Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring10 Janúar 2020European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion5 min read

Undirbúningur fyrir framtíðarkunnáttu

Tækniframfarir eins og sjálfvirkni, gervigreind og vélmennatækni eru að hafa víðtæk áhrif á vinnustaði dagsins í dag og vinnustaði framtíðarinnar. Kunnáttan sem þörf er á er að breytast og bæði ESB og innlend stjórnvöld hafa brugðist við á margvíslegan hátt. En hvernig metur starfsfólkið sjálft stöðuna?

Preparing for the future of skills
EURES

Til að fá innsýn í það hvað fólki finnst um það hvernig heimur vinnunnar er að breytast, réðst Deloitte nýlega í Könnun á meðal starfsfólks í Evrópu. Könnunin stóð yfir í 15 mánuði og yfir 15.000 manns í 10 Evrópulöndum tóku þátt í henni.   Við höfum dregið saman helstu niðurstöður hérna.

Meirihluti starfsfólks lítur á áhrif tæknibreytinganna sem jákvæð áhrif.

Deloitte komst að því að starfsfólk er almennt jákvætt gagnvart áhrifum tæknibreytinga á kunnáttu:

  • 51% starfsfólks telur að eftir 10 ár, muni sjálfvirkni auka gæði starfs þeirra;
  • 50% telur að sjálfvirkni gefi þeim tækifæri til að öðlast nýja kunnáttu;
  • 58% telur að sjálfvirkni muni auka framleiðni hjá þeim;
  • Eingöngu 24% telur að sjálfvirkni muni gera starf þeirra óþarft;
  • Eingöngu 26% telur að sjálfvirkni muni draga úr starfsöryggi þeirra;

Þegar tekið er tillit til menntunar, er starfsfólk með hærra menntunarstig jákvæðara gagnvart áhrifum tækni, á meðan starfsfólk með lægra menntungarstig er með neikvæðari afstöðu.

Meirihluta starfsfólks finnst það vera undirbúið fyrir framtíðina

Hátt í 90% starfsfólks telur að það sé „að nokkru leyti" eða „mjög vel undirbúið" fyrir framtíðina. 

Hvað varðar færni á helstu kunnáttusviðunum:

  • 52% finnst að það sé nú þegar með góða kunnáttu þegar kemur að ítarlegri þekkingu á upplýsingatækni (þar sem 23% tekur fram að það þurfi að bæta núverandi kunnáttu).
  • 45% er nú þegar með mjög góða tækniþekkingu (þar sem 20% segist þurfa að bæta núverandi þekkingu).
  • 38% er nú þegar með mjög góða námshæfni (þar sem 19% segist þurfa að bæta núverandi hæfni).

Starfsfólk taldi sig einnig betur í stakk búið fyrir þróunina af völdum tækni sem er að koma fram heldur aðrir aðilar.

  • 26% telur að þeir séu mjög vel undirbúnir;
  • 22% telur að vinnuveitandi sinn sé mjög vel undirbúinn;
  • 19% telur að atvinnugeirinn sinn sé mjög vel undirbúinn;
  • 14% telur að stjórnvöld/pólitískar stofnanir séu mjög vel undirbúnar.

Meirihluti starfsfólks telur að stefnuaðgerðir ættu að beinast að menntun og fræðslu

Þegar spurt var um mismunandi aðgerðir sem stjórnvöld gætu staðið fyrir, setti starfsfólk menntun og fræðslu í forgang:

  • 52% starfsfólks telur að stefnuaðgerðir ættu að hafa í forgangi að bæta framboð af starfsnámi;
  • 52% telur að aðgerðir ættu að hafa í forgangi að bæta framhaldsmenntun;
  • 46% telur að aðgerðir ættu að hafa í forgangi að bæta aðgang að nýrri tækni;
  • 42% tekur fram að aðgerðir ættu að hafa í forgangi að bæta háskólamenntun;
  • Eingöngu 21% telur að aðgerðir ættu að hafa í forgangi að takmarka notkun á tækni sem setur störf í hættu.

Sé litið á menntunarstig kemur í ljós að starfsfólk með lágt menntunarstig er líklegra til að styðja takmarkanir á nýrri tækni.

Helstu niðurstöður og tillögur

  • Meirihluti starfsfólks er tilbúið að tileinka sér þá möguleika sem tækni býður upp á. Þetta er andsætt því sem almennt er talið um að starfsfólk sé hrætt við, og mótfallið, tæknibreytingum. Deloitte leggur til að stjórnvöld finni leiðir til að fá starfsfólk til að taka þátt í breytingaferlinu, og að opinber yfirvöld ættu að einblína á að móta jákvæða frásögn í kringum stafrænu byltinguna  (t.d. möguleika tækni á að skapa ný störf).
  • Starfsfólk með litla kunnáttu er í hættu á að verða skilið eftir nema gripið sé til viðeigandi aðgerða. Starfsfólk með hátt menntunarstig er bjartsýnna varðandi framtíð vinnunnar en það sem er með lægra menntungarstig. Deloitte leggur til að stjórnvöld ættu að grípa til aðgerða til að tryggja að allir séu meðvitaðir um og undirbúnir undir fjórðu iðnbyltinguna, sér í lagi með því að nota sérsniðna stefnumótun til að hjálpa þeim sem eru í mestri hættu á að verða skildir eftir.
  • Starfsfólk gerir ráð fyrir að stjórnvöld sýni fordæmi og séu með alhliða stefnu. Sú staðreynd að hátt hlutfall starfsfólks finnst að það sé undirbúið fyrir framtíðina gefur til kynna að sumir kunni að vera að vanmeta áhrif framtíðarbreytinga og að það sé almennur skortur á meðvitund um þörfina á aukinni og annarskonar kunnáttu. Deloitte leggur til að ríkisstjórnir og opinber yfirvöld ættu að bjóða upp á upplýsingar fyrir starfsfólk og sýni jákvætt fordæmi með því að taka upp nýja tækni.
  • Stjórnvöld ættu að bjóða upp á viðeigandi umhverfi fyrir hagsmunaaðila til að takast á við það verkefni að auka þá kunnáttu sem upp á vantar. Á sama tíma og starfsfólk telur að stefnumál varðandi menntun og fræðslu ættu að vera í forgangi, þá finnst því einnig að það að bjóða upp á fræðslu sé að stórum hluta á ábyrgð vinnuveitenda frekar en opinberra yfirvalda. Deloitte mælir með að fyrirtæki ættu að leiða tæknibreytingarnar með því að innleiða námsmenningu og að stjórnvöld ættu að fjárfesta í starfsmenntun og símenntun.

Frekari upplýsingar um Könnunina á meðal starfsfólks í Evrópu 2019 og Deloitteniðurstöðurnar eru aðgengilegar á Deloitte Insights vefsíðunni.

 

Tengdir hlekkir:

Deloitte Insights

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna EURES ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum

Vinnugagnagrunnur Eures

Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Upplýsingar

Viðfangsefni
  • Viðskipti /Frumkvöðlastarf
  • Ytri EURES fréttir
  • Vinnumarkaðsfréttir/hreyfanleikafréttir
  • Fréttir/skýrslur/tölfræði
  • Nýliðunarstraumar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.