Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring11 Desember 2020European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion5 min read

Ertu að flytja aftur heim til Póllands? Láttu EURES hjálpa þér

Frjáls för vinnuafls er oft tengd við atvinnuleitendur sem flytja til útlanda fyrir vinnu. En það getur verið jafnerfitt fyrir suma starfsmenn að flytja aftur heim og flytjast til nýs lands. Við spurðum Katarzyna Kawka-Kopeć frá landsskrifstofunni í Póllandi um hvaða aðstoð þau veiti vinnuafli sem snýr aftur til heimalands síns.

Returning to Poland? Let EURES help you
EURES

Hversu margir Pólverjar búa nú um stundir erlendis og hver er algengasta ástæðan fyrir því að flytja frá Póllandi?

Samkvæmt pólsku hagstofunni bjuggu árið 2018 um 2,5 milljónir Pólverja erlendis, þar af 81% í Evrópusambandinu. Stærstur fjöldi pólskra launþega var í Þýskalandi, Bretlandi, Hollandi og Írlandi. Helstu ástæðurnar fyrir flutningum til þessara land eru betri atvinnutækifæri og hærri laun, betri lífskjör, almannatryggingar, hagstæð skattkerfi og betri opinber stjórnsýsla.

Af hverju vilja sumir pólskir launþegar erlendis flytja aftur heim til Póllands?

Það eru margar ástæður fyrir því að pólskir launþegar erlendis vilji snúa aftur heim, eins og:

  • persónulegar ástæður (vera nærri fjölskyldu og ástvinum eða til að annast eldri ættingja) og heimþrá;
  • útrunnir ráðningasamningar;
  • fjandskapur eða hræðsla við útlendinga í búsetulandinu;
  • keðjuverkun heimflutninga (þegar heimflutningar einnar fjölskyldu leiðir til þess að aðrar fjölskyldur snúa einnig heim);
  • einstaklingurinn hefur ákveðið að stofna fyrirtæki í Póllandi;
  • óvissan í kring um COVID-19 heimsfaraldurinn.

Hverjar eru helstu áskoranirnar sem pólskir launþegar erlendis standa frammi fyrir þegar þeir snúa aftur heim?

Það er erfitt að segja því upplifun fólks er mismunandi. Sumir eiga erfitt með að laga sig að vinnuháttum í Póllandi. Til dæmis finnst launþegum, sem snúa heim frá Bretlandi erfitt að venjast sambandinu á milli starfsmanna og yfirmanns; en það er mun stigskiptara í Póllandi. Aðrir verða fyrir stjórnsýsluhindrunum eða finnst heilbrigðisþjónustan vera léleg. Börn gengu í skóla í útlöndum finnst stundum einnig erfitt að laga sig að pólska skólakerfinu.

Hvernig hjálpar EURES í Póllandi launþegum erlendis, sem snúa heim, við að finna vinnu?

EURES samstarfsnetið býr yfir miklum upplýsingum fyrir þá sem vilja snúa aftur heim, þar á meðal:

  • mikilvæg fyrstu skref við heimkomuna;
  • atvinnutækifæri og leiðbeiningar við gerð ferilskráar;
  • ráð um almannatryggingar (atvinnuleysisbætur, heilbrigðistryggingu, barnabætur, foreldraorlof, örorkubætur og lífeyri);
  • innlendar áætlanir og verkefni í boði;
  • aðstoð eftir ráðningu.

Sérsniðin aðstoð er mikilvæg svo að launþegi, sem snýr aftur heim, geti komið sér aftur fyrir með góðum hætti í heimalandinu. Við höfum búið til bækling um búsetu og störf í Póllandi og er hann í boði á pólsku, ensku og þýsku.

Annað dæmi er verkefni á vegum vinnumálastofnunarinnar í Gdansk sem nefnist „Pomerania! I come back here, I work here“. Verkefnið beinist að íbúum í héraðinu Pomerania yfir 30 ára aldri sem hafa búið í yfir 6 mánuði í Belgíu, Frakklandi, Þýskalandi, Írlandi, Hollandi, Noregi, Svíþjóð eða Bretlandi og sneru aftur heim til Póllands fyrir minna en 6 mánuðum. Því er sérstaklega ætlað að hjálpa fólki yfir 50 ára, konum, atvinnuleitendum með örorku og fólki með litla menntun. Það býður upp á ókeypis námskeið og fagþjálfun, starfsráðgjöf, aðstoð við að finna störf í héraðinu Pomerania, styrki fyrir flutninga og mat á menntun og hæfi, sálfræði- og lögfræðiaðstoð, námsstyrki, endurgreiðslu á ferðakostnaði og fleira.

Hvernig getur EURES aðstoðað vinnuveitendur við að ráða pólska launþega erlendis sem eru að snúa aftur heim?

EURES getur hjálpað vinnuveitendum með margvíslegum hætti, til dæmis með því að skipuleggja atvinnustefnur á netinu eða með sýna vinnuveitendum ávinninginn af vinnuafli sem snýr aftur til heimahaganna. Til dæmis ákváðu pólsk stjórnvöld í maí 2019 að gera svolítið sem aldrei hafði verið gert áður – að halda atvinnustefnu í London fyrir Pólverja sem voru að velta fyrir sér að snúa aftur til Póllands. Viðburðinum var vel tekið og fengum við um 1000 gesti og 30 þátttakendur – stór pólsk fyrirtæki, alþjóðleg fyrirtæki í Póllandi og innlendar stofnanir.

Eru einhver önnur verkefni í gangi í Póllandi til að hjálpa launþegum erlendis við að snúa aftur heim?

Já, til dæmis hefur pólska stofnunin fyrir háskólaskipti hrundið af stað áætluninni Pólskir heimflutningar til að hvetja pólska vísindamenn erlendis til að snúa aftur heim. Markmið verkefnisins er að gera nafntoguðum pólskum vísindamönnum kleift að snúa heim og fá vinnu hjá æðri menntastofnunum, vísindastofnunum og rannsóknarmiðstöðvum í Póllandi.

Einnig er boðið upp óformlega vefgátt til að hjálpa til við og stuðla að heimflutningum launþega erlendis. Þjónustan býður fólki að leggja fram spurningar um formsatriði í tengslum við flutninga aftur heim til Póllands eins og hvernig eigi að skrá börn í pólska skóla, skattafrádrátt, heilbrigðistryggingar og skráningar á erlendum skjölum yfir hjúskaparstöðu. Vefgáttin býður einnig upp á sálfræðiráðgjöf til að búa fólk og fjölskyldur þess undir heimkomuna.

 

Tengdir hlekkir:

Upplýsingagátt fyrir heimflutninga pólskra launþega erlendis

Búseta og störf í Póllandi

Pólskir heimflutningar

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna Eures ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum

Vinnugagnagrunnur EURES

Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal EURES

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

Upplýsingar

Viðfangsefni
  • Viðskipti /Frumkvöðlastarf
  • EURES bestu starfsvenjur
  • Vinnumarkaðsfréttir/hreyfanleikafréttir
  • Fréttir/skýrslur/tölfræði
  • Nýliðunarstraumar
  • Árangurssögur
Tengdir hlutar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.