Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring25 Október 2017European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion

Ráðningar fyrir alla

Hvers vegna hafa mögulegir ungir starfsmenn með starfsreynslu jafn mikið fram að færa og háskólamenntaðir.

Recruitment for all

Fjöldi ungra Evrópubúa sem fara í háskólanám hefur stóraukist á undanförnum áratugum. Í mörgum löndum var litið á háskóla sem eðlilegt næsta skref við lok framhaldsskóla og voru fáir aðrir valkostir í boði fyrir ungt fólk en að fara beint út á vinnumarkaðinn. Á meðan að viðhorf hafa breyst á síðustu árum þar sem mikilvægi starfsmenntunar og þjálfunar (VET) og iðnnáms hefur hlotið meira vægi, eru enn mörg fyrirtæki og stofnanir sem krefjast háskólamenntunar af væntanlegum starfsmönnum.

Í sumum atvinnugreinum – einkum á sviði vísinda eða í heilbrigðisþjónustu – eru starfskröfurnar þess eðlis að háskólagráða er svo sannarlega nauðsynleg. En hvað með þær atvinnugreinar þar sem slíkt er ekki uppi á teningnum? Gætu þær verið að missa af hinum fullkomna starfskrafti vegna þess að ungt fólk kaus vinnu fram yfir skólabekk?

Já, við höldum það.

Reynsla úr atvinnulífinu

Þeir sem ekki hafa farið í háskólanám hafa jafnmikið fram að færa og háskólamenntað fólk, bara á annan hátt. Á meðan þá skortir þekkingu og nýjustu tækni úr háskólasamfélaginu, eru þeir líklegri til þess að hafa viðeigandi starfsreynslu – jafnvel áralanga – en slík reynsla úr atvinnulífinu er ómetanleg þegar kemur að því að reka fyrirtæki með góðum árangri. Þekking á iðnaði, viðskiptavinum, verkferlum og verklagi stuðlar að reynslumiklum starfskrafti með þekkingu sem kann að skorta hjá háskólamenntuðum starfsmanni.

Samskiptahæfni

Samskipti, teymisvinna, úrlausn vandamála, samningagerð… starf snýst um miklu meira en aðeins hagnýta þekkingu. Á meðan háskólanámið veitir vissulega innsýn í þætti eins og skilvirk samskipti og teymisvinnu, eflist„samskiptahæfni“ gjarnan með starfsreynslu á vinnustöðum. Ungir starfsmenn læra að höndla ábyrgð, vinna undir álagi og mæta tímamörkum með hætti sem að háskólanemendur læra hugsanlega ekki.

Að þekkja vinnustaðinn

Fyrsta starfið eftir háskólanám getur verið áfall. Það er ekki bara algerlega nýtt umhverfi heldur krefst vinnustaðalífið öðruvísi aðferða en háskólanámið. Það getur tekið tíma að læra að haga sér á viðeigandi hátt og aðlagast því að vinna með samstarfsfélögum sem eru með sínar eigin aðferðir og sérvisku.

Þeir sem eru með starfsreynslu í stað háskólagráðu eru líklegri til að aðlagast hraðar því þeir hafa fyrri reynslu af slíku starfsumhverfi. Þeir búa þegar yfir færninni og geta því lagt strax sitt af mörkunum til fyrirtækisins, í stað þess að þurfa þjálfun eins og stundum er hjá nýútskrifuðum einstaklingum.

Á jöfnum grunni

Auðvitað erum við ekki að segja að fyrirtæki ættu aldrei að ráða háskólamenntaða einstaklinga – því þeir hafa margt fram að færa og búa yfir verðmætri þekkingu eftir setu á skólabekk. En með því að vera opin fyrir því að leggja starfsreynslu fólks að jöfnu við aðra menntun geta fyrirtæki og stofnanir fengið það besta úr báðum heimum og fundið bestu starfsmennina til starfa hjá fyrirtækinu.

Frábært starfsfólk þarf frábæran vinnustað, hví ekki að kíkja á 5 ráðleggingar til að skapa blómlegan vinnustað fyrir innblástur?

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna EURES-ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum

VinnugagnagrunnurEures

Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Eures á Google+

Upplýsingar

Viðfangsefni
Viðskipti /FrumkvöðlastarfNýliðunarstraumarUngmenni
Tengdir hlutar
Búseta & atvinna
Geirinn
Accomodation and food service activitiesActivities of extraterritorial organisations and bodiesActivities of households as employers, undifferentiated goods- and servicesAdministrative and support service activitiesAgriculture, forestry and fishingArts, entertainment and recreationConstructionEducationElectricity, gas, steam and air conditioning supplyFinancial and insurance activitiesHuman health and social work activitiesInformation and communicationManufacturingMining and quarryingOther service activitiesProfessional, scientific and technical activitiesPublic administration and defence; compulsory social securityReal estate activitiesTransportation and storageWater supply, sewerage, waste management and remediation activitiesWholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.