Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring19 Mars 2018European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion

Sögur af velgengni sprotafyrirtækja í Evrópu: yfir áratugina

Siemens, Lego, Gucci, Virgin og Skype eru allt vörumerki í fremstu röð. Saman eru þau með þúsundir fólks í vinnu, starfa í hundruðum landa og njóta gríðarmikils hagnaðar.

Start-up success stories in Europe: across the decades
EURES

Þau byrjuðu líka öll í Evrópu.

Evrópsk sprotafyrirtæki hafa haft alþjóðleg áhrif öldum saman og núna ætlum við að kíkja á nokkrar sögur af velgengni sprotafyrirtækja um alla álfuna.

1840 -1899

Á síðustu 170 árum hefur Siemens þróast úr einni vinnustofu í þýskum bakgarði yfir í driffjöður í iðnaðar framleiðslu með meira en 370.000 starfsmenn. Fyrirtækið var stofnað undir nafninu Siemens & Halske árið 1847 og naut fljótlega velgengni með uppfinningum sínum og símalínum sem hægt var að nota yfir langar vegalengdir.

Siemens var ekki eitt um að byrja snemma og á fábrotinn hátt. Sama ár, handan landamæranna í Frakklandi, tók Louis-François Cartier yfir skartgripaverkstæði lærimeistara síns og barnabörn hans hjálpuðu síðar til við að breyta fjölskyldufyrirtækinu yfir í vörumerki með munaðarvöru sem er í uppáhaldi hjá bæði kóngafólk og stjörnum um allan heim.

Á þessu tímabili voru einnig sett á stofn framtíðar stórveldi í Skandinavíu, fyrst Nokia (Finnland, 1865) og síðan Ericsson (Svíþjóð, 1876). Þó Ericsson hafi einbeitt sér að fjarskiptum strax frá upphafi stofnunar sinnar sem símaviðgerðarstofa í Stokkhólmi, var Nokia upphaflega viðarkvoðumylla sem framleiddi vörur eins og klósettpappír. Það var ekki fyrr en snemma á tuttugustu öld sem fyrirtækið fór að sækja fram á sviðum sem það er frægt fyrir í dag.

1900 -1949

Evrópa er aðsetur ýmiskonar frægra bifreiðaframleiðenda og Aston Martin í Bretlandi er án efa einn þeirra þekktustu, þökk sé langtíma tengslum við James Bond. Fyrirtækið, sem stofnað var af verkfræðingunum Lionel Martin og Robert Bamford árið 1913, var rétt að koma undir sig fótunum þegar framleiðslu á fyrstu gerðinni þeirra var stöðvuð vegna þess að fyrri heimstyrjöldin byrjaði. Þrátt fyrir þessa óhagstæðu byrjun og – á stundum – ólgutíð, hefur vörumerkið Aston Martin enst og sótti nýlega fram á ný svið samgöngutækja þ.m.t. hraðbáta og kafbáta.

Aðflutti hótelstarfsmaðurinn Guccio Gucci vann í París og London og fylltist innblæstri af hágæða ferðatöskunum sem hann sá í fórum gesta sinna. Þegar hann sneri aftur til heimalands síns, Ítalíu, stofnaði Gucci verslun með hágæða leðurvörur í sínu nafni árið 1921. Við spólum fram um næstum 100 ár og vörumerkið með hágæða tískuvörur var kosið 47. verðmætasta vörumerki heimsins 2017, af Forbes tímaritinu með verðmæti upp á 12,7 milljarða dollara.

LEGO er ein þekktasta velgengnisaga evrópsks sprotafyrirtækis. Fyrirtækið, sem stofnað var í Danmörku snemma á fjórða áratug tuttugustu aldar, gerði upprunalega tréleikföng. Hinir frægu plastkubbar fylgdu í kjölfarið 1949, sem markaði upphafið af yfirráðum Lego yfir leikfangamarkaðinum og fleiru. Á nýliðnum árum hefur fyrirtækið gert út á varanlegar vinsældir vara þeirra með því að færa út kvíarnar í kvikmyndir, tölvuleiki og skemmtigarða. Með meira en 75 milljarða seldra LEGO-kubba árið 2016, sést arfleifð fyrirtækisins um allan heim.

1950 -1999

Á áratugunum eftir seinna stríð var hraður uppgangur í Evrópu og sprotafyrirtæki héldu áfram að blómstra í stöndug fyrirtæki. Fatasmásalinn Primark, sem settur var á fót 1969 á Írlandi, fyllti upp í gat í markaðinum með ódýrum fatnaði og naut stöðugs vaxtar á innanlandsmarkaði á sínum fyrstu árum. Nýleg útrás til Evrópu og Bandaríkjanna hefur leitt til þess að fyrirtækið var komið með 320 verslanir í 11 löndum árið 2016.

Richard Branson er kannski alþekktur í dag, en snemma á áttunda áratug síðustu aldar var hann glænýr í viðskiptum og rak póstverslun með plötur í kirkju og opnaði síðar plötuverslun í Bretlandi. Virgin Records fylgdi í kjölfarið og á næstu fjörtíu árum, hefur fyrirtækið fært út kvíarnar yfir í flutninga, smásölu og fjarskipti. Núna hefur Virgin Group meira en 37 milljónir fylgjenda, 53 milljónir viðskiptavina um allan heim og alþjóðlegar tekjur upp á 16,6 milljarða GBP.

Síðari hluti þessa tímabils sá upprisu tækni sprotafyrirtækja, þ.m.t. Avast (Tékkland, 1988) TomTom (Holland, 1991), CD Projekt (Pólland, 1994) og Opera Software (Noregur, 1997). Með rekstur á sviði netöryggis, stafrænnar leiðsagnar, tölvuleikja og hugbúnaðar, hafa þessi fjögur fyrirtæki öll náð töluverðri velgengni þökk sé frumlegum vörum og vaxandi eftirspurn á stafræna markaðstorginu.

2000 -2018

Þessi tæknileitni hélt áfram inn í nýtt árþúsund og Skype varð brátt nýr lykilleikmaður í fjarskiptageiranum. Fyrirtækið, sem stofnsett var 2003 með aðsetur í Lúxemborg, var brautryðjandi á sviði ókeypis tölva til tölvu myndsímtala og var tekið yfir af Microsoft í maí 2011 fyrir 8,5 milljarða dollara. Nýlegar áætlanir setja fjölda mánaðarlegra virkra notenda við um 300 milljónir.

Í Svíþjóð var Spotify komið af stað 2008. En fyrirtækið var svar við baráttunni gegn ólöglegu niðurhali á tónlist. Seint árið 2012, hafði notendagrunnur tónlistarstreymisveitunnar náð 20 milljón virkum notendum og næstum áratug eftir að henni var hleypt af stokkunum, tilkynnti Spotify að þessi tala væri komin upp í 140 milljón notendur.

Í Ungverjalandi bjó arkitektinn Ádám Somlai-Fischer til einstaka þysjunar uppfærslu til að sýna fjölmiðlunarlistaverk sín. Þessi frumgerð varð grundvöllurinn að Prezi, sem var stofnsett árið 2009 og státar nú af 85 milljónum notenda og 325 milljónum opinberum kynningum.

Núna síðast, stofnaði William Shu Deliveroo í London eftir að hafa upplifað skort á heimsendingum á mat síðla nætur í borginni. Innan fyrstu tveggja áranna varð fyrirtækið mjög umtalað og gat fært út kvíarnar á alþjóðavettvangi 2015. Þremur árum seinna og Deliveroo starfar í 14 löndum og meira en 140 borgum.

Þetta er bara lítil tækifærismynd af því hverskonar velgengni evrópsk sprotafyrirtæki hafa átt að fagna með árunum. Við vonum að þú hafir fengið innblástur af þessum sögum og hvernig væri að skoða hvað á að gera og ekki gera þegar þú stofnar fyrirtæki greinina okkar til að fá meiri upplýsingar um sprotafyrirtæki.

 

Tengdir hlekkir:

Siemens

Nokia

Gucci

Lego

Virgin

Skype

Spotify

Prezi

Deliveroo

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna Euresráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eurselöndum

Vinnugagnagrunnur Eures

Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Viðfangsefni
Viðskipti /FrumkvöðlastarfYtri EURES fréttirInnri EURES fréttirVinnumarkaðsfréttir/hreyfanleikafréttirFréttir/skýrslur/tölfræðiÁrangurssögurUngmenni
Geirinn
Accomodation and food service activitiesActivities of extraterritorial organisations and bodiesActivities of households as employers, undifferentiated goods- and servicesAdministrative and support service activitiesAgriculture, forestry and fishingArts, entertainment and recreationConstructionEducationElectricity, gas, steam and air conditioning supplyFinancial and insurance activitiesHuman health and social work activitiesInformation and communicationManufacturingMining and quarryingOther service activitiesProfessional, scientific and technical activitiesPublic administration and defence; compulsory social securityReal estate activitiesTransportation and storageWater supply, sewerage, waste management and remediation activitiesWholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.