Vaxandi fjöldi fyrirtækja hefur þörf fyrir vefforritara því forritun er nauðsynleg til að búa til allar tæknivörur, stafræna þjónustu eða vefsíður. Það er þess vegna sem forritun og vef-/appþróun er oft talin upp á LinkedIn sem færni sem hvað mest eftirspurn er eftir.

Samfélagsmiðlar

Mörg fyrirtæki hafa áttað sig á því að þau þurfa að vera til staðar á samfélagsmiðlum með fagmannlegum hætti. Samfélagsmiðlastjóri tryggir að vörur og starfsemi fyrirtækisins birtist með skilvirkum hætti á samfélagsmiðlum. Ef þeir sinna starfi sínum eð réttum hætti geta þeir meira að segja stækkað kúnnahóp fyrirtækisins og sölu.

Kvikmyndagerð

Síðastliðin ár hafa margir af helstu samfélagsmiðlunum byrjað að taka kvikmyndaefni yfir ljósmyndir og texta. Það er auðveldara að neyta kvikmyndaefnis, það er skemmtilegra og höfðar til allra aldurshópa. Mörg fyrirtæki eru að ráða fólk með kvikmyndagerðarfærni til að hjálpa þeim við að koma vörum sínum á framfæri og bjóða viðskiptavinum upp á fræðslumyndbönd eða þjálfa starfsmenn.

Vefhönnun

Vefhönnuðir tryggja ekki bara að vefvörur og vefsíður virki heldur líti einnig vel út og séu notendavænar. Það er mikilvægt fyrir árangur allra tæknifyrirtækja. Öll fyrirtæki sem vilja að viðvera þeirra á netinu líti fagmannlega og vel út þurfa fólk með góða færni á sviði vefhönnunar.

EURES getur hjálpað þér

Ef þú vilt læra nýja færni en ert ekki viss hvar þú eigir að byrja ættir þú að kíkja á greinina okkar 6 bestu ókeypis síðurnar með ókeypis námskeiðum. Þú getur einnig haft samband við EURES-ráðgjafa sem geta hjálpað þér að finna styrkleika þína og áhugasvið og hjálpað þér við að leita og sækja um störf.

Finndu EURES ráðgjafa á þínu svæði eða hafðu samband við EURES ráðgjafa þinn í gegnum spjallrásir.

Í samstarfi við Eures, Vefgátt um flæði vinnuafls í Evrópu.

 

Tengdir hlekkir:

Spjallaðu á netinu við EURES ráðgjafa

Leita að EURES ráðgjöfum

Hörð og mjúk færni sem mest eftirspurn er eftir 2020

6 bestu ókeypis síðurnar með ókeypis námskeiðum

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Finna Eures ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum

Vinnugagnagrunnur Eures

Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur

EURES viðburðadagatal

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

Upplýsingar

Viðfangsefni
  • Ábendingar og ráð
  • Nýliðunarstraumar
  • Ungmenni
Tengdir hlutar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.