Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring25 Apríl 2018European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion3 min read

Slóvakískur starfsnemi kemur með evrópskt bragð á franskan veitingastað

Sumarið 2017, hóf Lucia Belúchová árslangt starfsnám á veitingastað í bænum Laval í norður Frakklandi.

Slovak apprentices bring a European flavour to French restaurant
Shutterstock

Áður en Lucia flutti til Frakklands - ferð sem tók hana 18 klukkutíma með smárútu - nam hún við Nitra hótelskólann í heimalandi hennar Slóvakíu, þar fékk hún diplómu fyrir þjónustu og stjórnun í hótelgeiranum.

Lucia leitaði síðan að starfsreynslu erlendis og með hjálp Fyrsta EURES-starfið þitt (YfEJ) áætluninni, fann hún starfsnám hjá Le Cap Horn veitingastaðnum í Laval.

YfEJ bíður atvinnuleitendum upp á tækifæri til að fá dýrmæta starfsreynslu erlendis, kynnir þá fyrir nýju landi, menningu og oft nýju tungumáli. Fyrir Lucia var það þessi menningar- og tungumálaþáttur sem var helsta hvötin að baki þátttöku hennar í áætluninni. „Mig langaði að bæta frönskukunnáttu mína og kynnast annarri menningu, svo ég ákvað að fara til Frakklands,“ sagði hún. „Fyrir það hafði ég aldrei unnið erlendis.“

Fyrir starfsnema eins og Lucia, veitir starf erlendis henni nýja reynslu og áskoranir. „Franskan var erfiðust,“ segir hún. „Mér fannst hún auðveld í skóla en raunveruleikinn er mun erfiðari. Það er margt sem kemur mér á óvart, þar sem Frakkland er mjög ólíkt Slóvakíu.“

Til að hjálpa henni að koma sér fyrir í Frakklandi, fékk Lucia fjárhagslega aðstoð frá YfEJ og var boðið upp á gistingu í deildu húsnæði með öðrum ungum starfsnemum.

Tvöfalt starfsnám Lucia þýðir að hún eyðir um þrem vikum á mánuði við vinnu sem þjónn í veitingahúsinu, og afganginn af tímanum nemur hún við Centre de Formation des Apprentis des Villes de la Mayenne (CFA VM, þjálfunarmiðstöð fyrir starfsnema í bæjunum í Mayenne).

Lucia er ekki fyrsti slóvakíski starfsneminn sem vinnur á Le Cap Horn. Raunar hefur veitingahúsið ráðið starfsnema frá landinu síðustu fjögur ár – með góðum árangri – þökk sé samvinnu með CFA VM sem er fulltrúi YfEJ með því að para saman staðbundin fyrirtæki og erlenda atvinnuleitendur.

Framkvæmdastjóri Le Cap Horn Gilles Poulain útskýrir að þetta hafi gefið veitingahúsinu aðgang að hópi mögulegra umsækjenda sem bjóða upp á eldmóð og ástríðu fyrir geiranum sem er af skornum skammti á staðnum. „Í fjögur ár núna hef ég getað ráðið starfsnema frá Slóvakíu,“ segir Gilles. „Ungt fólk sem duglegt og hefur áhuga á geiranum – sem er skortur á hér á svæðinu.“

Gilles hefur líka þótt mikið til tungumálahæfileika Lucia og hinna slóvakísku starfsnemana, bæði frönsku og ensku. Samkvæmt Vincent Ledauphin, yfirmanni Evrópuáætlana hjá CFA VM, gefur nærvera fjöltyngdra erlendra starfsnema evrópska vídd sem er gott fyrir viðskiptavini og getur hjálpað til við að gera franska starfsfólkið opnara og meðvitaðra um Evrópu.

Með eldmóði sínum, tungumálakunnáttu og alþjóðlegu viðhorfi, hafa Lucia og forverar hennar gert meira en að hjálpa til við að fylla upp í kunnáttuskarð, sem gefur samstarf sem gagnkvæmt gagnlegt fyrir bæði atvinnuveitanda og atvinnuleitanda.

Þetta samstarf er hluti af tilraunaverkefni samtaka 33 evrópskra þjálfunarmiðstöðva, m.a. CFA VM, Nitra hótelskólans, undir forystu starfsmannafélagsins Les Compagnons du Devoir. Verkefnið hefur stuðning franska MEP Jean Arthuis og stjórnarsviðs atvinnu- og félagsmála og samfélagslegrar þátttöku framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og vonir standa til að það muni hvetja til álíka samstarfa um alla Evrópu í framtíðinni.

Fyrst EURES starfið þitt er starfahreyfanleika verkefni Evrópusambandsins. Til að fá að vita meira um starfa- og þjálfunartækifæri í ESB eða finna starfsmenn með kunnáttuna sem þig vantar skaltu hafa samband við eina af vinnumiðlun verkefnisins eða hafa samband við næsta EURES ráðgjafa í gegnum EURES-gáttina.

 

Tengdir hlekkir:

Fyrsta EURES-starfið þitt

EURES-gáttin

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna EURES-ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum

Vinnugagnagrunnur EURES

Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal EURES

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

Viðfangsefni
  • Ytri EURES fréttir
  • Ytri hagsmunaaðilar
  • Árangurssögur
  • Ungmenni
Tengdir hlutar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.