Skip to main content
EURES
fréttaskýring19 Júní 2017European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion

Svíþjóð býður grískum heilbrigðisstarfsmönnum að flytja norður

Heilbrigðisstarfsmenn frá Grikklandi flytjast til Svíþjóðar í vel heppnuðu atvinnuátaki. Sænska vikan sem haldin er í Aþenu og Þessaloniki tvisvar á ári, byggir á áralöngu samstarfi milli landana, var haldin aftur í síðasta mánuði.

Sweden invites Greek health specialists to move north
EURES Sweden

"Grikkir eru afar vinveittir Svíum," segir Mia Mygren, EURES ráðgjafi sem starfar með Grikklandi og er einn af sjö meðlimum í sænska heilsuhópnum.

"Það hefur verið mikið samstarf milli stjórnvalda beggja landanna á síðustu árum, ekki síst á sjötta og sjöunda áratugnum þegar mikið af Grikkjum kom til hingað til starfa. Þetta er eitt af fáu löndum í Evrópu þar sem ráðningaraðilar geta farið og fengið ferilskrár frá atvinnuleitendum sem þegar tala sænsku."

Vegna þessara sögulegu tengsla kjósa margir Grikkir að læra sænsku og eru opnir fyrir möguleikanum að flytja norður. EURES í Svíþjóð hefur haldið sameiginlegan sænsk-grískan atvinnudag tvisvar á ári í nokkur ár.

Sá síðasti var haldinn 3. til 6. apríl, með því markmiði að koma á tengslum milli lækna, hjúkrunarfræðinga, líflæknisfræðilega greiningaraðila, sjúkraþjálfara, sérfræðinga á sviði upplýsingatækni sem og á sviði lífvísinda, í samband við atvinnurekendur í Svíþjóð.

Myrgren, sem starfar í Malmö, vinnur með héraðs- og svæðisráðum um allt landið í Svíþjóð hefur ferðast til Grikklands með fulltrúum frá þremur atvinnurekendum sem leitast við að ráða starfsfólk: Svæðin eru Norrbotten, Närhälsan Västra Götaland og einkarekna sjúkrahúsið Stockholms Sjukhem.

Af þeim 72 umsóknum sem EURES fékk, völdu ráðningaraðilarnir 31 hjúkrunarfræðing og læknir til að taka viðtal við á staðnum. 13 manns í viðbót voru teknir í viðtal eftir að hafa sótt um fyrirvaralaust á viðburðinum sem kallast ‘Opin rými’. Atvinnurekendur munu í kjölfarið bjóða um að bil 10 umsækjendum að koma til Svíþjóðar til að taka þátt í næsta stigi í valferlinu.

Starfsferilsskrár þeirra umsækjenda sem ekki voru teknir í viðtal verða sendar til annarra atvinnurekenda í geiranum á næstu mánuðum.

"Á síðasta ári sendum við um tuttugu lækna og hjúkrunarfræðinga frá Grikklandi til norðurhluta Svíþjóðar," segir Myrgren. "Í heildina náðum við að staðsetja sextíu og sjö lækna og hjúkrunarfræðinga í landinu. Það er mikill áhugi frá Grikkjum þegar kemur að starfi hérna."

Sænsk yfirvöld hafa nýverið hert reglugerðir varðandi tungumálakunnáttu þeirra sem sækja um starfsleyfi til að vinna á heilbrigðissviðinu. Yfirleitt hafa atvinnurekendur, sem ráða umsækjendur á sænsku vikunni, séð þeim fyrir tungumálakennslu í Aþenu og Þessaloniki; þegar þeir svo hafa náð færni á stiginu B1 eða B2 eru þeir ráðnir sem aðstoðarfólk áður en þeir fá leyfi til að starfa sjálfstætt í Svíþjóð. 

 

Tengdir hlekkir:

Sameiginlegir sænsk-grískur atvinnudagar fyrir heilbrigðisstarfsfólk 3-6 apríl

Búseta og störf í Svíþjóð

 

Nánari upplýsingar:

Finna EURESráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures löndum

Vinnugagnagrunnur - starfagagnagrunnur Eures

Þjónusta Eures fyrir atvinnurekendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Eures á Google+

Viðfangsefni
EURES bestu starfsvenjurYtri hagsmunaaðilarAtvinnudagar/viðburðirVinnumarkaðsfréttir/hreyfanleikafréttirNýliðunarstraumarSamfélagsmiðlar
Tengdir hlutar
Búseta & atvinna
Geirinn
Accomodation and food service activitiesActivities of extraterritorial organisations and bodiesActivities of households as employers, undifferentiated goods- and servicesAdministrative and support service activitiesAgriculture, forestry and fishingArts, entertainment and recreationConstructionEducationElectricity, gas, steam and air conditioning supplyFinancial and insurance activitiesHuman health and social work activitiesInformation and communicationManufacturingMining and quarryingOther service activitiesProfessional, scientific and technical activitiesPublic administration and defence; compulsory social securityReal estate activitiesTransportation and storageWater supply, sewerage, waste management and remediation activitiesWholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.